Viðskipti innlent

Kópavogur semur um endurfjármögnun á erlendu láni

Kópavogsbær hefur gert samkomulag við Lánasjóð sveitarfélaga um 5 milljarða kr. lán til að endurfjármagna lán við Dexia Local Crédit upp á 35 milljónir evra sem er á gjalddaga í maí 2013.

Mismuninn, eða rúmlega milljarða kr. mun bærinn greiða með handbæru fé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur einnig fram að Kópavogsbær hafi að undanförnu einnig unnið að skammtíma framlengingu og/eða fjármögnun á hluta af Dexia-láninu til að dreifa kaupum á gjaldeyri fram á haustið. Á þessu stigi er reiknað með jákvæðri niðurstöðu úr þeirri vinnu.

Bærinn hefur einnig gert upp erlenda lánalínu við innlendan banka að fjárhæð um 2,7 milljarðar kr. Þetta lán var endurfjármagnað með láni frá sama banka í íslenskum krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×