Viðskipti innlent

Könnun: Vilt þú takmarka notkun reiðufjár?

Í dag var kynnt skýrsla starfshóps um umfang skattaundanskota og tillögur til aðgerða þar um en Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í dag auk annarrar skýrslu sem gerð var um milliverðlagningu í utanríkisviðskiptum.

Viðskipti innlent

Hagnaður Coke á Íslandi jókst

Drykkjarframleiðandinn Coca-Cola European Partners Ísland, áður Vífilfell, var rekinn með 180 milljóna króna hagnaði í fyrra. Afkoma fyrirtækisins árið 2015 var jákvæð um 89 milljónir og því um 91 milljónar króna viðsnúning að ræða.

Viðskipti innlent

Sögulega lítið um vanskil húsnæðislána

Vanskil húsnæðislána eru nú í sögulegu lágmarki. Til marks um það hefur Íbúðalánasjóður einungis tekið til sín 23 eignir á uppboði á fyrstu fimm mánuðum ársins. Fara þarf meira en tíu ár aftur í tímann til að finna jafn góða stöðu húseigenda.

Viðskipti innlent

Krónan veiktist um tvö prósent

Gengi íslensku krónunnar veiktist um tæp tvö prósent gagnvart myntum helstu viðskiptalanda Íslands í gær. Gengisvísitala krónunnar hefur hækkað um 7,1 prósent í mánuðinum en hækkunin nemur um fjórum prósentum það sem af er vikunni. Hefur krónan ekki verið veikari síðan í apríl.

Viðskipti innlent

Eigandi Prooptik í hluthafahóp Kviku

Gunnar Henrik B. Gunnarsson, fjárfestir og eigandi gleraugnaverslunarinnar Prooptik, er kominn í hluthafahóp Kviku fjárfestingarbanka með rúmlega tveggja prósenta eignarhlut sem hann á óbeint í gegnum eignarhaldsfélagið RES II.

Viðskipti innlent