Lífið

Samið um söfnunarbauka

Viðskiptavinum Avis á Íslandi gefst brátt tækifæri til að losa sig við smápeninga sem þeir eiga afgangs og styðja um leið mannúðar- og hjálparstarf Rauða krossins. Í gær gerðu Avis og Rauði krossinn með sér samning um að í öllum Avis bílaleigubílum hér verði askja frá Rauða krossinum fyrir afgangsaur. Búist er við að erlendir ferðamenn muni nota tækifærið til að losa sig við íslenska mynt og seðla fyrir brottför frá landinu. Í tilkynningu kemur fram að féð eigi að nota til að styrkja verkefni Rauða krossins hér á landi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.