Viðskipti innlent

Moody´s: Jákvæð þróun í efnahagsmálum Íslands

Matsfyrirtækið Moody's hefur breytt horfunum á Baa3 lánshæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum í stöðugar. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabanka Íslands.

Ákvörðun Moody's um að setja horfurnar aftur í stöðugar, byggir á því dregið hefur úr þeirri áhættu sem fylgdi úrskurði EFTA-dómstólsins í Icesavemálinu í janúar. Sá úrskurður leggst á sveif með öðrum jákvæðum þáttum í þróuninni á Íslandi síðastliðna 12 mánuði að mati fyrirtækisins.

Þá er einkum horft til batnandi stöðu ríkisfjármála sem sýni að samdráttarskeiðinu í íslensku efnahagslífi sé lokið og að hagvöxtur verði þokkarlegur á þessu ári eða 2,5% að mati Moody´s.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×