Viðskipti

Nýr verkefnastjóri í Norræna húsið

Norræna húsið auglýsti nýlega eftir stöðu verkefnastjóra og sóttu um 130 manns um starfið. Ákveðið var að ráða Kristínu Scheving myndlistarmann, sýningarstjóra og verkefnisstjóra. Í tilkynningu fagnar Norræna húsið komu Kristínar og tekið er fram að margir mjög hæfileikaríkir einstaklingar hafi sótt um starfið.

Viðskipti innlent

Ósvikin gæði í Senseo kaffinu

Senseo kaffi hefur verið á markaði á Íslandi síðan 2004 og hefur það unnið hug og hjörtu landsmanna. Meirihluti íslenskra heimila státar af Senseo kaffivél og þegar Senseo kaffipúðar eru valdir í vélina er útkoman kaffi með silkimjúkri áferð og froðutopp sem einkennir ekta Senseo kaffi.

Kynningar

Óska eftir heimild til sölu á hlutum ríkisins í bönkunum

Fjármálaráðherra fær heimild til að selja allan hlut íslenska ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka, auk þess sem honum verður heimilt að selja ríflega 11% hlut í Landsbankanum, samkvæmt nýju frumvarpi sem dreift var á Alþingi í morgun. Frumvarpið gerir auk þess ráð fyrir að ráðherra fái heimild til þess að selja hluti ríkisins í sparisjóðunum. Frumvarpið var áður lagt fram á síðasta kjörtímabili en var ekki afgreitt.

Viðskipti innlent

Össur: Evran á bjartari tíð framundan

"Ég er þeirrar skoðunar að nú horfi töluvert betur fyrir framtíð evrunnar en áður," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag. Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, velti því upp hvort ekki væri kominn tími til að draga aðildarumsóknina til baka.

Viðskipti innlent

Um 10 starfsmenn launahærri en Jóhanna

Eins og stendur eru um 10 manns í stjórnkerfinu með hærri laun en forsætisráðherra. Aftur á móti er það aðeins forseti sem er með hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag.

Viðskipti innlent

Þingmenn Samfylkingar: Evran yrði farsælust fyrir þjóðina

Alþingismenn ræddu nýbirta skýrslu Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldeyrismálum á þingi í morgun. Skýrslan bendir til þess að þjóðin eigi aðeins tvo raunhæfa kosti, að nota áfram íslensku krónuna eða taka upp Evru. Þingmenn Samfylkingarinnar sammæltust um að upptaka Evru yrði farsælli fyrir þjóðina.

Viðskipti innlent

Á undanþágu í bruggnámi

Nýi bjórinn frá Kalda kemur í verslanir næstkomandi mánudag. Bjórinn nefnist Október Kaldi og er bruggaður eftir nýrri uppskrift sem 21 árs gamall sonur brugghússeigendanna þróaði.

Viðskipti innlent

Heimsmarkaðsverð á olíu í frjálsu fallli

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu fallli undanfarna daga og er verðið á Brent olíunni komið undir 108 dollara á tunnuna. Fyrir tæpri viku stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 10% á þessum tíma.

Viðskipti erlent

Nýr og glæsilegur A-class

Nýr Mercedes-Benz A-Class er glæsilegur og sportlegur bíll sem kynntur var á bílasýningunni í Genf í mars. Þessi nýja kynslóð bílsins er mikið breytt frá fyrri gerð hvað varðar hönnun og aksturseiginleika. Þá er bíllinn með nýjar vélar sem eru bæði aflmiklar en um leið sparneytnar og umhverfismildar.

Kynningar

Metan er 43% ódýrara en bensín

Metanbílum fer fjölgandi ár frá ári enda kemur það betur út fjárhagslega að aka slíkum bíl en hefðbundnum bensínbíl svo ekki sé talað um umhverfislegan ávinning. Hjá Metanbill.is er hefðbundnum bensínbílum breytt í metanbíla og var metár í fyrra.

Kynningar

Umhverfisvænir bílar í öllum stærðarflokkum hjá Opel

Íslendingar hafa farið á mis við trausta gæðinga Opel í hartnær fjögur ár. Þökk sé BL halda þeir nú innreið sína á Íslandsmarkað á ný með ómótstæðilegt úrval traustra og glæsilegra bíla. Þar á meðal er Bíll ársins 2012 í Evrópu; rafbíllinn Opel Ampera sem fylgir bylting í sparneytni og umhverfisvitund. Nýr sýningarsalur Opel var opnaður nú í sumar í Ármúla 17.

Kynningar

Nú er enn þá lengra í tóman tank hjá Chevrolet Aveo

Chevrolet Aveo Eco fæst nú með ótrúlega sparneytinni dísilvél sem eyðir aðeins 3,6 lítrum á hundraðið. Hann hefur hlotið viðurnefnið draumabíll foreldranna og er fyrsti smábíllinn sem fengið hefur fimm stjörnur í öllum árekstrarprófum, bæði í Evrópu og Ameríku.

Kynningar

Ferðamenn fá húsnæði námsmanna

Biðlistar eftir íbúðum á stúdentagörðum hjá Félagsstofnun stúdenta hafa aldrei verið lengri en nú í haust. Félagsstofnun stúdenta telur að ódýrara húsnæði miðsvæðis í Reykjavík sé í sífellt meira mæli leigt út til ferðamanna. Fyrir vikið minnkar framboð af leiguhúsnæði fyrir námsmenn.

Viðskipti innlent

Seðlabankinn: Frétt Morgunblaðsins í flestum atriðum röng

„Fréttin á forsíðu Morgunblaðsins um undanþágur frá lögum um gjaldeyrismál er í flestum atriðum röng,“ segir í fréttatilkynningu frá Seðlabanka Íslands, vegna fréttar sem birtist í Morgunblaðinu í morgun, þess efnis að Deutsche Bank og stórt erlent fjárfestingafélag, hafi fengið undanþágu frá Seðlabanka Íslands til að kaupa gjaldeyri fyrir 18 milljarða í skiptum fyrir íslenskar krónur, og flytja fjármagnið úr landi.

Viðskipti innlent

Japanski seðlabankinn grípur til aðgerða

Japanski seðlabankinn hefur ákveðið að grípa til aðgerða með það fyrir augum að styðja við hagvöxt og styrkja efnahag landsins. Áætlun bankans gengur út að stækka stuðningssjóðs landsins um 78 milljarða dala, eða sem jafngildir tæplega 10 þúsund milljörðum króna. Sjóðurinn er nýttur til þess að kaupa skuldabréf á markaði með það fyrir augum að halda lántökukostnaði Japans niðri, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Viðskipti erlent

Íbúðaleiga hækkar verulega í verði

Leiguverð hækkaði um 1,3% í ágúst mánuði samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands sem birtir mánaðarlega vísitölu leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Leiguverð hefur samkvæmt þessari mælingu hækkað mikið í sumar, eða um tæp 7% síðan í maí síðastliðnum. Þessi hækkun leiguverðs virðist hinsvegar aðeins eiga sér stað á höfuðborgarsvæðinu þar sem vísitala leiguverðs sem Hagstofan tekur saman og endurspeglar leiguverð á landinu öllu hefur aðeins hækkað um 0,8% á sama tímabili. Þessi mikla hækkun leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu á þessum árstíma endurspeglar sókn námsmanna í íbúðir áður en skólarnir hefjast á haustin.

Viðskipti innlent