Viðskipti innlent

Lækkað verðmat á Össur

Verðmatsgengi á stoðtækjafyrirtækinu Össuri hefur verið lækkað úr 132,4 krónum á hlut í 125,0 krónur. Verðmatsgengið er talsvert yfir markaðsgengi en greiningardeild Glitnis ráðleggur fjárfestum að kaupa bréf í félaginu horfi þeir til langs tíma.

Viðskipti innlent

Benda á veiku blettina hjá fyrirtækjum

Á annað þúsund fyrirtæki gætu orðið gjaldþrota eða fengið á sig árangurslaust fjárnám innan tólf mánaða gangi spár LT-skors Lánstrausts eftir. Upplýsingar úr ársreikningaskrá og vanskilaskrá eru veigamestu upplýsingarnar við útreikninga á ógjaldfærni.

Viðskipti innlent

Kýr rokseljast

Þó nokkuð er um að kýr gangi kaupum og sölum um þessar mundir. Í viðtali Bændablaðsins við Jóhannes Símonarson héraðsráðunaut kemur fram að eftirspurn eftir þjónustu Kúatorgs Búnaðarsambands Suðurlands, þangað sem bændum gefst kostur á að leita ef þeir hyggjast kaupa eða selja kýr, hafi ekki verið ýkja mikil.

Viðskipti innlent

Glæsilegt afmæli

Bakkabræður stóðu í ströngu um helgina, því þeir buðu til veglegrar veislu. Tilefnið var enda ærið, því fyrirtæki þeirra bræðra, Bakkavör, er tvítugt um þessar mundir.

Viðskipti innlent

Fimm þúsund manns hjá Sko

Símafyrirtækið Sko hefur á undanförnum mánuðum náð góðri fótfestu á íslenska símamarkaðnum. Um fimm þúsund manns eru nú í viðskiptum við félagið sem er vel umfram þau markmið sem stjórnendur félagsins settu sér í upphafi.

Viðskipti innlent

FME semur um eftirlit Mön

Fjármálaeftirlitið undirritaði á mánudag samstarfssamning við fjármálaeftirlitið á Mön. Samningurinn tekur til samstarfs um eftirlit og upplýsingaskipti og er sá fyrsti sem Fjármálaeftirlitið gerir við eftirlitsaðila utan EES.

Viðskipti innlent

Aflaverðmæti eykst

Heildarafli íslenskra skipa var 105 þúsund tonn í síðasta mánuði en það er ríflega sex þúsund tonnum og sex prósentum meira en fyrir ári. Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans nemur 1.251 þúsund tonni það sem af er árs en það er 22 prósenta samdráttur á milli ára.

Viðskipti innlent

Áburðarverð hækkar

Gera má ráð fyrir að bændur greiði nú um tvö hundruð þúsund krónum meira á ári fyrir áburðinn en þeir gerðu í fyrra. Könnun sem Búnaðarsamband Suðurlands lét gera nýverið og Bændablaðið segir frá leiðir í ljós að áburðarverð hefur hækkað verulega milli ára. Er hækkunin á bilinu tíu til sautján prósentum.

Viðskipti innlent

Nýjar reglur losa um peninga

Stærri fjármálafyrirtæki kunna að geta losað um töluverða fjármuni í rekstri sínum eftir að um áramót taka gildi nýjar alþjóðlegar reglur um eigið fé fjármálafyrirtækja gildi. Reglurnar byggja á svonefndum Basel II staðli.

Viðskipti innlent

Engar breytingar á Úrvalsvísitölunni

Engar tilfærslur urðu á félögum inn eða út úr nýrri Úrvalsvísitölu fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní á næsta ári. Sömu fimmtán félög og skipuðu eldri Úrvalsvísitölu sitja því sem fastast áfram.

Viðskipti innlent

Gnúpur kaupir og selur í FL

Fjárfestarnir Kristinn Björnsson og Magnús Kristinsson hafa sett hlutabréf sín í FL Group inn í Gnúp fjárfestingafélag sem þeir stofnuðu ásamt Þórði Má Jóhannessyni, fyrrum forstjóra Straums-Burðaráss.

Viðskipti innlent

Fiskiverðið lækkaði

Meðalverð fyrir fisk á mörkuðum landsins lækkaði um 4,7 prósent í síðustu viku frá vikunni á undan. Alls seldust tæp 2.100 tonn á mörkuðunum og var meðalverðið 169,37 krónur á kíló sem er 8,33 króna lækkun á milli vikna. Verðið hefur lækkað talsverð síðustu vikurnar frá því það stóð í hæstu hæðum á haustdögum.

Viðskipti innlent

Verðmæti flaka jókst um 30%

Samanlagt útflutningsverðmæti fyrir fersk þorsk- og ýsuflök nam 10 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins. Þetta er 30 prósenta aukning á milli ára, samkvæmt upplýsingum Landssambands smábátaeigenda.

Viðskipti innlent

Evran án aðildar að ESB

Peningalaust hagkerfi þar sem evran væri viðmiðunargjaldmiðill kann að vera leið sem hentar hér á landi, segir Björn Rúnar Guðmundsson, sérfræðingur greiningardeildar Landsbankans. Hann stingur upp á því að hugað verði að vænleika þessarar leiðar, en með henni yrði tekið hér upp myntráð og vaxtaákvarðanir yrðu hér áfram sjálfstæðar að því marki að ákvörðunarvaldið lægi hjá Seðlabanka Íslands.

Viðskipti innlent

Búið að redda jólunum

Desemberhlaupið er hafið og maður er auðvitað með í því. Það er gaman undir lok ársins að veðja á hvaða hestar hlaupa hraðast á lokaspretti ársins. Ég sagði um daginn að ég byggist ekki við að 365 færi niður fyrir 3,65. Ég hafði rangt fyrir mér. Ég hef alltaf verið maður til að viðurkenna þegar ég hef rangt fyrir mér. Þess gerist nánast aldrei þörf og þegar það gerist, þá opnast venjulega ný tækifæri.

Viðskipti innlent

Alfesca selur höfuðstöðvar

Alfesca hefur gengið frá sölu á fasteign félagsins að Fornubúðum 5 í Hafnarfirði. Höfuðstöðvar félagsins hafa verið þar til húsa en húsnæðið var á sínum tíma hannað og byggt utan um saltfiskstarfsemi félagsins á Íslandi. Það var því orðið óhentugt fyrir starfsemi Alfesca í dag.

Viðskipti innlent

Fremstir að mati S&P

Kaupthing Fund Global Value, sjóður í umsjá eignastýringar Kaupþings, fékk nýverið fjórar stjörnur af fimm í einkunn frá matsfyrirtækinu Standard & Poors. Þetta er hæsta einkunn erlendra hlutabréfasjóða hér.

Viðskipti innlent

Minni verðbólga

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,04 prósent milli mánaða í desember og jafngildir það 7,0 prósents verðbólgu síðastliðna 12 mánuði, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Til samanburðar var verðbólgan 7,3 prósent í nóvember.

Viðskipti innlent

Bankar og blöð

Risarnir í fjármálalífinu hverfast kringum viðskiptabankanna þrjá. Bakkabræður með KB, Baugur með Glitni og Bjöggarnir með Landsbankann.

Viðskipti innlent

Opna í Svíþjóð

Samskip hafa opnað þriðju söluskrifstofuna í Svíþjóð, en hún er í Helsingjaborg. Hinar skrifstofurnar eru í Gautaborg og Varberg. Söluskrifstofur Samskipa eru við þetta orðnar 56 talsins í fjórum heimsálfum, auk umboðsmanna víða um heim.

Viðskipti innlent

Ef að fjandans ellin köld

Konungur dansks viðskiptalífs er án efa skipakóngurinn Arnold Mærsk Mc-Kinney Møller sem byggði upp stórveldi í Danaveldi. Sá gamli fæddist 1913 og því kominn á tíræðisaldur.

Viðskipti innlent