Seðlabankinn hefur keypt aflandskrónur fyrir 112,4 milljarða króna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. júní 2017 16:21 Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísir/anton brink Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónur í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna. Er það mat Seðlabankans að aflandskrónur nemi um 88 milljörðum króna eftir viðskiptin en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans. Seðlabankinn tilkynnti þann 12. mars síðastliðinn um samkomulag um kaup á aflandskrónm, eins og þær eru skilgreindar í lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, að fjárhæð u.þ.b. 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru. Þá var jafnframt var tilkynnt að bankinn hygðist bjóða öðrum eigendum aflandskróna sömu kjör. Það boð var ítrekað 4. apríl og 5. maí sl. með fréttum bankans um fyrirkomulag og skilmála. Tilboðið náði til aflandskrónueigna í formi innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016). Frestur til að ganga að tilboði bankans var framlengdur í tvígang en rann svo út föstudaginn 15. júní sl. og fór lokauppgjör viðskiptanna fram í gær Alls keypti Seðlabankinn í þessum viðskiptum aflandskrónueignir fyrir 112,4 ma.kr. að markaðsvirði sem skiptust milli eignarflokka eins og sjá má í eftirfarandi töflu:Eignaflokkar aflandskrónueigna m.kr.Reiðufé og innstæðubréf: 46.501Ríkisbréf og -víxlar: 61.988Skuldabréf Íbúðalánasjóðs: 3.954Samtals: 112.443Heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum breytt Seðlabanki Íslands vill vekja athygli þeirra sem kunna að hafa gengið að tilboði bankans og uppfylla skilyrði 12. gr. laga nr. 37/2017 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum á að með lögum nr. 27/2017 sem tóku gildi 27. maí 2017 var heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðinu breytt. Eftir breytinguna hafa einstaklingar heimild til þess að taka út allt að 100.000.000 kr. af reikningi háðum sérstökum takmörkunum á almanaksári ef þeir geta sýnt fram á samfellt eignarhald á aflandskrónueign frá 28. nóvember 2008. Þessa heimild hafa einnig þeir einstaklingar sem áttu íslenskar krónur á fjárvörslureikningi, sem teljast aflandskrónueignir skv. b-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/2016, við gildistöku laganna. Ofangreind breyting á heimild til úttektar samkvæmt 12. gr. laga nr. 37/2016 á aflandskrónueignum var gerð eftir að Seðlabanki Íslands bauðst til þess að kaupa slíkar eignir í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru, en áður en uppgjör viðskiptanna fór fram. Í ljósi þess að einhverjir þeirra sem gengu að tilboði bankans kunna að hafa átt heimild til úttektar skv. hinu breytta ákvæði býður Seðlabankinn þeim sem telja sig uppfylla skilyrði ákvæðisins um samfellt eignarhald á aflandskrónueign að óska eftir staðfestingu þess efnis frá bankanum. Uppfylli þeir skilyrði ákvæðisins mun bankinn greiða þeim mismuninn á skráðu sölugengi Seðlabankans hinn 15. júní 2017 og tilboðsgenginu í evrum með hliðsjón af heimildinni. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónur í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna. Er það mat Seðlabankans að aflandskrónur nemi um 88 milljörðum króna eftir viðskiptin en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans. Seðlabankinn tilkynnti þann 12. mars síðastliðinn um samkomulag um kaup á aflandskrónm, eins og þær eru skilgreindar í lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, að fjárhæð u.þ.b. 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru. Þá var jafnframt var tilkynnt að bankinn hygðist bjóða öðrum eigendum aflandskróna sömu kjör. Það boð var ítrekað 4. apríl og 5. maí sl. með fréttum bankans um fyrirkomulag og skilmála. Tilboðið náði til aflandskrónueigna í formi innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016). Frestur til að ganga að tilboði bankans var framlengdur í tvígang en rann svo út föstudaginn 15. júní sl. og fór lokauppgjör viðskiptanna fram í gær Alls keypti Seðlabankinn í þessum viðskiptum aflandskrónueignir fyrir 112,4 ma.kr. að markaðsvirði sem skiptust milli eignarflokka eins og sjá má í eftirfarandi töflu:Eignaflokkar aflandskrónueigna m.kr.Reiðufé og innstæðubréf: 46.501Ríkisbréf og -víxlar: 61.988Skuldabréf Íbúðalánasjóðs: 3.954Samtals: 112.443Heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum breytt Seðlabanki Íslands vill vekja athygli þeirra sem kunna að hafa gengið að tilboði bankans og uppfylla skilyrði 12. gr. laga nr. 37/2017 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum á að með lögum nr. 27/2017 sem tóku gildi 27. maí 2017 var heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðinu breytt. Eftir breytinguna hafa einstaklingar heimild til þess að taka út allt að 100.000.000 kr. af reikningi háðum sérstökum takmörkunum á almanaksári ef þeir geta sýnt fram á samfellt eignarhald á aflandskrónueign frá 28. nóvember 2008. Þessa heimild hafa einnig þeir einstaklingar sem áttu íslenskar krónur á fjárvörslureikningi, sem teljast aflandskrónueignir skv. b-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/2016, við gildistöku laganna. Ofangreind breyting á heimild til úttektar samkvæmt 12. gr. laga nr. 37/2016 á aflandskrónueignum var gerð eftir að Seðlabanki Íslands bauðst til þess að kaupa slíkar eignir í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru, en áður en uppgjör viðskiptanna fór fram. Í ljósi þess að einhverjir þeirra sem gengu að tilboði bankans kunna að hafa átt heimild til úttektar skv. hinu breytta ákvæði býður Seðlabankinn þeim sem telja sig uppfylla skilyrði ákvæðisins um samfellt eignarhald á aflandskrónueign að óska eftir staðfestingu þess efnis frá bankanum. Uppfylli þeir skilyrði ákvæðisins mun bankinn greiða þeim mismuninn á skráðu sölugengi Seðlabankans hinn 15. júní 2017 og tilboðsgenginu í evrum með hliðsjón af heimildinni.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Viðskipti innlent Sjóvá tapar hálfum milljarði Viðskipti innlent Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Viðskipti innlent Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Viðskipti innlent Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Viðskipti innlent Jón Ólafur nýr formaður SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Sjá meira
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent