Seðlabankinn hefur keypt aflandskrónur fyrir 112,4 milljarða króna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. júní 2017 16:21 Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísir/anton brink Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónur í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna. Er það mat Seðlabankans að aflandskrónur nemi um 88 milljörðum króna eftir viðskiptin en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans. Seðlabankinn tilkynnti þann 12. mars síðastliðinn um samkomulag um kaup á aflandskrónm, eins og þær eru skilgreindar í lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, að fjárhæð u.þ.b. 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru. Þá var jafnframt var tilkynnt að bankinn hygðist bjóða öðrum eigendum aflandskróna sömu kjör. Það boð var ítrekað 4. apríl og 5. maí sl. með fréttum bankans um fyrirkomulag og skilmála. Tilboðið náði til aflandskrónueigna í formi innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016). Frestur til að ganga að tilboði bankans var framlengdur í tvígang en rann svo út föstudaginn 15. júní sl. og fór lokauppgjör viðskiptanna fram í gær Alls keypti Seðlabankinn í þessum viðskiptum aflandskrónueignir fyrir 112,4 ma.kr. að markaðsvirði sem skiptust milli eignarflokka eins og sjá má í eftirfarandi töflu:Eignaflokkar aflandskrónueigna m.kr.Reiðufé og innstæðubréf: 46.501Ríkisbréf og -víxlar: 61.988Skuldabréf Íbúðalánasjóðs: 3.954Samtals: 112.443Heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum breytt Seðlabanki Íslands vill vekja athygli þeirra sem kunna að hafa gengið að tilboði bankans og uppfylla skilyrði 12. gr. laga nr. 37/2017 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum á að með lögum nr. 27/2017 sem tóku gildi 27. maí 2017 var heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðinu breytt. Eftir breytinguna hafa einstaklingar heimild til þess að taka út allt að 100.000.000 kr. af reikningi háðum sérstökum takmörkunum á almanaksári ef þeir geta sýnt fram á samfellt eignarhald á aflandskrónueign frá 28. nóvember 2008. Þessa heimild hafa einnig þeir einstaklingar sem áttu íslenskar krónur á fjárvörslureikningi, sem teljast aflandskrónueignir skv. b-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/2016, við gildistöku laganna. Ofangreind breyting á heimild til úttektar samkvæmt 12. gr. laga nr. 37/2016 á aflandskrónueignum var gerð eftir að Seðlabanki Íslands bauðst til þess að kaupa slíkar eignir í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru, en áður en uppgjör viðskiptanna fór fram. Í ljósi þess að einhverjir þeirra sem gengu að tilboði bankans kunna að hafa átt heimild til úttektar skv. hinu breytta ákvæði býður Seðlabankinn þeim sem telja sig uppfylla skilyrði ákvæðisins um samfellt eignarhald á aflandskrónueign að óska eftir staðfestingu þess efnis frá bankanum. Uppfylli þeir skilyrði ákvæðisins mun bankinn greiða þeim mismuninn á skráðu sölugengi Seðlabankans hinn 15. júní 2017 og tilboðsgenginu í evrum með hliðsjón af heimildinni. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónur í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna. Er það mat Seðlabankans að aflandskrónur nemi um 88 milljörðum króna eftir viðskiptin en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans. Seðlabankinn tilkynnti þann 12. mars síðastliðinn um samkomulag um kaup á aflandskrónm, eins og þær eru skilgreindar í lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, að fjárhæð u.þ.b. 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru. Þá var jafnframt var tilkynnt að bankinn hygðist bjóða öðrum eigendum aflandskróna sömu kjör. Það boð var ítrekað 4. apríl og 5. maí sl. með fréttum bankans um fyrirkomulag og skilmála. Tilboðið náði til aflandskrónueigna í formi innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016). Frestur til að ganga að tilboði bankans var framlengdur í tvígang en rann svo út föstudaginn 15. júní sl. og fór lokauppgjör viðskiptanna fram í gær Alls keypti Seðlabankinn í þessum viðskiptum aflandskrónueignir fyrir 112,4 ma.kr. að markaðsvirði sem skiptust milli eignarflokka eins og sjá má í eftirfarandi töflu:Eignaflokkar aflandskrónueigna m.kr.Reiðufé og innstæðubréf: 46.501Ríkisbréf og -víxlar: 61.988Skuldabréf Íbúðalánasjóðs: 3.954Samtals: 112.443Heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum breytt Seðlabanki Íslands vill vekja athygli þeirra sem kunna að hafa gengið að tilboði bankans og uppfylla skilyrði 12. gr. laga nr. 37/2017 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum á að með lögum nr. 27/2017 sem tóku gildi 27. maí 2017 var heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðinu breytt. Eftir breytinguna hafa einstaklingar heimild til þess að taka út allt að 100.000.000 kr. af reikningi háðum sérstökum takmörkunum á almanaksári ef þeir geta sýnt fram á samfellt eignarhald á aflandskrónueign frá 28. nóvember 2008. Þessa heimild hafa einnig þeir einstaklingar sem áttu íslenskar krónur á fjárvörslureikningi, sem teljast aflandskrónueignir skv. b-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/2016, við gildistöku laganna. Ofangreind breyting á heimild til úttektar samkvæmt 12. gr. laga nr. 37/2016 á aflandskrónueignum var gerð eftir að Seðlabanki Íslands bauðst til þess að kaupa slíkar eignir í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru, en áður en uppgjör viðskiptanna fór fram. Í ljósi þess að einhverjir þeirra sem gengu að tilboði bankans kunna að hafa átt heimild til úttektar skv. hinu breytta ákvæði býður Seðlabankinn þeim sem telja sig uppfylla skilyrði ákvæðisins um samfellt eignarhald á aflandskrónueign að óska eftir staðfestingu þess efnis frá bankanum. Uppfylli þeir skilyrði ákvæðisins mun bankinn greiða þeim mismuninn á skráðu sölugengi Seðlabankans hinn 15. júní 2017 og tilboðsgenginu í evrum með hliðsjón af heimildinni.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira