Viðskipti innlent

Opna í Svíþjóð

Samskip hafa opnað þriðju söluskrifstofuna í Svíþjóð, en hún er í Helsingjaborg. Hinar skrifstofurnar eru í Gautaborg og Varberg.

Söluskrifstofur Samskipa eru við þetta orðnar 56 talsins í fjórum heimsálfum, auk umboðsmanna víða um heim.

Samskip bjóða vikulegar siglingar frá Varberg til Íslands, með viðkomu í Árósum og Þórshöfn í Færeyjum, auk umfangsmikilla gáma- og lestarflutninga milli Svíþjóðar og meginlands Evrópu sem og austur til Eystrasaltslandanna og Rússlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×