Viðskipti innlent

Hætta á bólumyndun á hlutabréfamarkaði

Gengi hlutabréfavísitölunnar mun hækka um 14 prósent á árinu 2013, fjögur ný félög verða skráð á markað og töluverð hætta er á verðbólu á hlutabréfamarkaði. Þetta eru helstu niðurstöður í spá greiningardeildar Íslandsbanka sem kynnt var í síðustu viku. Strax í kjölfar kynningarinnar jukust viðskipti á hlutabréfamarkaði umtalsvert.

Viðskipti innlent

Davíð Oddsson segir auðlegðarskattinn brjóta gegn stjórnarskrá

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóri, segir að auðlegðarskatturinn sé eignarupptökuskattur og stangist því á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Þetta sagði Davíð í samtali við Björn Bjarnason á ÍNN í kvöld. "Það var lagður á sértakur auðlegðarskattur. Sá skattur er eignarupptökuskattur því menn verða að losa um eignir til þess geta staðið skil á honum,“ sagði Davíð

Viðskipti innlent

Seldu í Icelandair fyrir milljarð

Íslandsbanki seldi í dag 100 milljón hluti í Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum til Kauphallar Íslands. Miðað við gengi bréfa við lokun markaðarins í dag er markaðsvirði hlutarins sem seldur var um 980 milljónir króna. Eftir söluna er heildareignarhlutur Íslandsbanka í Icelandair Group um 7,46%.

Viðskipti innlent

Veiking krónunnar þrátt fyrir höft „alvarleg“

Miklir hagsmunir eru undir ef krónan heldur áfram að veikjast, eins og hún hefur gert að undanförnu. Stjórnarformaður Orkuveitunnar segir afar óheppilegt að búa við þann óstöðugleika sem einkennir gjaldeyrismarkað hér, þrátt fyrir höft, en Orkuveitan er eitt þeirra fyrirtækja sem á mikið undir því að krónan veikist ekki.

Viðskipti innlent

Hlutabréfin hækka og hækka í kauphöllinni

Miklar hækkanir einkenndu viðskipti með hlutabréf í Nasdaq OMX kauphöll Íslands í dag, enn einu sinni á þessu ári. Mest var hækkunin á gengi hlutabréfa Icelandair Group en gengi bréfa félagsins hækkaði um 2,74 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 9,75 og hefur ekki verið hærra frá því félagið var endurskráð á markað, á genginu 2,5 árið 2010.

Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður á 2200 fasteignir

Íbúðalánasjóður átti 2.228 fasteignir um land allt um áramótin og hefur þeim fjölgað um 35 frá því í lok nóvember. Rétt rúmlega helmingur fasteigna sjóðsins var áður í eigu byggingaraðila, fyrirtækja í leiguíbúðarrekstri eða annarra lögaðila eða samtals 1.145 eignir.

Viðskipti innlent

Stöðutaka kostar sjóði tugi milljarða

Lífeyrissjóðirnir hafa samið um uppgjör á gjaldmiðlasamningum sem þeir gerðu við Kaupþing, Glitni og Landsbanka. Viðræður hafa staðið í á fjórða ár. Tapstaðan er yfir 70 milljarðar en tæpur helmingur upphæðarinnar nýtist til skuldajöfnunar.

Viðskipti innlent

Jólaverslunin líflegri en 2011

Jólaverslunin var nokkru meiri fyrir nýliðin jól en árið 2011. Þannig vörðu heimili landsins um 6% meira til matarinnkaupa í desember síðastliðnum en í sama mánuði árið áður. Leiðrétt fyrir áhrifum verðbólgu var aukningin 1,1%.

Viðskipti innlent

Verulegur samdráttur í útlánum ÍLS í fyrra

Verulegur samdráttur var í útlánum Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á síðasta ári miðað við árið á undan. Heildarfjárhæð almennra lána í fyrra nam tæpum 13 milljörðum króna en var 21,5 milljarðar króna á árinu 2011. Þetta er samdráttur upp á rúm 40% milli ára.

Viðskipti innlent

Atvinnuleysið var 5,7%

Atvinnuleysi í desember var 5,7%, samkvæmt tölum á vef Vinnumálastofnunar. Að meðaltali voru 8.958 atvinnulausir og fjölgaði atvinnulausum um 396 að meðaltali frá nóvember eða um 0,3 prósentustig. Að meðaltali var skráð atvinnuleysi á nýliðnu ári 5,8%.

Viðskipti innlent

Fréttaskýring: Ríflega 443 milljóna tap af fjölmiðlarekstri

Rekstur helstu fjölmiðlafyrirtækja landsins gekk upp og ofan á árinu 2011, samkvæmt ársreikningum sem skilað hefur verið til Ársreikningaskrár. Rekstrartölur fjölmiðlafyrirtækja fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir, nema hjá RÚV, þar sem birtar hafa verið rekstrartölur fyrir rekstrarárið 1. september 2011 til 31. ágúst 2012. Síðasta fyrirtækið til þess að skila inn ársreikningi fyrir árið 2011 var Vefpressan sem skilaði ársreikningi fyrir það ár til Ársreikningaskrár 7. janúar sl.

Viðskipti innlent

Upp og niður það sem af er degi

Gengi hlutabréfa hlutabréfa í Nasdaq OMX kauphöll Íslands hefur ýmist lækkað eða hækkað í dag. Mesta hækkunin hefur verið á gengi bréfa Marels, eða um 1,32 prósent og er gengi bréfa félagsins nú 154.

Viðskipti innlent

Ætla að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum

Unnið er með markvissum hætti að eflingu fjármálalæsis í grunn– og framhaldsskólum, að því er segir í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Samtökum fjármálafyrirtækja, en í gær undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Höskuldur Ólafsson ,formaður Samtaka fjármálafyrirtækja, samning um átak og aðgerðir til að efla fjármálalæsi í grunn- og framhaldsskólum.

Viðskipti innlent

Hætt við milljarðakröfur á Stoðir

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að endurákvarða ekki skatta á Stoðir, áður FL Group, vegna vangreiðslna á tekjuskatti. Endurálagningin hefði getað hlaupið á milljörðum króna. Virðisaukaskattsskuld félagsins við ríkið er fyrir dómstólum en öðrum öngum málsi

Viðskipti innlent

Komu í veg fyrir langvarandi deilur fyrir dómstólum

Slitastjórn Kaupþings og sautján íslenskir lífeyrissjóðir hafa náð samkomulagi um uppgjör á afleiðusamningum. Slitastjórn Kaupþings segir að samkomulagið sé mikilvægur áfangi fyrir báða aðila þar sem það eyði óvissu um eignir og skuldir aðila sem að öðrum kosti hefði þurft að útkljá með langvarandi málarekstri fyrir dómstólum.

Viðskipti innlent

Greining Arion spáir Lincoln sigri

Greiningardeild Arion banka spáir Lincoln Óskarsverðlaununum í ár. Þetta er niðurstaða sem bankinn fær eftir að hafa notað sérstaka gerð af reiknilíkani við spá sína. Sú aðferð sem Arion banki beitir byggir á líkani hagfræðingsins Andrew Bernard.

Viðskipti innlent