Viðskipti innlent

Gjaldeyrishöftin hindra hækkun á lánshæfiseinkunn Íslands

Gjaldeyrishöftin eru helsta ástæðan fyrir því að lánshæfiseinkunn Íslands hækkar ekki hjá stóru matsfyrirtækjunum þremur.

Matsfyrirtækið Moody´s tilkynnti í fyrir helgi að það hefði breytt lánshæfiseinkunn Íslands úr neikvæðum horfum og yfir í stöðugar. Eftir sem áður er lánshæfiseinkunn aðeins einu þrepi fyrir ofan ruslflokk. Það mun ekki breytast meðan gjaldeyrishöftin eru við lýði.

Greining Íslandsbanka ræðir þennan punkt í nýju áliti Moody´s sem fylgdi með síðustu ákvörðun þeirra. Þar kemur fram að það séu einna helst gjaldeyrishöftin sem standa lánshæfismati Íslands fyrir þrifum, sem og hættan á að lausatök verði á ríkisfjármálum.

Moody´s myndi hugleiða að lækka lánshæfiseinkunnir Íslands ef útlit væri fyrir að aflétting haftanna myndi leiða til mikils eða snöggs fjármagnsflæðis úr landi, sem aftur myndi veikja gengi krónunnar með neikvæðum afleiðingum fyrir íslenska hagkerfið.

Á móti myndi Moody´s hugleiða að hækka einkunnina ef það tækist að afnema gjaldeyrishöftin farsællega og ef opinberar skuldir myndu lækka verulega. Þetta eru sömu þættir og matsfyrirtækin Fitch Ratings og S&P hafa lagt áherslu á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×