Viðskipti innlent

Kaupþing og Al Thani ná samkomulagi

Kaupþing og Sheikh Mohammed Bin Khalifa Bin Hamad Al Thani og tengdir aðilar hafa náð samkomulagi um uppgjör sín á milli. Bankinn mun því hætta öllum málarekstri gegn Al Thani.

Á vefsvæði Kaupþings kemur fram að samkomulagið sé viðskiptalegs eðlis og feli ekki sér viðurkenningu aðila á bótaskyldu.

„Samkomulagið er heildaruppgjör á milli aðila, og felur meðal annars í sér að Kaupþing hættir málarekstri gegn Sheikh Mohammed Bin Khalifa Bin Hamad Al Thani fyrir íslenskum dómstólum," segir á vef bankans.

Ekkert verður gefið upp um skilmála samkomulagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×