Viðskipti innlent

Arion banki lýkur skuldabréfaútboði

Arion banki hefur lokið þriðja útboði bankans á sértryggðum skuldabréfum sem eru óverðtryggð.

Alls voru seld skuldabréf til fagfjárfesta fyrir 1.820 milljónir kr. að nafnvirði í skuldabréfaflokknum Arion CB 15. Stærð flokksins eftir stækkun er rúmlega 4,3 milljarðar.

Stefnt er að því að skuldabréfin verði tekin til viðskipta Í Kauphöllinni í þessum mánuði. Skuldabréfin bera 6,50% óverðtryggða vexti og eru á lokagjalddaga árið 2015, að því er segir í tilkynningu um útboðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×