Viðskipti

Markaðir opnir þrátt fyrir fellibylinn

Til stendur að opna kauphöllina á Wall Street á morgun þrátt fyrir að búist sé við gríðarmiklum stormi á austurströnd Bandaríkjanna í nótt og á morgun. NYSE Euronext og Nasdaq verða starfandi á morgun. Stærstu bankarnir, eins og Goldman Sachs, Citigroup og JP Morgan verða líka starfandi.

Viðskipti erlent

Níu af ellefu prófmálum eru óþörf

Níu af þeim ellefu prófmálum sem höfða átti útaf óvissu um endurútreikning gengistryggðra lána eru óþörf að mati hæstarréttarlögmanns. Hann segir óvissu einungis ríkja um mjög takmarkaðann hluta lánasafna bankanna og það eigi ekki að tefja fyrir endurútreikningi almennt.

Viðskipti innlent

Niðursveiflunni lokið í Bretlandi

Nýjar hagtölur benda til þess að breska hagkerfið sé farið að vaxa á ný eftir níu mánaða niðursveiflu. Hagvöxtur er talinn hafa verið ríflega 1% á þriðja ársfjórðungi, en aukinn þrótt efnahagslífsins má að stórum hluta rekja til Ólympíuleikanna í London.

Viðskipti erlent

Tveir menn lönduðu afla fyrir 17 milljónir

Petra SI sem hefur róið frá Raufarhöfn að undanförnu lönduðu 55 tonnum í einungis 8 róðrum núna í október. Áætlað aflaverðmæti er um 17 milljónir króna, samvæmt vefnum Aflafréttir. Það er svo sem ekki í frásögur færandi nema af þeirri ástæðu að einungis tveir menn eru á bátnum, þeir Haraldur Hermansson skipstjóri og Sigurður Gunnarsson háseti.

Viðskipti innlent

Endurnærandi námskeið

Úrval Útsýn býður spennandi vikunámskeið í samstarfi við leikkonuna Eddu Björgvinsdóttur og íþróttafræðinginn Bjargeyju Aðalsteinsdóttur 23. febrúar næstkomandi. Sams konar námskeið hafa verið á boðstólum undanfarin ár og síðast komust færri að en vildu. Um er að ræða endurnærandi lífsstílsnámskeið.

Kynningar

Faldir sjóðir Wen Jiabao koma upp á yfirborðið

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, er orðinn vellaugður og eru sjóðir upp á hundruðir milljóna dala geymdir í félögum sem eru skráð á fjölskyldumeðli hans, þar á meðal níræða móður hans, sem skráð er fyrir eignarhlutum í fjármálafyrirtækjum sem eru 120 milljóna dala virði, eða sem nemur 15 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Windows sett í nýjan búning

Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár.

Viðskipti erlent

Liborvaxtahneykslið vindur upp á sig

Breska liborvaxtahneykslið heldur áfram að vinda upp á sig. Financial Times greinir frá því í dag að þeir sem rannsaka hneykslið hafi stefnt forráðamönnum níu stórra alþjóðlegra banka í málinu til viðbótar þeim sjö stórbönkum sem þegar eru til rannsóknar.

Viðskipti erlent

Íslandsbanki endurreiknar 6.000 gengislán og samninga

Íslandsbanki hefur hafið endurútreikning á lánum einstaklinga og fyrirtækja sem bankinn telur að falli undir dóma Hæstaréttar frá 15. febrúar og 18. október sl. Um er að ræða ólögmæt gengistryggð lán sem lántakar hafa greitt af í samræmi við gildandi skilmála á hverjum tíma.

Viðskipti innlent

Veruleg eftirspurn í útboði Eimskips

Veruleg umframeftirspurn var í hinu lokaða hlutafjárútboði Eimskips í gærdag, en samtals bárust tilboð fyrir yfir 12 milljarða króna frá fjárfestum. Tilboðum var tekið fyrir rúmlega 8,3 milljarða króna á verðinu 208 kr. á hlut.

Viðskipti innlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar áfram

Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að lækka og hefur nú ekki verið lægra í þrjá mánuði. Tunnan af Brentolíunni er komin niður í rúma 107 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í rúma 85 dollara.

Viðskipti erlent

Ræða um að draga kaupréttina til baka

Rætt er um það innan stjórnar Eimskips að falla frá kaupréttarsamningum sem voru gerðir við helstu stjórnendur fyrirtækisins, samkvæmt heimildum Vísis. Stjórn fyrirtækisins, að undanskildum stjórnarformanninum, hefur fundað um útboðið frá því að því lauk klukkan tvö í dag.

Viðskipti innlent

Windows 8 lendir á morgun

Nýjasta stýrikerfi Microsoft, Windows 8, fer í almenna dreifingu á morgun. Stýrikerfið er ein róttækasta breyting sem Microsoft hefur gert á notendaviðmóti Windows.

Viðskipti erlent