Viðskipti innlent

Ákvörðun um framhald kjarasamninga tekin eftir hádegi

Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri SA.
Vilhjálmur Egilsson er framkvæmdastjóri SA. Mynd/ Vilhelm.
Kjarasamningar verða að öllum líkindum framlengdir til 30. nóvember á þessu ári, en samninganefnd Alþýðusambandsins hittir fulltrúa atvinnurekenda á fundi eftir hádegi þar sem tekin verður ákvörðun.

Trúnaðarráð VR, stærsta aðildarfélags ASÍ, samþykkti með miklum meirihluta í gærkvöldi, 43 atkvæðum gegn 2, að framlengja kjarasamninga.

Að öllum líkindum verður því gengið frá samkomulagi ASÍ og SA um framlengingu í dag en til stendur að framlengja þá til 30. nóvember á þessu ári. Mun samninganefnd ASÍ hitta fulltrúa atvinnurekenda á fundi klukkan hálftvö í dag.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í raun fátt geta staðið í vegi fyrir framlengingu samninganna. Upphaflega hafi verið miðað við að kjarasamningarnir stæðu til loka janúar 2014, en gildistíminn var styttur um tvo mánuði.

Vilhjálmur segir að tíminn fram að hausti verði nýttur til að undirbúa næstu kjarasamninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×