Jón Ásgeir fagnar endalokum Baugsmálsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. febrúar 2013 19:10 Jón Ásgeir Jóhannesson gagnrýnir ákæruvaldið harðlega. „Ég get ekki annað en fagnað í dag þegar Baugsmálinu lýkur loks eftir 11 ára málaferli. Það er í sjálfu sér ákveðinn sigur fyrir okkur. Stórglæpurinn fannst ekki og enginn fer í fangelsi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var aðaleigandi Baugs. Hann var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna skattahluta Baugsmálsins og til að greiða 62 milljónir í sekt. Tryggvi Jónsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og greiðir 32 milljónir í sekt. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns, var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Ásgeir segir, í yfirlýsingu til fjölmiðla, að Baugsmálið sé sneypuför ákæruvaldsins sem hafi kostað samfélagið hundruð milljóna sem það fái aldrei til baka. „Sektin sem við greiðum eru smámunir miðað við þá upphæð sem allt þetta rugl ákæruvaldsins hefur kostað íslenskt samfélag. Hæstiréttur fordæmdi bæði dráttinn á rannsókn ákæruvaldsins auk meðferðar Héraðsdóms á málinu og það segir sína sögu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að það sé skelfilegt að í þróuðu réttarríki séu viðvaningsleg vinnubrögð saksóknara í landinu með þeim hætti að málaferli séu rekin áfram af tilfinningalegri heift til einstaklinga og fyrirtækja en ekki á hreinum forsendum réttlætisins. Í rúman áratug hafi ákæruvaldið haldið því fram að hér væri slíkur stórglæpur á ferð að 6 ára fangelsi væri í raun of lítill dómur. Útkoman sé í raun áfellisdómur yfir ákæruvaldinu og lagalegri þekkingu þeirra einstaklinga sem hafi rekið málið, saksóknara og starfsmönnum hans. Ákæruvaldið hafi aldrei lagt eins mikið undir í neinu máli og í Baugsmálinu og aldrei borið eins lítið úr bítum. Þessu máli sé þó ekki alveg lokið því hann muni áfram reka mál sitt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og vonar að þar muni réttlætinu verða fullnægt. „Mér finnst merkilegt við þennan dóm að ekki sé hægt að treysta á vinnu sérfræðinga við gerð skattskila fyrirtækja. Í málinu lá fyrir að gerð voru sérfræðimistök við framtalsgerð, sem ég bar ekki ábygð á, en er með dómnum látinn sæta ábyrgð fyrir vinnu sérfræðinga sem unnu fyrir mig. Ég held að allir framkvæmdastjórar og stjórnarmenn landsins muni hugsa stöðu sína í framhaldi af þessum dómi," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að sig hafi verið farið að gruna að ekki væri allt með felldu í Hæstarétti, þegar þeir hafi kveðið upp þann dóm um daginn að Björn Bjarnason þyrfti ekki að greiða sér miskabætur, þrátt fyrir að hann hefði brotið gegn hegningarlögum og ummæli hans verið dæmd dauð og ómerk. Slíkur dómur hafi aldrei áður verið kveðinn upp hér á landi. „Já það er munur að heita Jón eða Jón Ásgeir," segir hann að lokum. Tengdar fréttir Jón Ásgeir greiðir 62 milljóna króna sekt Jón Ásgeir Jóhannesson var í Hæstarétti í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot tengt Baugsmálinu. Hann var líka dæmdur til að greiða 62ja milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna málsins. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 32ja milljóna króna sektar. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var dæmd i þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 7. febrúar 2013 16:33 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
„Ég get ekki annað en fagnað í dag þegar Baugsmálinu lýkur loks eftir 11 ára málaferli. Það er í sjálfu sér ákveðinn sigur fyrir okkur. Stórglæpurinn fannst ekki og enginn fer í fangelsi," segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var aðaleigandi Baugs. Hann var í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi vegna skattahluta Baugsmálsins og til að greiða 62 milljónir í sekt. Tryggvi Jónsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og greiðir 32 milljónir í sekt. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns, var dæmd í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Jón Ásgeir segir, í yfirlýsingu til fjölmiðla, að Baugsmálið sé sneypuför ákæruvaldsins sem hafi kostað samfélagið hundruð milljóna sem það fái aldrei til baka. „Sektin sem við greiðum eru smámunir miðað við þá upphæð sem allt þetta rugl ákæruvaldsins hefur kostað íslenskt samfélag. Hæstiréttur fordæmdi bæði dráttinn á rannsókn ákæruvaldsins auk meðferðar Héraðsdóms á málinu og það segir sína sögu," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að það sé skelfilegt að í þróuðu réttarríki séu viðvaningsleg vinnubrögð saksóknara í landinu með þeim hætti að málaferli séu rekin áfram af tilfinningalegri heift til einstaklinga og fyrirtækja en ekki á hreinum forsendum réttlætisins. Í rúman áratug hafi ákæruvaldið haldið því fram að hér væri slíkur stórglæpur á ferð að 6 ára fangelsi væri í raun of lítill dómur. Útkoman sé í raun áfellisdómur yfir ákæruvaldinu og lagalegri þekkingu þeirra einstaklinga sem hafi rekið málið, saksóknara og starfsmönnum hans. Ákæruvaldið hafi aldrei lagt eins mikið undir í neinu máli og í Baugsmálinu og aldrei borið eins lítið úr bítum. Þessu máli sé þó ekki alveg lokið því hann muni áfram reka mál sitt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og vonar að þar muni réttlætinu verða fullnægt. „Mér finnst merkilegt við þennan dóm að ekki sé hægt að treysta á vinnu sérfræðinga við gerð skattskila fyrirtækja. Í málinu lá fyrir að gerð voru sérfræðimistök við framtalsgerð, sem ég bar ekki ábygð á, en er með dómnum látinn sæta ábyrgð fyrir vinnu sérfræðinga sem unnu fyrir mig. Ég held að allir framkvæmdastjórar og stjórnarmenn landsins muni hugsa stöðu sína í framhaldi af þessum dómi," segir Jón Ásgeir. Jón Ásgeir segir að sig hafi verið farið að gruna að ekki væri allt með felldu í Hæstarétti, þegar þeir hafi kveðið upp þann dóm um daginn að Björn Bjarnason þyrfti ekki að greiða sér miskabætur, þrátt fyrir að hann hefði brotið gegn hegningarlögum og ummæli hans verið dæmd dauð og ómerk. Slíkur dómur hafi aldrei áður verið kveðinn upp hér á landi. „Já það er munur að heita Jón eða Jón Ásgeir," segir hann að lokum.
Tengdar fréttir Jón Ásgeir greiðir 62 milljóna króna sekt Jón Ásgeir Jóhannesson var í Hæstarétti í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot tengt Baugsmálinu. Hann var líka dæmdur til að greiða 62ja milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna málsins. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 32ja milljóna króna sektar. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var dæmd i þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 7. febrúar 2013 16:33 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Jón Ásgeir greiðir 62 milljóna króna sekt Jón Ásgeir Jóhannesson var í Hæstarétti í dag dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skattalagabrot tengt Baugsmálinu. Hann var líka dæmdur til að greiða 62ja milljóna króna sekt í ríkissjóð vegna málsins. Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri Baugs, var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 32ja milljóna króna sektar. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, var dæmd i þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. 7. febrúar 2013 16:33