Viðskipti innlent

Sigurður bætir við eign sína í Icelandair

Magnús Halldórsson skrifar
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group.
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group.
Sigurður Helgason, stjórnarformaður Icelandair Group, jók í dag við hlutafjáreign sína í Icelandair er hann keypti bréf í félaginu fyrir 42,2 milljónir króna. Í flöggun til Nasdaq OMX Kauphallar Íslands segir að Sigurður hafi keypt fjórar milljónir hluta á genginu 10,55 og á eftir kaupin um 14 milljónir hluta í Icelandair.

Eins og sjá má hér, á markaðsupplýsingavef Vísis, er gengi bréfa Icelandair nú 10,57. Eign Sigurðar í Icelandair er tæplega 150 milljóna króna virði samkvæmt því gengi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×