Viðskipti innlent

Gamli Landsbankinn heitir núna LBI

Þrotabú gamla Landsbankans, eða Landsbanki Íslands hf, hefur fengið nýtt nafn og heitir nú LBI hf. Nafnabreytingin var gerð vegna fyrirmæla Fjármálaeftirlitsins sem taldi að óheimilt væri að hafa orðið banki í heiti fjármálafyrirtækis í slitameðferð með takmarkað starfsleyfi, að því er fram kemur í tilkynningu. Nafnabreyting hefur hvorki áhrif á lagalega stöðu félagsins né starfsemi. Forsvarsmenn þrotabúsins segja að nöfnum nýja Landsbankans og þrotabúsins hafi margoft verið ruglað saman í opinberri umræðu.

Viðskipti innlent

Kaupstefna opnar dyr fyrir íslenska hönnuði erlendis

Erlend hönnunarfyrirtæki eru í vaxandi mæli farin að horfa til Íslands. Stórt norrænt húsgagnahönnunarfyrirtæki er meðal þeirra fyrirtækja sem boðað hafa komu sína á kaupstefnu í tengslum við HönnunarMars, þar sem íslenskum hönnuðum gefst kostur á að kynna vörur sínar fyrir þekktum norrænum hönnuðum.

Viðskipti innlent

Spá verðhjöðnun í janúar

Greiningardeild Arion banka spáir 0,10% lækkun á vísitölu neysluverðs í janúar og að ársverðbólga verði 3,8% samanborið við 4,2% í desember. Útsöluáhrif koma jafnan sterk fram í janúar en á móti þeim áhrifum eru hins vegar almennar gjaldskrárhækkanir.

Viðskipti innlent

Jón Ágúst hættir sem forstjóri Marorku - verður stjórnarformaður

Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, stofnandi Marorku og forstjóri félagsins frá upphafi, hefur tekið við stjórnarformennsku af Þórði Magnússyni, stjórnarformanni Eyris Invest, sem verið hefur stjórnarformaður félagsins frá árinu 2004 en hann situr áfram í stjórn félagsins sem er að öðru leyti óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marorku.

Viðskipti innlent

Gengi Haga féll skarpt eftir uppgjör

Hagar högnuðust um 509 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi rekstrarárs. Afkoman var samt sem áður langt undir afkomuspám IFS og Íslandsbanka. Rauður dagur í Kauphöllinni í gær eftir miklar hækkanir.

Viðskipti innlent

Steingrímur harmar óbilgirni ESB og Norðmanna

Evrópusambandið og Noregur krefjast 90% hlutdeildar í makrílkvótanum sem veiddur verður á þessu ári og að Ísland, Færeyjar og Rússar fái einungis 10% samtals Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, lýsti vonbrigðum með þessa ákvörðun Evrópusambandsins og Norðmanna í yfirlýsingu sem gefin var út í dag.

Viðskipti innlent

Hagnaður Haga nam 2 milljörðum króna

Hagnaður Haga, eftir skatta, á fyrstu níu mánuðum rekstrarársins 2012-2013 nam 2 milljörðum króna eða 3,9% af veltu fyrirtækisins. Hagnaður tímabilsins fyrir skatta nam 2.612 milljónum króna, samanborið við 1.867 milljónum króna árið áður. Árshlutareikningur var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins á stjórnarfundi þann 18. janúar 2013.

Viðskipti innlent

Byggingarkostnaður hækkaði um 0,2%

Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan janúar er 116,0 stig sem er hækkun um 0,2% frá fyrri mánuði. Verð á innfluttu efni hækkaði um 0,3% og verð á innlendu efni hækkaði um 0,3%, að því er segir á vefsíðu Hagstofunnar.

Viðskipti innlent

Hverjir sköruðu fram úr á vefnum árið 2012?

Lesendum Vísis gefst nú kostur á að velja það sem hefur vakið athygli þeirra og aðdáun á vafri þeirra um vefheima síðustu misseri. Fram til 24. janúar verður opið fyrir tilnefningar almennings til Nexpo-vefverðlaunanna á slóðinni visir.is/nexpo. Allir áhugamenn um netið á Íslandi eru hvattir til að láta í sér heyra en tilnefningarnar eru öllum opnar.

Viðskipti innlent

Selur 51% í Iceland

Jóhannes Jónsson hefur selt 51 prósent hlut sinn í fyrirtækinu Ísland-Verslun hf. sem á og rekur matvöruverslanir Iceland hér á landi. Kaupandinn er félag í eigu Árna Péturs Jónssonar en annað félag í hans eigu á hundrað prósent hlut í 10-11.

Viðskipti innlent

Íslandsbanki sagði innistæðu fyrir hækkunum en seldi sjálfur

Sérfræðingar Íslandsbanka sögðu á lokuðum kynningafundi markaðssviðs bankans í síðustu viku, að innistæða væri fyrir hækkun hlutabréfa í íslensku kauphöllinni á næstu misserum, og þá m.a. Icelandair Group. Einnig voru nefnd félögin Hagar og Eimskipafélag Íslands. Bankinn seldi í gær bréf í Icelandair fyrir tæplega milljarð, en fjármálastjórinn, Jón Guðni Ómarsson, segir að ekki hafi verið um hagsmunaárekstra að ræða.

Viðskipti innlent

Verðmæti kjölfestuhlutar í Högum hefur hækkað um sex milljarða

Ríflega sex hundruð milljóna króna viðskipti hafa verið með bréf í Högum í morgun. Þar af voru 24 milljónir bréfa seld á genginu 24,98. Þegar Hagar fóru á markað var útboðsgengið 11 - 13,5 á hlut en áður hafði kjölfestuhlutur verði seldur á genginu 10. Það er því ljóst að verðmæti félagsins hefur næstum tvöfaldast í verði frá því að það var sett á markað.

Viðskipti innlent