Viðskipti innlent

DUST 514 orrusta í Hörpu

MYND/CCP
Tölvuleikjaframleiðandinn CCP efnir til orrustu í Norðurljósasal Hörpu dagana 8. til 9. febrúar. Þar gefst gestum tækifæri á að prófa nýjustu afurð fyrirtækisins, skotleikinn DUST 514, sem nýlega var gerður aðgengilegur almenningi í svokallaðri Beta prufuútgáfu.

Nokkrir heppnir einstaklingar sem koma og taka þátt í orrustunni eiga möguleika á að vinna leikjatölvu PS3. Aðgagnseyrir er engin og eru allir velkomnir. Börn yngri en 16 ára verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Uppákoman er hluti af UTmessunni sem fer fram í Hörpu þessa sömu daga. UTmessan er einn stærsti viðburður ársins í tölvugeiranum hér á landi og er tilgangur hans, ekki síst að sýna almenningi hversu stór og umfangsmikil þessi grein er orðin á Íslandi.

Mörg helstu tölvu- og tæknifyrirtæki landsins kynna þar starfsemi sína, með einum eða öðrum hætti. CCP er einn af bakhjörlum UTmessunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×