Viðskipti innlent Tómas Hrafn í eigandahóp Málflutningsstofu Reykjavíkur Tómas Hrafn Sveinsson héraðsdómslögmaður hefur gengið í eigendahóp Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá Landslögum - lögfræðistofu. Tómas útskrifaðist með cand. juris gráðu frá Háskóla Íslands með 1. einkunn árið 2006, fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2007. Viðskipti innlent 11.2.2013 14:23 Skuldir Aurum Holding niðurfærðar fyrir sölu Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Viðskipti innlent 11.2.2013 11:18 Róttækar aðgerðir þarf til að hindra annað hrun á Íslandi Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að annað hrun sé óumflýjanlegt fyrir Ísland, nema komi til róttækra aðgerða við afnám gjaldeyrishaftanna. Núverandi fyrirkomulag gjaldeyrisuppboða Seðlabankans feli í raun í sér endurlífgun vaxtamunaviðskiptanna, sem leiddu til aflandskrónuvandans. Sá vandi nemur yfir 400 milljörðum króna í dag. Viðskipti innlent 11.2.2013 09:04 Gjaldeyrishöftin hindra hækkun á lánshæfiseinkunn Íslands Gjaldeyrishöftin eru helsta ástæðan fyrir því að lánshæfiseinkunn Íslands hækkar ekki hjá stóru matsfyrirtækjunum þremur. Viðskipti innlent 11.2.2013 06:19 Þorbjörn Guðmundsson: Málið dregur úr trúverðugleika lífeyrissjóðakerfisins Dómsmál á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem hagnaðist um 600 milljónir á gjaldeyrisviðskiptum samhliða störfum sínum fyrir sjóðfélaga, er ekki einsdæmi, en embætti sérstaks saksóknara hefur fleiri sambærileg mál til rannsóknar. Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnar og stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða, segir að máli dragi úr trúverðugleika lífeyriskerfisins, en breytingar á verklagsreglum eftir hrun eigi að koma í veg fyrir að starfsmenn lífeyrissjóða stundi stórfelld viðskipti á markaði meðfram störfum sínum fyrir sjóðfélaga. Viðskipti innlent 10.2.2013 18:30 Mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi Ferðamönnum á Norðurlandi hefur fjölgað mikið milli ára, en í desember 2012 voru gistnætur á hótelum í landshlutanum 60 prósent fleiri en árið á undan. Hótelstjóri Icelandair hotel Akureyri, segir mikil tækifæri í því fólgin að efla ferðaþjónustu yfir vetrartímann á Norðurlandi. Viðskipti innlent 10.2.2013 12:44 Hilmar Veigar hlaut UT verðlaun Ský 2013 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP, hlaut í dag UT verðlaun Ský 2013. "Hilmar er einn þeirra sem hefur komið að og hvatt til hugmyndaauðgi í sprotastarfsemi og þannig tekið þátt í vexti tölvuleikjaiðnaðar á Íslandi og aðstoðað þar sem þeir hafa getað," segir í rökstuðningi valnefndar. Viðskipti innlent 8.2.2013 19:58 Sigurður bætir við eign sína í Icelandair Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, jók í dag við hlutafjáreign sína í Icelandair er hann keypti bréf í félaginu fyrir 42,2 milljónir króna. Í flöggun til Nasdaq OMX Kauphallar Íslands segir að Sigurður hafi keypt fjórar milljónir hluta á genginu 10,55 og á eftir kaupin um 14 milljónir hluta í Icelandair. Viðskipti innlent 8.2.2013 17:18 Gengi bréfa Icelandair Group búið að fjórfaldast Gengi bréfa Icelandair Group er komið yfir 10 eftir að það hækkaði um 2,52 prósent í viðskiptum dagsins í dag. Gengi bréfa félagsins hefur því ríflega fjórfaldast á ríflega tveimur árum, en þegar Icelandair var endurskráð á markað, árið 2010, var skráningargengið 2,5. Gengi bréfa Icelandair er nú 10,57. Viðskipti innlent 8.2.2013 17:07 Kaupþing og Al Thani ná samkomulagi Kaupþing og Sheikh Mohammed Bin Khalifa Bin Hamad Al Thani og tengdir aðilar hafa náð samkomulagi um uppgjör sín á milli. Bankinn mun því hætta öllum málarekstri gegn Al Thani. Viðskipti innlent 8.2.2013 17:04 Fullyrða að sjóðurinn hafi ekki komið nálægt brotunum Forsvarsmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fullyrða að sjóðurinn, stjórnendur hans eða aðrir starfsmenn eigi enga aðild að máli þar sem fyrrverandi starfsmaður sjóðsins hefur verið ákærður fyrir stórfellt skattalagabrot. Umræddur maður er grunaður um að hafa svikist um greiðslu á 60 milljónum króna í skatt. Ákæra sérstaks saksóknara var þingfest í dag. Viðskipti innlent 8.2.2013 14:16 Launin „út úr korti“ - málaferli beinast aðeins að Glitni Stjórnarmaður í Samtökum landssamtaka lífeyrissjóðanna segist telja laun slitastjórnarmanna í þrotabúum föllnu bankanna út úr öllu korti, en lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar í bú Glitnis teldu að slitastjórn Glitnis hefði ofgreitt sér ríflega 400 milljónir króna í laun fyrir störf sín og sinna fyrirtækja fyrir þrotabú bankans. Viðskipti innlent 8.2.2013 12:00 Kópavogur semur um endurfjármögnun á erlendu láni Kópavogsbær hefur gert samkomulag við Lánasjóð sveitarfélaga um 5 milljarða kr. lán til að endurfjármagna lán við Dexia Local Crédit upp á 35 milljónir evra sem er á gjalddaga í maí 2013. Viðskipti innlent 8.2.2013 10:18 Skuldatryggingaálag Íslands það lægsta frá ársbyrjun 2008 Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands er nú komið niður í 160 punkta og hefur ekki verið lægra síðan í upphafi ársins 2008. Viðskipti innlent 8.2.2013 09:36 Gengisfall krónunnar bætir hag lífeyrissjóðanna Gengisfall krónunnar er meðal þeirra þátta sem gerðu það að verkum að eignir lífeyrissjóðanna jukust um rúma 53 milljarða króna í desember. Þetta er mesta aukning eignanna í einum mánuði á síðustu tveimur árum. Viðskipti innlent 8.2.2013 08:21 Moody´s: Jákvæð þróun í efnahagsmálum Íslands Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfunum á Baa3 lánshæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 8.2.2013 07:09 Spáir að flugumferð um Keflavíkurflugvöll aukist um 10% í sumar Isavia gerir ráð fyrir að umsvif um Keflavíkurflugvöll muni aukast um tíu prósent í sumar samanborið við síðasta sumar. Viðskipti innlent 8.2.2013 06:41 Mesti hagnaður í sögu Icelandair, borgar 1,5 milljarð í arð Icelandair skilaði mesta hagnaði í sögu félagsins á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 57,4 milljónum dollara eða um 7,4 milljörðum króna fyrir skatta. Viðskipti innlent 8.2.2013 06:25 Seðlabankinn lækkar fjárhæðir í útboðum sínum Í ljósi reynslu af framkvæmd gjaldeyrisútboða Seðlabankans og með tilliti til opinberrar umræðu að undanförnu um lágmarksfjárhæðir í útboðunum hefur verið ákveðið að lækka fjárhæðirnar í næstu útboðum sem verða í mars. Viðskipti innlent 8.2.2013 06:20 Jón Ásgeir fagnar endalokum Baugsmálsins "Ég get ekki annað en fagnað í dag þegar Baugsmálinu lýkur loks eftir 11 ára málaferli. Það er í sjálfu sér ákveðinn sigur fyrir okkur. Stórglæpurinn fannst ekki og enginn fer í fangelsi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var aðaleigandi Baugs. Viðskipti innlent 7.2.2013 19:10 Jón Ásgeir greiðir 62 milljóna króna sekt Jón Ásgeir Jóhannesson var í Hæstarétti í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot tengt Baugsmálinu. Hann var líka dæmdur til að greiða 62ja milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna málsins. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 32ja milljóna króna sektar. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var dæmd i þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Viðskipti innlent 7.2.2013 16:33 Bankarnir herða sultarólina Talsmenn stóru bankanna þriggja segja ljóst að ná þurfi rekstrarkostnaði þeirra niður, en samkvæmt nýútkominni skýrslu Samkeppniseftirlitsins jókst kostnaðurinn um ellefu milljarða króna á milli áranna 2011 og 2012. Viðskipti innlent 7.2.2013 16:32 Afnema sjálfvirk áhrif verðbólgu Meðal kosta nýja húsnæðislánakerfisins sem ASÍ kynnti í dag er að sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól eftirstöðva lánsins verða afnumin og áhættunni af lántökunni er deilt milli fjármagnseigenda og lántaka með sanngjarnari hætti en nú er. ASÍ kynnti kerfið á blaðamannafundi klukkan eitt í dag. Eins og greint var frá á Vísi byggir kerfið að danskri fyrirmynd. Viðskipti innlent 7.2.2013 15:35 Mál Hannesar gegn slitastjórn tekið fyrir í dag Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefur stefnt slitastjórn Glitnis vegna málsóknar slitastjórnarinnar á hendur Hannesi, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Lárusi Welding og fleirum fyrir dómstól í New York. Málið var höfðað vorið 2010 en dómari í New York vísaði því frá þar sem það heyrði ekki undir dóminn. Viðskipti innlent 7.2.2013 14:40 DUST 514 orrusta í Hörpu Tölvuleikjaframleiðandinn CCP efnir til orrustu í Norðurljósasal Hörpu dagana 8. til 9. febrúar. Þar gefst gestum tækifæri á að prófa nýjustu afurð fyrirtækisins, skotleikinn DUST 514, sem nýlega var gerður aðgengilegur almenningi í svokallaðri Beta prufuútgáfu. Viðskipti innlent 7.2.2013 13:34 Funda með AGS í Washington Nefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundar nú með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Fulltrúar úr stjórnmálaflokkum skipa nefndina en formaður hennar er Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur. Viðskipti innlent 7.2.2013 13:22 Ísfélagið ætlar líka að taka þvagsýni Ísfélagið í Vestmannaeyjum og fleiri atvinnuveitendur í bænum, ætlar að fara að fordæmi vinnslustöðvarinnar og taka þvagsýni af starfsmönnum til að kanna hvort þar eru leifar af fíkniefnum. Þetta kemur fram í viðtali við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Eyjafréttum. Þá telur hann líkur á að íþróttafélög leiti sömu leiða. Hann átti nýverið fund með hópi heimafólks um þennan vanda, sem ekki er talinn meiri í Eyjum en annarsstaðar, en þar séu hinsvegar góð skilyrði til að taka á honum.- Viðskipti innlent 7.2.2013 11:14 Kynna hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi Alþýðusamband Íslands ætlar að kynna hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi á Íslandi á blaðamannafundi í dag. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd. Í tilkynningu frá ASÍ segir að húsnæðislánakerfið þar í landi hafi verið sett á fót fyrir rúmum 200 árum og hefur á þeim tíma staðið óhaggað af sér kreppur, styrjaldir og önnur áföll. Vísir verður á staðnum og ætlar að segja frá fundinum í sérstakri Twitter lýsingu. Það er Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem mun kynna hugmyndirnar en þær hafa verið í mótun í um það bil ár. Viðskipti innlent 7.2.2013 11:05 Kaupsamningum um fasteignir fjölgar um 30% milli ára í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í janúar s.l. var 485. Heildarvelta nam 15,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32 milljónir króna. Viðskipti innlent 7.2.2013 09:45 Alvogen kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur keypt rúmenska samheitalyfjafyrirtækið Labormed. Kaupin eru mikilvægur áfangi fyrir uppbyggingu Alvogen í Mið- og Austur Evrópu en Labormed er eitt af stærstu samheitalyfjafyrirtækjum Rúmeníu. Starfsemi Alvogen nær nú til um 25 landa og starfsmenn félagsins eru 1700, þar af 400 í Rúmeníu og 20 á Íslandi. Alvogen gefur kaupverð fyrirtækisins ekki upp. Viðskipti innlent 7.2.2013 09:35 « ‹ ›
Tómas Hrafn í eigandahóp Málflutningsstofu Reykjavíkur Tómas Hrafn Sveinsson héraðsdómslögmaður hefur gengið í eigendahóp Málflutningsstofu Reykjavíkur. Hann hefur undanfarin ár starfað hjá Landslögum - lögfræðistofu. Tómas útskrifaðist með cand. juris gráðu frá Háskóla Íslands með 1. einkunn árið 2006, fékk málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi 2007. Viðskipti innlent 11.2.2013 14:23
Skuldir Aurum Holding niðurfærðar fyrir sölu Ákæra á hendur Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur fyrrverandi starfsmönnum Glitnis í svokölluðu Aurum Holding máli var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Viðskipti innlent 11.2.2013 11:18
Róttækar aðgerðir þarf til að hindra annað hrun á Íslandi Í frétt á Bloomberg fréttaveitunni segir að annað hrun sé óumflýjanlegt fyrir Ísland, nema komi til róttækra aðgerða við afnám gjaldeyrishaftanna. Núverandi fyrirkomulag gjaldeyrisuppboða Seðlabankans feli í raun í sér endurlífgun vaxtamunaviðskiptanna, sem leiddu til aflandskrónuvandans. Sá vandi nemur yfir 400 milljörðum króna í dag. Viðskipti innlent 11.2.2013 09:04
Gjaldeyrishöftin hindra hækkun á lánshæfiseinkunn Íslands Gjaldeyrishöftin eru helsta ástæðan fyrir því að lánshæfiseinkunn Íslands hækkar ekki hjá stóru matsfyrirtækjunum þremur. Viðskipti innlent 11.2.2013 06:19
Þorbjörn Guðmundsson: Málið dregur úr trúverðugleika lífeyrissjóðakerfisins Dómsmál á hendur fyrrverandi starfsmanni Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem hagnaðist um 600 milljónir á gjaldeyrisviðskiptum samhliða störfum sínum fyrir sjóðfélaga, er ekki einsdæmi, en embætti sérstaks saksóknara hefur fleiri sambærileg mál til rannsóknar. Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samiðnar og stjórnarmaður í Landssamtökum lífeyrissjóða, segir að máli dragi úr trúverðugleika lífeyriskerfisins, en breytingar á verklagsreglum eftir hrun eigi að koma í veg fyrir að starfsmenn lífeyrissjóða stundi stórfelld viðskipti á markaði meðfram störfum sínum fyrir sjóðfélaga. Viðskipti innlent 10.2.2013 18:30
Mikil tækifæri í ferðaþjónustu á Norðurlandi Ferðamönnum á Norðurlandi hefur fjölgað mikið milli ára, en í desember 2012 voru gistnætur á hótelum í landshlutanum 60 prósent fleiri en árið á undan. Hótelstjóri Icelandair hotel Akureyri, segir mikil tækifæri í því fólgin að efla ferðaþjónustu yfir vetrartímann á Norðurlandi. Viðskipti innlent 10.2.2013 12:44
Hilmar Veigar hlaut UT verðlaun Ský 2013 Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP, hlaut í dag UT verðlaun Ský 2013. "Hilmar er einn þeirra sem hefur komið að og hvatt til hugmyndaauðgi í sprotastarfsemi og þannig tekið þátt í vexti tölvuleikjaiðnaðar á Íslandi og aðstoðað þar sem þeir hafa getað," segir í rökstuðningi valnefndar. Viðskipti innlent 8.2.2013 19:58
Sigurður bætir við eign sína í Icelandair Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, jók í dag við hlutafjáreign sína í Icelandair er hann keypti bréf í félaginu fyrir 42,2 milljónir króna. Í flöggun til Nasdaq OMX Kauphallar Íslands segir að Sigurður hafi keypt fjórar milljónir hluta á genginu 10,55 og á eftir kaupin um 14 milljónir hluta í Icelandair. Viðskipti innlent 8.2.2013 17:18
Gengi bréfa Icelandair Group búið að fjórfaldast Gengi bréfa Icelandair Group er komið yfir 10 eftir að það hækkaði um 2,52 prósent í viðskiptum dagsins í dag. Gengi bréfa félagsins hefur því ríflega fjórfaldast á ríflega tveimur árum, en þegar Icelandair var endurskráð á markað, árið 2010, var skráningargengið 2,5. Gengi bréfa Icelandair er nú 10,57. Viðskipti innlent 8.2.2013 17:07
Kaupþing og Al Thani ná samkomulagi Kaupþing og Sheikh Mohammed Bin Khalifa Bin Hamad Al Thani og tengdir aðilar hafa náð samkomulagi um uppgjör sín á milli. Bankinn mun því hætta öllum málarekstri gegn Al Thani. Viðskipti innlent 8.2.2013 17:04
Fullyrða að sjóðurinn hafi ekki komið nálægt brotunum Forsvarsmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fullyrða að sjóðurinn, stjórnendur hans eða aðrir starfsmenn eigi enga aðild að máli þar sem fyrrverandi starfsmaður sjóðsins hefur verið ákærður fyrir stórfellt skattalagabrot. Umræddur maður er grunaður um að hafa svikist um greiðslu á 60 milljónum króna í skatt. Ákæra sérstaks saksóknara var þingfest í dag. Viðskipti innlent 8.2.2013 14:16
Launin „út úr korti“ - málaferli beinast aðeins að Glitni Stjórnarmaður í Samtökum landssamtaka lífeyrissjóðanna segist telja laun slitastjórnarmanna í þrotabúum föllnu bankanna út úr öllu korti, en lífeyrissjóðir sem eru kröfuhafar í bú Glitnis teldu að slitastjórn Glitnis hefði ofgreitt sér ríflega 400 milljónir króna í laun fyrir störf sín og sinna fyrirtækja fyrir þrotabú bankans. Viðskipti innlent 8.2.2013 12:00
Kópavogur semur um endurfjármögnun á erlendu láni Kópavogsbær hefur gert samkomulag við Lánasjóð sveitarfélaga um 5 milljarða kr. lán til að endurfjármagna lán við Dexia Local Crédit upp á 35 milljónir evra sem er á gjalddaga í maí 2013. Viðskipti innlent 8.2.2013 10:18
Skuldatryggingaálag Íslands það lægsta frá ársbyrjun 2008 Skuldatryggingaálagið á ríkissjóð Íslands er nú komið niður í 160 punkta og hefur ekki verið lægra síðan í upphafi ársins 2008. Viðskipti innlent 8.2.2013 09:36
Gengisfall krónunnar bætir hag lífeyrissjóðanna Gengisfall krónunnar er meðal þeirra þátta sem gerðu það að verkum að eignir lífeyrissjóðanna jukust um rúma 53 milljarða króna í desember. Þetta er mesta aukning eignanna í einum mánuði á síðustu tveimur árum. Viðskipti innlent 8.2.2013 08:21
Moody´s: Jákvæð þróun í efnahagsmálum Íslands Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfunum á Baa3 lánshæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands. Viðskipti innlent 8.2.2013 07:09
Spáir að flugumferð um Keflavíkurflugvöll aukist um 10% í sumar Isavia gerir ráð fyrir að umsvif um Keflavíkurflugvöll muni aukast um tíu prósent í sumar samanborið við síðasta sumar. Viðskipti innlent 8.2.2013 06:41
Mesti hagnaður í sögu Icelandair, borgar 1,5 milljarð í arð Icelandair skilaði mesta hagnaði í sögu félagsins á síðasta ári. Hagnaðurinn nam 57,4 milljónum dollara eða um 7,4 milljörðum króna fyrir skatta. Viðskipti innlent 8.2.2013 06:25
Seðlabankinn lækkar fjárhæðir í útboðum sínum Í ljósi reynslu af framkvæmd gjaldeyrisútboða Seðlabankans og með tilliti til opinberrar umræðu að undanförnu um lágmarksfjárhæðir í útboðunum hefur verið ákveðið að lækka fjárhæðirnar í næstu útboðum sem verða í mars. Viðskipti innlent 8.2.2013 06:20
Jón Ásgeir fagnar endalokum Baugsmálsins "Ég get ekki annað en fagnað í dag þegar Baugsmálinu lýkur loks eftir 11 ára málaferli. Það er í sjálfu sér ákveðinn sigur fyrir okkur. Stórglæpurinn fannst ekki og enginn fer í fangelsi,“ segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var aðaleigandi Baugs. Viðskipti innlent 7.2.2013 19:10
Jón Ásgeir greiðir 62 milljóna króna sekt Jón Ásgeir Jóhannesson var í Hæstarétti í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot tengt Baugsmálinu. Hann var líka dæmdur til að greiða 62ja milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna málsins. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 32ja milljóna króna sektar. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var dæmd i þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Viðskipti innlent 7.2.2013 16:33
Bankarnir herða sultarólina Talsmenn stóru bankanna þriggja segja ljóst að ná þurfi rekstrarkostnaði þeirra niður, en samkvæmt nýútkominni skýrslu Samkeppniseftirlitsins jókst kostnaðurinn um ellefu milljarða króna á milli áranna 2011 og 2012. Viðskipti innlent 7.2.2013 16:32
Afnema sjálfvirk áhrif verðbólgu Meðal kosta nýja húsnæðislánakerfisins sem ASÍ kynnti í dag er að sjálfvirk áhrif verðbólgu á höfuðstól eftirstöðva lánsins verða afnumin og áhættunni af lántökunni er deilt milli fjármagnseigenda og lántaka með sanngjarnari hætti en nú er. ASÍ kynnti kerfið á blaðamannafundi klukkan eitt í dag. Eins og greint var frá á Vísi byggir kerfið að danskri fyrirmynd. Viðskipti innlent 7.2.2013 15:35
Mál Hannesar gegn slitastjórn tekið fyrir í dag Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, hefur stefnt slitastjórn Glitnis vegna málsóknar slitastjórnarinnar á hendur Hannesi, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Lárusi Welding og fleirum fyrir dómstól í New York. Málið var höfðað vorið 2010 en dómari í New York vísaði því frá þar sem það heyrði ekki undir dóminn. Viðskipti innlent 7.2.2013 14:40
DUST 514 orrusta í Hörpu Tölvuleikjaframleiðandinn CCP efnir til orrustu í Norðurljósasal Hörpu dagana 8. til 9. febrúar. Þar gefst gestum tækifæri á að prófa nýjustu afurð fyrirtækisins, skotleikinn DUST 514, sem nýlega var gerður aðgengilegur almenningi í svokallaðri Beta prufuútgáfu. Viðskipti innlent 7.2.2013 13:34
Funda með AGS í Washington Nefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundar nú með fulltrúum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Fulltrúar úr stjórnmálaflokkum skipa nefndina en formaður hennar er Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur. Viðskipti innlent 7.2.2013 13:22
Ísfélagið ætlar líka að taka þvagsýni Ísfélagið í Vestmannaeyjum og fleiri atvinnuveitendur í bænum, ætlar að fara að fordæmi vinnslustöðvarinnar og taka þvagsýni af starfsmönnum til að kanna hvort þar eru leifar af fíkniefnum. Þetta kemur fram í viðtali við Elliða Vignisson bæjarstjóra í Eyjafréttum. Þá telur hann líkur á að íþróttafélög leiti sömu leiða. Hann átti nýverið fund með hópi heimafólks um þennan vanda, sem ekki er talinn meiri í Eyjum en annarsstaðar, en þar séu hinsvegar góð skilyrði til að taka á honum.- Viðskipti innlent 7.2.2013 11:14
Kynna hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi Alþýðusamband Íslands ætlar að kynna hugmyndir að nýju húsnæðislánakerfi á Íslandi á blaðamannafundi í dag. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd. Í tilkynningu frá ASÍ segir að húsnæðislánakerfið þar í landi hafi verið sett á fót fyrir rúmum 200 árum og hefur á þeim tíma staðið óhaggað af sér kreppur, styrjaldir og önnur áföll. Vísir verður á staðnum og ætlar að segja frá fundinum í sérstakri Twitter lýsingu. Það er Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sem mun kynna hugmyndirnar en þær hafa verið í mótun í um það bil ár. Viðskipti innlent 7.2.2013 11:05
Kaupsamningum um fasteignir fjölgar um 30% milli ára í borginni Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í janúar s.l. var 485. Heildarvelta nam 15,5 milljörðum króna og meðalupphæð á hvern kaupsamning var 32 milljónir króna. Viðskipti innlent 7.2.2013 09:45
Alvogen kaupir rúmenskt lyfjafyrirtæki Lyfjafyrirtækið Alvogen hefur keypt rúmenska samheitalyfjafyrirtækið Labormed. Kaupin eru mikilvægur áfangi fyrir uppbyggingu Alvogen í Mið- og Austur Evrópu en Labormed er eitt af stærstu samheitalyfjafyrirtækjum Rúmeníu. Starfsemi Alvogen nær nú til um 25 landa og starfsmenn félagsins eru 1700, þar af 400 í Rúmeníu og 20 á Íslandi. Alvogen gefur kaupverð fyrirtækisins ekki upp. Viðskipti innlent 7.2.2013 09:35