Viðskipti

Fréttaskýring: Vesturlönd í vanda en Asía dregur vagninn

Á meðan staða efnahagsmála á Vesturlöndum, þ.e. í Evrópu og Bandaríkjunum, einkennist af erfiðleikum og veikum eða neikvæðum hagvexti, er staðan að lagast víða í Asíu. Þetta sýnir ítarleg umfjöllun The Economist, en sérrit blaðsins um horfur í efnhagsmálum og stjórnmálum á alþjóðavísu fyrir árið 2013, kom út í vikunni.

Viðskipti erlent

Lýsing fær á baukinn frá FME

Fjármálaeftirlitið telur að Lýsing hefði átt að svara spurningum sem viðskiptavinur beindi að stofnuninni í stað þess að benda á yfirlýsingu á vefsíðu sinni. Þetta kemur fram í gagnsæistilkynningu vegna athugunar á starfsháttum Lýsingar hf.

Viðskipti innlent

Apple í hart við Samsung

Barátta tæknirisanna Apple og Samsung virðist engan endi ætla að taka. Apple hefur nú bætt sex nýlegum spjaldtölvum og snjallsímum Samsung á lista yfir raftæki sem sögð eru brjóta á hugverkarétti.

Viðskipti erlent

Eigendur Skeljungs vilja stækka hluthafahópinn

"Rætt hefur verið um að skrá fyrirtækið í Kauphöllina þannig að það hefur verið stemmning fyrir því að breikka hluthafahópinn,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, spurður um fréttir þess efnis að hlutabréf í fyrirtækinu séu komin í söluferli hjá verðbréfafyrirtækinu Virðingu.

Viðskipti innlent

Fyrstu vindmyllurnar fluttar á áfangastað í dag

Fyrstu vindmyllurnar sem Landsvirkjun reisir á Íslandi verða fluttar á áfangastað í dag. Þær verða fluttar úr Hafnarfirði og yfir á stað sem kallaður er Hafið og er í grennd við Búrfellsstöð. Vindmyllurnar eru hvor um sig 900 kW en samanlögð áætluð raforkuframleiðsla þeirra er um 5,4 gígawattstund á ári. Hæð mastursins er 55 metrar og hver spaði er um 22 metrar á lengd.

Viðskipti innlent

Tveggja milljarða hlutafjáraukning samþykkt

Tveggja milljarða heimild til hlutafjáraukningar var samþykkt á hluthafafundi MP banka í morgun. Tilgangur hlutafjáraukningarinnar er að styðja við útlánavöxt bankans, en það er mikilvægur liður í uppbyggingu MP banka og stórt skref í átt að skráningu bankans á verðbréfamarkað árið 2014. Mætt var fyrir nærri 90% hlutafjár og var heimild til hlutafjáraukningar samþykkt einróma.

Viðskipti innlent

Ríkið freistar þess að fá bætur frá olíufélögunum

Aðalmeðferð í skaðabótamáli íslenska ríkisins gegn olíufélögunum fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, í tveimur aðskildum málum. Skaðabótakröfur ríkisins nema um 25 milljónum króna. Nú eru rúm ellefu ár frá því að Samkeppniseftirlitið greip til aðgerða gegn olíufélögunum með húsleitum.

Viðskipti innlent

Alltaf best þegar lítið er að gera

Sumum þykir heldur kaldranalegt að heyra mig kveðja strákana á bílaverkstæðinu með orðunum: „Ég vona að ég sjái ykkur ekki aftur á næstunni!“ en segja má að hugmyndafræði Securitas byggi á sömu varúðarráðstöfun.

Kynningar

Eigðu örugg jól

Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á heildarlausnir í öryggis- og velferðarmálum fyrir bæði fyrirtæki og heimili.

Kynningar

Íbúðalánasjóð vantar 12 milljarða króna

Íbúðalánasjóð vantar tólf milljarða króna til að uppfylla kröfur um eigið fé. Forstjóri sjóðsins segir að ekki verði komist hjá því að ríkið leggi sjóðnum til fé. Til stendur að kynna úrræði til að bjarga sjóðnum á þriðjudag en opinber nefnd hefur að undanförnu fjallað um málefni sjóðsins.

Viðskipti innlent

Endurspeglar siðleysi í atvinnulífinu

Aðeins 2,4 prósent fengust upp í kröfur samtals upp á 280 milljarða króna í þrotabúum fyrirtækja sem gerð voru upp á tímabilinu 1. mars 2011 til 1. mars á þessu ári. Framkvæmdastjóri ASÍ segir þetta endurspegla siðleysi í atvinnulífinu.

Viðskipti innlent

Öflugt barna- og unglingastarf

Arnar Ragnarsson, æskulýðsleiðtogi og nemi í íþróttafræði, sér um barna- og unglingastarf Háteigskirkju ásamt Sólveigu Ástu Sigurðardóttir, æskulýðsleiðtoga og nema í bókmenntafræði.

Kynningar