Viðskipti

Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað í morgun að halda vöxtum bankans óbreyttum en stýrivextir bankans standa nú í sex prósentum. Í uppfærðri spá sem birtist í ritinu Peningamál í morgun er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði tæplega tvö prósent, en það er svipað og spál var í maí.

Viðskipti innlent

Nýr leikur frá CCP

Tölvuleikjaframleiðandinn CCP tilkynnir í dag um útgáfu á nýjum tölvuleik EVE: Valkyrie. Leikurinn kemur út á næsta ári og byggir á nýrri tækni á sviði sýndarveruleika.

Viðskipti innlent

Kaupa, kaupa, kaupa!

Starfsmenn vogunarsjóðs voru æstir í að kaupa skuldabréf Glitnis banka þegar ljóst var að endurheimtur í þrotabú bankans voru betri en vonir stóðu til. Skyggnst er á bak við tjöldin í nýrri bók um íslenskt viðskiptalíf eftir hrun.

Viðskipti innlent

Hagnaður TM eykst um helming

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf.(TM) hefur aukist um 47 prósent frá því á sama tíma í fyrra, er segir í hálfs árs uppgjöri fyrirtækisins sem kom út í gær. Heildarhagnaður tímabilsins eftir skatta nam 1.191 milljón króna en var 811 milljónir króna fyrir sama tímabil árið 2012.

Viðskipti innlent

Útlán ÍLS dragast áfram saman

Eignum Íbúðalánasjóðs hefur fjölgað um 16% frá áramótum. 2.109 af 2.578 eignum hefur verið ráðstafað. Almenn útlán Íbúðalánasjóðs í júlí voru fimmtungi lægri en á sama tíma í fyrra.

Viðskipti innlent

Högnuðust um 2.683 milljónir

iHagnaður Bakkavarar Group á öðrum ársfjórðungi nam 14,3 milljónum sterlingspunda, eða sem svarar 2.683 milljónum króna. Hagnaðurinn er 258 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra þegar félagið hagnaðist um fjórar milljónir punda, eða sem svarar 750 milljónum króna.

Viðskipti innlent

Slá ryki í augu neytenda

„Menn vilja ekki upprunamerkja vörur sínar vegna þess að þeir vilja slá ryki í augu neytandans, það er ekkert flóknara en það,“ segir Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Glófa, sem framleiðir útivistarfatnaðinn Varma.

Viðskipti innlent

Spá hærri stýrivöxtum í haust

Greiningardeild Arion banka spáir að verðbólga fari upp í 4,5 prósent í október á þessu ári. Sérfræðingur hjá greiningardeildinni segir takmarkað hversu lengi Seðlabanki Íslands geti haldið stýrivöxtum óbreyttum.

Viðskipti innlent

Fyrsti kauphallarsjóðurinn síðan 2004

Viðskipti Kauphöllin (Nasdaq OMX Iceland) hefur tekið til viðskipta nýjan kauphallarsjóð sem rekinn er af Landsbréfum. Sjóðurinn, sem hefur auðkennið "LEQ“ (sem stendur fyrir Landsbréf Equity) fylgir Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar.

Viðskipti innlent

Ekki haft tíma til að auglýsa vaxtabætur

Frestur til að sækja um sérstakar lánsveðsvaxtabætur rennur út eftir mánuð en umsóknarferlið hefur enn ekki verið auglýst. Óþarfi að hafa áhyggjur, segir ríkisskattstjóri. "Þetta er ekki þannig að menn lokist inni á þessum fresti,“ segir hann.

Viðskipti innlent