Sport

Ferreira til Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur fest kaup á portúgalska landsliðs- og varnarmanninum Paulo Ferreira, frá Portó. Kaupverðið er fjórtán milljónir punda en þetta eru fyrstu kaup nýráðins framkvæmdastjóra Chelsea, José Mourinho. Eins og við var að búast leitar Mourinho til síns gamla félags sem hann stýrði til sigurs í meistaradeildinni í síðasta mánuði. Væntanlega verða fleiri leikmenn frá Portó keyptir til Chelsea og þar eru þeir einna helstir nefndir miðjumennirnir Deco og Costinha. Paulo Ferreira er 25 ára og talinn einn allra besti hægri bakvörðurinn í Evrópu og er koma hans til Chelsea síst til þess fallin að styrkja stöðu þeirra Marios Melchiot og Glens Johnson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×