Viðskipti erlent

Niðursveiflunni lokið í Bretlandi

David Cameron
David Cameron
Nýjar hagtölur benda til þess að breska hagkerfið sé farið að vaxa á ný eftir níu mánaða niðursveiflu. Hagvöxtur er talinn hafa verið ríflega 1% á þriðja ársfjórðungi, en aukinn þrótt efnahagslífsins má að stórum hluta rekja til Ólympíuleikanna í London.

Hagvaxtartölurnar, sem breska hagstofan birtir, voru nokkru hærri en spár höfðu gert ráð fyrir. Þá var þeim hampað af stuðningsmönnum ríkisstjórnar Davids Cameron, sem hefur legið undir ámæli fyrir hagstjórn sína.

- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×