Windows sett í nýjan búning 26. október 2012 09:00 Windows 8 Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kynnir hér útlit nýja viðmótsins sem er að finna í Windows 8. Fréttablaðið/AP Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár. Viðmót nýja stýrikerfisins er gjörólíkt fyrri kynslóðum þess en það er hannað fyrir allt í senn hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Þannig tekur á móti notendum litrík uppstilling ferhyrndra reita sem veita nýjustu upplýsingar úr lykilforritum og öðrum forritum sem notandinn velur. Þá er auðvelt að kveikja á forritum í gegnum nýja viðmótið sem í raun tekur við af Start-takkanum kunnuglega. Frá og með deginum í dag munu flestar nýjar borð- og fartölvur auk ýmissa snjallsíma og spjaldtölva keyra á Windows 8. Nýja viðmótið er sérstaklega hannað fyrir snertiskjái en í raun má segja að Windows 8 sé tvíhöfða skepna. Til hliðar við nýja viðmótið er nefnilega að finna hið gamalgróna Windows-skjáborð sem hefur verið grunnur stýrikerfisins síðan í 1995 útgáfu þess. Hugmyndin er sú að notendur geti gengið að sama stýrikerfinu hvort sem er í gegnum borðtölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Segja má að með þessu sé Microsoft að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á tölvumarkaðnum á síðustu árum þar sem vinsældir snjallsíma og spjaldtölva hafa grafið mjög undan sölu hefðbundnari tölva. Telja sumir tæknispekingar að tveggja-viðmóta nálgunin í Windows 8 sé of flókin og að það miklar breytingar hafi verið gerðar á stýrikerfinu að þær geti fælt íhaldssamari notendur frá. Microsoft-menn sjálfir segja stýrikerfið hins vegar mjög einfalt og hafa gert lítið úr áhyggjunum. Þá hefur Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kallað nýjar tölvur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Windows 8, og eru allt í senn með snertiskjá, mús og lyklaborð, bestu tölvur sem gerðar hafa verið. Í öllu falli er ljóst að Microsoft tekur áhættu með þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á Windows og verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið, sem hefur orð á sér fyrir varfærni, uppskeri í samræmi við áhættuna. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Microsoft setur í dag á markað nýja útgáfu af Windows, útbreiddasta tölvustýrikerfi heims. Nýja útgáfan nefnist Windows 8 og felur hún í sér mestu breytingar sem gerðar hafa verið á Windows-stýrikerfinu í 17 ár. Viðmót nýja stýrikerfisins er gjörólíkt fyrri kynslóðum þess en það er hannað fyrir allt í senn hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Þannig tekur á móti notendum litrík uppstilling ferhyrndra reita sem veita nýjustu upplýsingar úr lykilforritum og öðrum forritum sem notandinn velur. Þá er auðvelt að kveikja á forritum í gegnum nýja viðmótið sem í raun tekur við af Start-takkanum kunnuglega. Frá og með deginum í dag munu flestar nýjar borð- og fartölvur auk ýmissa snjallsíma og spjaldtölva keyra á Windows 8. Nýja viðmótið er sérstaklega hannað fyrir snertiskjái en í raun má segja að Windows 8 sé tvíhöfða skepna. Til hliðar við nýja viðmótið er nefnilega að finna hið gamalgróna Windows-skjáborð sem hefur verið grunnur stýrikerfisins síðan í 1995 útgáfu þess. Hugmyndin er sú að notendur geti gengið að sama stýrikerfinu hvort sem er í gegnum borðtölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma. Segja má að með þessu sé Microsoft að bregðast við þeim breytingum sem orðið hafa á tölvumarkaðnum á síðustu árum þar sem vinsældir snjallsíma og spjaldtölva hafa grafið mjög undan sölu hefðbundnari tölva. Telja sumir tæknispekingar að tveggja-viðmóta nálgunin í Windows 8 sé of flókin og að það miklar breytingar hafi verið gerðar á stýrikerfinu að þær geti fælt íhaldssamari notendur frá. Microsoft-menn sjálfir segja stýrikerfið hins vegar mjög einfalt og hafa gert lítið úr áhyggjunum. Þá hefur Steve Ballmer, forstjóri Microsoft, kallað nýjar tölvur sem hafa verið sérhannaðar fyrir Windows 8, og eru allt í senn með snertiskjá, mús og lyklaborð, bestu tölvur sem gerðar hafa verið. Í öllu falli er ljóst að Microsoft tekur áhættu með þeim miklu breytingum sem gerðar hafa verið á Windows og verður spennandi að sjá hvort fyrirtækið, sem hefur orð á sér fyrir varfærni, uppskeri í samræmi við áhættuna. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira