Bankarnir herða sultarólina Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 7. febrúar 2013 16:32 Upplýsingafulltrúar bankanna þriggja. Kristján Kristjánsson hjá Landsbankanum, Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion, og Guðný Helga Herbertsdóttir hjá Íslandsbanka. Talsmenn stóru bankanna þriggja segja ljóst að ná þurfi rekstrarkostnaði þeirra niður, en samkvæmt nýútkominni skýrslu Samkeppniseftirlitsins (SE) jókst kostnaðurinn um ellefu milljarða króna á milli áranna 2011 og 2012. Eru viðskiptavinir bankanna sagðir greiða þennan mikla kostnað dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum, en skýrslan segir hann mikinn í alþjóðlegum samanburði. „Við erum að vinna að því að ná kostnaðarhlutfallinu niður, það er ekkert leyndarmál," segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, og nefnir sameiningu við Byr sem eina af ástæðum hins mikla rekstrarkostnaðar bankans. „Það var einskiptiskostnaður hjá okkur vegna sameiningarinnar við Byr. Með þeirri sameiningu mun nást ákveðin hagræðing á markaði, en samlegðaráhrifin munu ekki koma fram að fullu fyrr en á þessu ári." Guðný bætir því við að eitt af lykilverkefnum bankans sé hagkvæmur rekstur og hafi ýmislegt verið gert til að lækka kostnað, s.s. endurnýjun á samningum við birgja og markvissara utanhald um kostnað hverrar deildar fyrir sig.Hafa þegar brugðist við kostnaðinum Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann þegar hafa brugðist við kostnaðinum, og verið sé að reyna að reka bankann með hagkvæmari hætti en áður hafi verið gert. „Við lokuðum tíu útibúum á síðasta ári og alls höfum við lokað 18 útibúum frá hausti 2010 og hagræddum í höfuðstöðvunum í tvígang á síðasta ári," segir Kristján, en nýverið voru útibúin við Laugaveg og í Holtagörðum sameinuð í nýju útibúi í Borgartúni. „Við munum halda áfram ýmsum aðgerðum til hagræðingar sem snúa að skilvirkari rekstri. Við getum orðað það þannig, að við séum að endurskipuleggja allt verklag og alla vinnuferla til að draga úr kostnaði." Kristján segir erfitt að bera íslensku bankana saman við mun banka í mun fjölmennari löndum. „Stærðarhagkvæmni í bankarekstri er gríðarleg. Þú getur í raun þjónustað 100.000 manns og tvær til þrjár milljónir jafnvel með sama tölvukerfinu. Stofnkostnaðurinn er sá sami, en reksturinn kostar okkur hlutfallslega miklu meira."Skýrslan gott umræðuplagg Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka, en þar er skýrsla SE sögð gott umræðuplagg sem bankinn þurfi að kynna sér betur áður en hann tjáir sig efnislega um innihald hennar. „Við höfum verið mjög fókuseruð á kostnað á síðustu árum. Starfsmönnum var fækkað um eitt hundrað og við höfum lokað um þriðjungi útibúa. Eitt af helstu verkefnum innan bankans er að halda kostnaði niðri, en við höfum ekki greint forsendur þessara útreikninga hjá SE." Upplýsingafulltrúarnir segja frekari lokanir útibúa ekki fyrirhugaðar í bili, og uppsagnir starfsfólks séu ekki á dagskrá. Ljóst sé hins vegar að nú þurfi að spara. Tengdar fréttir Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Talsmenn stóru bankanna þriggja segja ljóst að ná þurfi rekstrarkostnaði þeirra niður, en samkvæmt nýútkominni skýrslu Samkeppniseftirlitsins (SE) jókst kostnaðurinn um ellefu milljarða króna á milli áranna 2011 og 2012. Eru viðskiptavinir bankanna sagðir greiða þennan mikla kostnað dýru verði með óhagstæðum viðskiptakjörum, en skýrslan segir hann mikinn í alþjóðlegum samanburði. „Við erum að vinna að því að ná kostnaðarhlutfallinu niður, það er ekkert leyndarmál," segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, og nefnir sameiningu við Byr sem eina af ástæðum hins mikla rekstrarkostnaðar bankans. „Það var einskiptiskostnaður hjá okkur vegna sameiningarinnar við Byr. Með þeirri sameiningu mun nást ákveðin hagræðing á markaði, en samlegðaráhrifin munu ekki koma fram að fullu fyrr en á þessu ári." Guðný bætir því við að eitt af lykilverkefnum bankans sé hagkvæmur rekstur og hafi ýmislegt verið gert til að lækka kostnað, s.s. endurnýjun á samningum við birgja og markvissara utanhald um kostnað hverrar deildar fyrir sig.Hafa þegar brugðist við kostnaðinum Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann þegar hafa brugðist við kostnaðinum, og verið sé að reyna að reka bankann með hagkvæmari hætti en áður hafi verið gert. „Við lokuðum tíu útibúum á síðasta ári og alls höfum við lokað 18 útibúum frá hausti 2010 og hagræddum í höfuðstöðvunum í tvígang á síðasta ári," segir Kristján, en nýverið voru útibúin við Laugaveg og í Holtagörðum sameinuð í nýju útibúi í Borgartúni. „Við munum halda áfram ýmsum aðgerðum til hagræðingar sem snúa að skilvirkari rekstri. Við getum orðað það þannig, að við séum að endurskipuleggja allt verklag og alla vinnuferla til að draga úr kostnaði." Kristján segir erfitt að bera íslensku bankana saman við mun banka í mun fjölmennari löndum. „Stærðarhagkvæmni í bankarekstri er gríðarleg. Þú getur í raun þjónustað 100.000 manns og tvær til þrjár milljónir jafnvel með sama tölvukerfinu. Stofnkostnaðurinn er sá sami, en reksturinn kostar okkur hlutfallslega miklu meira."Skýrslan gott umræðuplagg Í sama streng tekur Haraldur Guðni Eiðsson hjá Arion banka, en þar er skýrsla SE sögð gott umræðuplagg sem bankinn þurfi að kynna sér betur áður en hann tjáir sig efnislega um innihald hennar. „Við höfum verið mjög fókuseruð á kostnað á síðustu árum. Starfsmönnum var fækkað um eitt hundrað og við höfum lokað um þriðjungi útibúa. Eitt af helstu verkefnum innan bankans er að halda kostnaði niðri, en við höfum ekki greint forsendur þessara útreikninga hjá SE." Upplýsingafulltrúarnir segja frekari lokanir útibúa ekki fyrirhugaðar í bili, og uppsagnir starfsfólks séu ekki á dagskrá. Ljóst sé hins vegar að nú þurfi að spara.
Tengdar fréttir Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Rekstur bankanna kostar á við tvo Landspítala Rekstrarkostnaður bankanna á föstu verði hefur aukist verulega á hverju ári frá hruni. Rekstur 14 lánastofnana árið 2011 kostaði 30% meira á föstu verði en rekstur 32 lánastofnana fyrir áratug síðan og kostnaðurinn jafnast á við tvo Landsspítala í dag. 7. febrúar 2013 07:59