Arnar Guðjóns fær Inga Þór og Dani Rodriguez sér til aðstoðar í Garðabænum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2020 10:30 Nýja þjálfarateymið hjá Stjörnunni. Arnar Guðjónsson með þeim Danielle Rodriguez og Inga Þór Steinþórssyni. Vísir/KJartan Atli Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00. Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Stjörnumenn héldu blaðamannafund í dag þar sem þeir tilkynntu að Arnar Guðjónsson væri kominn með mjög öfluga aðstoðarþjálfara fyrir baráttuna næsta vetur. Bikar- og deildarmeistarar síðustu tveggja ára ætla að gera allt sem þeir geta til að ná í fyrsta Íslandsmeistaratitil félagsins. Ingi Þór Steinþórsson var rekinn sem þjálfari meistaraflokks KR á dögunum og vildi ekki taka við öðru starfi hjá Vesturbæjarfélaginu. Hann var hins vegar ekki lengi að finna sér nýtt starf. Í stað þess að þjálfa KR-inga mun Ingi Þór nú aðstoða Stjörnunnumenn við það að ná Íslandsmeistaratitlinum úr Vesturbænum en Stjarnan á enn eftir að vinna þann stóra. Ingi Þór þekkir það vel að vinna þann stóra og þá sérstaklega á fyrsta ári. Ingi Þór Steinþórsson varð Íslandsmeistari á fyrsta tímabili sínu sem aðalþjálfari KR 1999-2000 en einnig á fyrstu tímabilum sínum með Snæfelli 2009-10 og með KR 2018-19 auk þess að vinna þann stóra á sínu fyrsta tímabili sem aðstoðarþjálfari KR 2008-09. Danielle Rodriguez verður væntanlega með þessu fyrsta konan til að verða aðstoðarþjálfari hjá karlaliði í úrvalsdeildinni á Íslandi. Hún hafði tilkynnt það áður að hún væri að hugsa um að setja körfuboltaskóna upp á hillu og fara að einbeita sér að þjálfun. Danielle Rodriguez spilaði með kvennaliði KR í vetur en þekkir vel til hjá Stjörnunni þar sem hún hefur þjálfað yngri flokka undanfarin ár. Danielle lék einnig með kvennaliði Stjörnunnar frá 2016 til 2019 og er stigahæsti, frákastahæsti og stoðsendingahæsti leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild frá upphafi. Stjörnumenn njóta ekki aðeins góðs af störfum Inga Þórs Steinþórssonar og Danielle Rodriguez hjá meistaraflokki karla því þau munu einnig bæði þjálfa yngri flokka hjá félaginu. Ingi þór Steinþórsson verður gestur hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni í þættinum Sportið í dag á Stöð 2 Sport en þátturinn hefst að venju klukkan 15.00.
Dominos-deild karla Stjarnan Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira