Seðlabankinn hefur keypt aflandskrónur fyrir 112,4 milljarða króna Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. júní 2017 16:21 Már Guðmundsson seðlabankastjóri vísir/anton brink Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónur í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna. Er það mat Seðlabankans að aflandskrónur nemi um 88 milljörðum króna eftir viðskiptin en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans. Seðlabankinn tilkynnti þann 12. mars síðastliðinn um samkomulag um kaup á aflandskrónm, eins og þær eru skilgreindar í lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, að fjárhæð u.þ.b. 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru. Þá var jafnframt var tilkynnt að bankinn hygðist bjóða öðrum eigendum aflandskróna sömu kjör. Það boð var ítrekað 4. apríl og 5. maí sl. með fréttum bankans um fyrirkomulag og skilmála. Tilboðið náði til aflandskrónueigna í formi innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016). Frestur til að ganga að tilboði bankans var framlengdur í tvígang en rann svo út föstudaginn 15. júní sl. og fór lokauppgjör viðskiptanna fram í gær Alls keypti Seðlabankinn í þessum viðskiptum aflandskrónueignir fyrir 112,4 ma.kr. að markaðsvirði sem skiptust milli eignarflokka eins og sjá má í eftirfarandi töflu:Eignaflokkar aflandskrónueigna m.kr.Reiðufé og innstæðubréf: 46.501Ríkisbréf og -víxlar: 61.988Skuldabréf Íbúðalánasjóðs: 3.954Samtals: 112.443Heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum breytt Seðlabanki Íslands vill vekja athygli þeirra sem kunna að hafa gengið að tilboði bankans og uppfylla skilyrði 12. gr. laga nr. 37/2017 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum á að með lögum nr. 27/2017 sem tóku gildi 27. maí 2017 var heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðinu breytt. Eftir breytinguna hafa einstaklingar heimild til þess að taka út allt að 100.000.000 kr. af reikningi háðum sérstökum takmörkunum á almanaksári ef þeir geta sýnt fram á samfellt eignarhald á aflandskrónueign frá 28. nóvember 2008. Þessa heimild hafa einnig þeir einstaklingar sem áttu íslenskar krónur á fjárvörslureikningi, sem teljast aflandskrónueignir skv. b-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/2016, við gildistöku laganna. Ofangreind breyting á heimild til úttektar samkvæmt 12. gr. laga nr. 37/2016 á aflandskrónueignum var gerð eftir að Seðlabanki Íslands bauðst til þess að kaupa slíkar eignir í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru, en áður en uppgjör viðskiptanna fór fram. Í ljósi þess að einhverjir þeirra sem gengu að tilboði bankans kunna að hafa átt heimild til úttektar skv. hinu breytta ákvæði býður Seðlabankinn þeim sem telja sig uppfylla skilyrði ákvæðisins um samfellt eignarhald á aflandskrónueign að óska eftir staðfestingu þess efnis frá bankanum. Uppfylli þeir skilyrði ákvæðisins mun bankinn greiða þeim mismuninn á skráðu sölugengi Seðlabankans hinn 15. júní 2017 og tilboðsgenginu í evrum með hliðsjón af heimildinni. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Frá 12. mars síðastliðnum hefur Seðlabanki Íslands keypt aflandskrónur í tveimur áföngum fyrir samtals um 112,4 milljarða króna. Er það mat Seðlabankans að aflandskrónur nemi um 88 milljörðum króna eftir viðskiptin en lokauppgjör viðskiptanna fór fram í gær. Þetta kemur fram í frétt á vef Seðlabankans. Seðlabankinn tilkynnti þann 12. mars síðastliðinn um samkomulag um kaup á aflandskrónm, eins og þær eru skilgreindar í lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, að fjárhæð u.þ.b. 90 milljarðar króna á genginu 137,5 krónur á evru. Þá var jafnframt var tilkynnt að bankinn hygðist bjóða öðrum eigendum aflandskróna sömu kjör. Það boð var ítrekað 4. apríl og 5. maí sl. með fréttum bankans um fyrirkomulag og skilmála. Tilboðið náði til aflandskrónueigna í formi innstæðna, víxla og skuldabréfa sem gefin eru út af ríkissjóði eða Íbúðalánasjóði, og innstæðubréfa Seðlabankans (CBI2016). Frestur til að ganga að tilboði bankans var framlengdur í tvígang en rann svo út föstudaginn 15. júní sl. og fór lokauppgjör viðskiptanna fram í gær Alls keypti Seðlabankinn í þessum viðskiptum aflandskrónueignir fyrir 112,4 ma.kr. að markaðsvirði sem skiptust milli eignarflokka eins og sjá má í eftirfarandi töflu:Eignaflokkar aflandskrónueigna m.kr.Reiðufé og innstæðubréf: 46.501Ríkisbréf og -víxlar: 61.988Skuldabréf Íbúðalánasjóðs: 3.954Samtals: 112.443Heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum breytt Seðlabanki Íslands vill vekja athygli þeirra sem kunna að hafa gengið að tilboði bankans og uppfylla skilyrði 12. gr. laga nr. 37/2017 um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum á að með lögum nr. 27/2017 sem tóku gildi 27. maí 2017 var heimild til úttektar af reikningum háðum sérstökum takmörkunum samkvæmt ákvæðinu breytt. Eftir breytinguna hafa einstaklingar heimild til þess að taka út allt að 100.000.000 kr. af reikningi háðum sérstökum takmörkunum á almanaksári ef þeir geta sýnt fram á samfellt eignarhald á aflandskrónueign frá 28. nóvember 2008. Þessa heimild hafa einnig þeir einstaklingar sem áttu íslenskar krónur á fjárvörslureikningi, sem teljast aflandskrónueignir skv. b-lið 1. tölul. 2. gr. laga nr. 37/2016, við gildistöku laganna. Ofangreind breyting á heimild til úttektar samkvæmt 12. gr. laga nr. 37/2016 á aflandskrónueignum var gerð eftir að Seðlabanki Íslands bauðst til þess að kaupa slíkar eignir í skiptum fyrir reiðufé í evrum á genginu 137,5 krónur á evru, en áður en uppgjör viðskiptanna fór fram. Í ljósi þess að einhverjir þeirra sem gengu að tilboði bankans kunna að hafa átt heimild til úttektar skv. hinu breytta ákvæði býður Seðlabankinn þeim sem telja sig uppfylla skilyrði ákvæðisins um samfellt eignarhald á aflandskrónueign að óska eftir staðfestingu þess efnis frá bankanum. Uppfylli þeir skilyrði ákvæðisins mun bankinn greiða þeim mismuninn á skráðu sölugengi Seðlabankans hinn 15. júní 2017 og tilboðsgenginu í evrum með hliðsjón af heimildinni.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira