Viðskipti innlent Reyna að rifta ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings Skömmu eftir yfirlýsingu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings sendi nýja stjórnin frá sér yfirlýsingu. Í fyrri yfirlýsingunni kemur fram að persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í Kaupþing hafi verið felldar niður þann 25.september sl. Nýja stjórnin segir hinsvegar að hún ætli að fá állit utanaðkomandi lögmanns um hvort ákvörðunin sé riftanleg. Þegar slík álitsgerð liggi fyrir muni stjórn bankans innheimta umræddar kröfur. Viðskipti innlent 4.11.2008 18:36 Milljarðar millifærðir úr sjóðum Kaupþings fyrir þjóðnýtingu Hundrað milljarðar voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu áður en bankinn var þjóðnýttur. Skilanefnd bankans rannsakar nú hvort þessum fjárhæðum hafi verið skotið undan. Viðskipti innlent 4.11.2008 18:32 Felldu niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa Í tilkynningu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings banka kemur fram að stjórnin hafi ákveðið á fundi sínum þann 25.september síðastliðinn að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa í Kaupþing banka. Viðskipti innlent 4.11.2008 18:16 Peningarnir ekki fengnir úr Landsbankanum Það hefur ekkert breyst varðandi eignarhald á fjölmiðlum 365 frá því á föstudag, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 hf og stofnandi Rauðsólar. Viðskipti innlent 4.11.2008 17:39 Atorka og Bakkavör féllu í dag Gengi hlutabréfa í Atorku féll um 23,08 prósent í dag og Bakkavarar um 12,05 prósent. Þetta er eina lækkun dagsins í Kauphöllinni og dró Úrvalsvísitöluna niður. Viðskipti innlent 4.11.2008 16:30 Marel skilar góðu uppgjöri á þriðja ársfjórðungi Marel skilaði 14,5 milljóna evra eða um 2,3 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Forstjórinn er ánægður með afkomu félagsins. Viðskipti innlent 4.11.2008 16:17 Skuldabréf Landsbankans metin á 1,25% af nafnverði Uppboði með skuldatryggingar á skuldabréfum Landsbankans er nú lokið. Niðurstaðan varð sú að seljendu trygginganna verða að borga 98,75% af nafnverði bréfanna til þeirra sem tryggðu bréfin. Voru bréfin því metin á 1,25% af nafnverði. Viðskipti innlent 4.11.2008 15:25 Samson eignarhaldsfélag gjaldþrota Það var ekkert inni í félaginu til að mæta skuldbindingum þess, segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga Samson. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun. Viðskipti innlent 4.11.2008 15:16 Tryggingarsjóður ábyrgur fyrir innlánum Glitnis í Bretlandi Það er álit Fjármálaeftirlitsins að Tryggingarsjóður innistæðueigenda sé ábyrgur fyrir andvirði tiltekinna heildsöluinnlána Glitnis í Bretlandi. Viðskipti innlent 4.11.2008 15:00 Samson synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun Eignarhaldsfélaginu Samson var synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þýski bankinn Commerzbank hafði farið fram á synjunina. Viðskipti innlent 4.11.2008 14:21 Brot á jafnræðisreglu að afskrifa skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings Það er brot á jafnræðisreglu hlutabréfalaga að afskrifa skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings, segir formaður félags fjárfesta. Þá segir hann ekki réttlætanlegt að bera við bankaleynd vegna einstakra viðskiptamanna. Viðskipti innlent 4.11.2008 12:06 Gengisfall krónunnar hefur hækkað verulega skuldir heimilanna Skuldir heimila við innlánsstofnanir jukust um 23% frá áramótum til septemberloka, að mestu leyti vegna beinna og óbeinna áhrifa af gengisfalli krónunnar. Viðskipti innlent 4.11.2008 11:50 Atorka greiddi hæstu meðallaunin á síðasta ári Atorka Group greiddi hæstu meðallaunin á Íslandi á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Meðallaunin þar námu rétt tæpum 15 milljónum kr. á árinu. Viðskipti innlent 4.11.2008 10:47 Sögulegur listi Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu Frjáls verslun birtir í dag lista sinn yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á síðasta ári. Segir í blaðinu að listann beri að skoða í sögulegu ljósi enda mörg af toppfélögunum á honum horfin eins og t.d. Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir sem skipa þrjú efstu sætin. Viðskipti innlent 4.11.2008 10:33 Færeyjabanki hækkar mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 3,48 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði Össur um 1,12 prósent. Bakkavör lækkaði á móti um 1,191 prósent. Viðskipti innlent 4.11.2008 10:30 Tap heimsins á íslensku bönkunum 17 milljónir kr. á hvern Íslending Tap banka og fjármálastofnana heimsins á íslensku bönkunum samsvarar 17 milljónum kr. á hvern Íslending. Í dag hefst fyrsta uppboðið af þremur á skuldatryggingum íslensku bankanna og er það Landsbankinn sem er fyrstur. Viðskipti innlent 4.11.2008 09:50 Íhugar að kæra einstaka stjórnarmenn Glitnis Stjórnarformaður Útflutningsbankastofnunar ríkis og fjármálafyrirtækja, Eksportfinans, í Noregi íhugar að kæra stjórnarmenn í gamla Glitni á Íslandi til lögreglu ef stofnunin fái ekki án tafar til baka þær 415 milljónir norskra króna sem hún telur að Glitnir hafi stungið undan. Viðskipti innlent 4.11.2008 09:23 Hagnaður Færeyjabanka eykst um 100% Færeyjabanki hagnaðist um 48,8 milljónir danskra króna, jafnvirði eins milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22,2 milljónum króna og hefur hann því aukist um 119 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 4.11.2008 09:12 Danskir starfsmenn Sterling fá launin sín á morgun Danskir starfsmenn danska flugfélagsins Sterling fá laun sín fyrir októbermánuð greidd á morgun. Frá þessu greinir á fréttavefnum business.dk. Viðskipti innlent 3.11.2008 21:20 BT óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag Á undanförnum dögum og vikum hefur verið róið að því öllum árum að tryggja áframhaldandi rekstur BT í óbreyttri mynd en án árangurs. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum í dag, mánudag. Viðskipti innlent 3.11.2008 19:28 Landsbankinn veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum sínum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum. Viðskipti innlent 3.11.2008 19:23 Ein lánalína til og frá landinu Ef Sparisjóðabankinn fer í þrot, sem líkur eru á að gerist, verður hér aðeins ríkisbankastarfsemi. Það þýddi ein lánalína til og frá landi með tilheyrandi áhættu, segir bankastjóri Sparisjóðabankans. Viðskipti innlent 3.11.2008 18:49 Icelandic Group: 160 milljón evra hlutafjáraukning Stjórn Icelandic Group hf. hefur boðað til hluthafafundar þriðjudaginn 11. nóvember nk. Fyrir fundinn verður lögð tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á uppsöfnuðu tapi og í kjölfarið tillaga um hlutafjárhækkun. Verði tillögurnar samþykktar mun Eignarhaldsfélagið IG ehf., sem m.a. er í eigu Brims hf. og Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., skrá sig fyrir hlutafjáraukningunni og um leið verða stærsti hluthafi Icelandic Group. Viðskipti innlent 3.11.2008 17:35 Engin ákvörðun verið tekin um uppgjör skulda í Kaupþingi Tölvupóstar hafa gengið ljósum logum um Netheima í dag þar sem því er haldið fram að skuldir yfirmanna hjá Kaupþingi við bankann hafi verið strikaðar út. Þetta hafi verið ákveðið til þess að viðkomandi aðilar kæmust hjá gjaldþroti, en stjórnendur banka mega ekki vera gjaldþrota samkvæmt lögum. Vísir hefur leitað eftir viðbrögðum frá bankanum í dag og hefur bankinn sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Viðskipti innlent 3.11.2008 16:35 Century Aluminum hækkaði mest Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 19,46 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka, sem fór upp um 2,77 prósent. Viðskipti innlent 3.11.2008 16:34 Krónan fellur um 4,6 prósent Gengi íslensku krónunnar féll óvænt um 4,6 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og rauk gengisvísitalan upp í 217 stig áður en hún tók að gefa lítillega eftir. Til marks um hreyfinguna stóð gengisvísitalan í kringum 207 stig frameftir degi og þar til hún skaust upp á við eftir hádegið. Viðskipti innlent 3.11.2008 13:28 Skuldatryggingauppboð að hefjast, Landsbanki fyrstur undir hamarinn Uppboð á skuldatryggingum íslensku bankanna hefjast í þessari viku. Landsbankinn er fyrstur undir hamarinn á morgun. Reiknað er með að þeir sem seldu tryggingarnar og ábyrgðust þar með lán bankanna þurfi að borga 97% af andvirði þeirra. Viðskipti innlent 3.11.2008 13:10 Kaupþingsprinsar breyttust í einkahlutafélög korteri fyrir þjóðnýtingu Ingvar Vilhjálmsson og Frosti Reyr Rúnarsson, sem starfa báðir hjá Kaupþingi, stofnuðu báðir einkahlutafélag í sömu viku og bankinn var þjóðnýttur. Ingvar færði hlut sinn í bankanum í einkahlutafélagið en Frosti Reyr ekki að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Viðskipti innlent 3.11.2008 12:56 Fjármagnsflótti frá landinu upp á hundruði milljarða kr. framundan Greining Glitnis gerir ráð fyrir því að erlendir fjárfestar muni grípa fyrsta tækifæri sem gefst til að losa sig við nokkur hundruð milljarða kr. í bréfum Seðlabankans. Þetta gerist um leið og krónan verður sett á flot aftur og skiptir þá engu hve háir stýrivextirnir verða. Viðskipti innlent 3.11.2008 12:31 Samkomulag um yfirtöku Árvakurs á Fréttablaðinu stendur Það hefur enginn stefnubreyting orðið af hálfu 365 varðandi það samkomulag sem gert var um að Fréttablaðið renni inn í Árvakur og 365 eignist hlut í félaginu. Þetta segir Ari Edwald, forstjóri 365, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 3.11.2008 12:02 « ‹ ›
Reyna að rifta ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings Skömmu eftir yfirlýsingu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings sendi nýja stjórnin frá sér yfirlýsingu. Í fyrri yfirlýsingunni kemur fram að persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í Kaupþing hafi verið felldar niður þann 25.september sl. Nýja stjórnin segir hinsvegar að hún ætli að fá állit utanaðkomandi lögmanns um hvort ákvörðunin sé riftanleg. Þegar slík álitsgerð liggi fyrir muni stjórn bankans innheimta umræddar kröfur. Viðskipti innlent 4.11.2008 18:36
Milljarðar millifærðir úr sjóðum Kaupþings fyrir þjóðnýtingu Hundrað milljarðar voru millifærðir úr sjóðum Kaupþings inn á erlenda bankareikninga skömmu áður en bankinn var þjóðnýttur. Skilanefnd bankans rannsakar nú hvort þessum fjárhæðum hafi verið skotið undan. Viðskipti innlent 4.11.2008 18:32
Felldu niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa Í tilkynningu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings banka kemur fram að stjórnin hafi ákveðið á fundi sínum þann 25.september síðastliðinn að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna af lánum til hlutabréfakaupa í Kaupþing banka. Viðskipti innlent 4.11.2008 18:16
Peningarnir ekki fengnir úr Landsbankanum Það hefur ekkert breyst varðandi eignarhald á fjölmiðlum 365 frá því á föstudag, segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður 365 hf og stofnandi Rauðsólar. Viðskipti innlent 4.11.2008 17:39
Atorka og Bakkavör féllu í dag Gengi hlutabréfa í Atorku féll um 23,08 prósent í dag og Bakkavarar um 12,05 prósent. Þetta er eina lækkun dagsins í Kauphöllinni og dró Úrvalsvísitöluna niður. Viðskipti innlent 4.11.2008 16:30
Marel skilar góðu uppgjöri á þriðja ársfjórðungi Marel skilaði 14,5 milljóna evra eða um 2,3 milljarða kr. hagnaði á þriðja ársfjórðungi ársins. Forstjórinn er ánægður með afkomu félagsins. Viðskipti innlent 4.11.2008 16:17
Skuldabréf Landsbankans metin á 1,25% af nafnverði Uppboði með skuldatryggingar á skuldabréfum Landsbankans er nú lokið. Niðurstaðan varð sú að seljendu trygginganna verða að borga 98,75% af nafnverði bréfanna til þeirra sem tryggðu bréfin. Voru bréfin því metin á 1,25% af nafnverði. Viðskipti innlent 4.11.2008 15:25
Samson eignarhaldsfélag gjaldþrota Það var ekkert inni í félaginu til að mæta skuldbindingum þess, segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga Samson. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun. Viðskipti innlent 4.11.2008 15:16
Tryggingarsjóður ábyrgur fyrir innlánum Glitnis í Bretlandi Það er álit Fjármálaeftirlitsins að Tryggingarsjóður innistæðueigenda sé ábyrgur fyrir andvirði tiltekinna heildsöluinnlána Glitnis í Bretlandi. Viðskipti innlent 4.11.2008 15:00
Samson synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun Eignarhaldsfélaginu Samson var synjað um áframhaldandi greiðslustöðvun í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þýski bankinn Commerzbank hafði farið fram á synjunina. Viðskipti innlent 4.11.2008 14:21
Brot á jafnræðisreglu að afskrifa skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings Það er brot á jafnræðisreglu hlutabréfalaga að afskrifa skuldir æðstu stjórnenda Kaupþings, segir formaður félags fjárfesta. Þá segir hann ekki réttlætanlegt að bera við bankaleynd vegna einstakra viðskiptamanna. Viðskipti innlent 4.11.2008 12:06
Gengisfall krónunnar hefur hækkað verulega skuldir heimilanna Skuldir heimila við innlánsstofnanir jukust um 23% frá áramótum til septemberloka, að mestu leyti vegna beinna og óbeinna áhrifa af gengisfalli krónunnar. Viðskipti innlent 4.11.2008 11:50
Atorka greiddi hæstu meðallaunin á síðasta ári Atorka Group greiddi hæstu meðallaunin á Íslandi á síðasta ári samkvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á 300 stærstu fyrirtækjum landsins. Meðallaunin þar námu rétt tæpum 15 milljónum kr. á árinu. Viðskipti innlent 4.11.2008 10:47
Sögulegur listi Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu Frjáls verslun birtir í dag lista sinn yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á síðasta ári. Segir í blaðinu að listann beri að skoða í sögulegu ljósi enda mörg af toppfélögunum á honum horfin eins og t.d. Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir sem skipa þrjú efstu sætin. Viðskipti innlent 4.11.2008 10:33
Færeyjabanki hækkar mest í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 3,48 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Þá hækkaði Össur um 1,12 prósent. Bakkavör lækkaði á móti um 1,191 prósent. Viðskipti innlent 4.11.2008 10:30
Tap heimsins á íslensku bönkunum 17 milljónir kr. á hvern Íslending Tap banka og fjármálastofnana heimsins á íslensku bönkunum samsvarar 17 milljónum kr. á hvern Íslending. Í dag hefst fyrsta uppboðið af þremur á skuldatryggingum íslensku bankanna og er það Landsbankinn sem er fyrstur. Viðskipti innlent 4.11.2008 09:50
Íhugar að kæra einstaka stjórnarmenn Glitnis Stjórnarformaður Útflutningsbankastofnunar ríkis og fjármálafyrirtækja, Eksportfinans, í Noregi íhugar að kæra stjórnarmenn í gamla Glitni á Íslandi til lögreglu ef stofnunin fái ekki án tafar til baka þær 415 milljónir norskra króna sem hún telur að Glitnir hafi stungið undan. Viðskipti innlent 4.11.2008 09:23
Hagnaður Færeyjabanka eykst um 100% Færeyjabanki hagnaðist um 48,8 milljónir danskra króna, jafnvirði eins milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22,2 milljónum króna og hefur hann því aukist um 119 prósent á milli ára. Viðskipti innlent 4.11.2008 09:12
Danskir starfsmenn Sterling fá launin sín á morgun Danskir starfsmenn danska flugfélagsins Sterling fá laun sín fyrir októbermánuð greidd á morgun. Frá þessu greinir á fréttavefnum business.dk. Viðskipti innlent 3.11.2008 21:20
BT óskaði eftir gjaldþrotaskiptum í dag Á undanförnum dögum og vikum hefur verið róið að því öllum árum að tryggja áframhaldandi rekstur BT í óbreyttri mynd en án árangurs. Óskað var eftir gjaldþrotaskiptum í dag, mánudag. Viðskipti innlent 3.11.2008 19:28
Landsbankinn veitti starfsmönnum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum Landsbanki Íslands hf. veitti starfsmönnum sínum ekki lán fyrir hlutabréfakaupum í bankanum sem hluta af starfskjörum. Því hefur ekki verið um neinar niðurfellingar skulda starfsmanna eða félaga þeirra að ræða hjá bankanum. Viðskipti innlent 3.11.2008 19:23
Ein lánalína til og frá landinu Ef Sparisjóðabankinn fer í þrot, sem líkur eru á að gerist, verður hér aðeins ríkisbankastarfsemi. Það þýddi ein lánalína til og frá landi með tilheyrandi áhættu, segir bankastjóri Sparisjóðabankans. Viðskipti innlent 3.11.2008 18:49
Icelandic Group: 160 milljón evra hlutafjáraukning Stjórn Icelandic Group hf. hefur boðað til hluthafafundar þriðjudaginn 11. nóvember nk. Fyrir fundinn verður lögð tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á uppsöfnuðu tapi og í kjölfarið tillaga um hlutafjárhækkun. Verði tillögurnar samþykktar mun Eignarhaldsfélagið IG ehf., sem m.a. er í eigu Brims hf. og Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., skrá sig fyrir hlutafjáraukningunni og um leið verða stærsti hluthafi Icelandic Group. Viðskipti innlent 3.11.2008 17:35
Engin ákvörðun verið tekin um uppgjör skulda í Kaupþingi Tölvupóstar hafa gengið ljósum logum um Netheima í dag þar sem því er haldið fram að skuldir yfirmanna hjá Kaupþingi við bankann hafi verið strikaðar út. Þetta hafi verið ákveðið til þess að viðkomandi aðilar kæmust hjá gjaldþroti, en stjórnendur banka mega ekki vera gjaldþrota samkvæmt lögum. Vísir hefur leitað eftir viðbrögðum frá bankanum í dag og hefur bankinn sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu. Viðskipti innlent 3.11.2008 16:35
Century Aluminum hækkaði mest Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 19,46 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka, sem fór upp um 2,77 prósent. Viðskipti innlent 3.11.2008 16:34
Krónan fellur um 4,6 prósent Gengi íslensku krónunnar féll óvænt um 4,6 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og rauk gengisvísitalan upp í 217 stig áður en hún tók að gefa lítillega eftir. Til marks um hreyfinguna stóð gengisvísitalan í kringum 207 stig frameftir degi og þar til hún skaust upp á við eftir hádegið. Viðskipti innlent 3.11.2008 13:28
Skuldatryggingauppboð að hefjast, Landsbanki fyrstur undir hamarinn Uppboð á skuldatryggingum íslensku bankanna hefjast í þessari viku. Landsbankinn er fyrstur undir hamarinn á morgun. Reiknað er með að þeir sem seldu tryggingarnar og ábyrgðust þar með lán bankanna þurfi að borga 97% af andvirði þeirra. Viðskipti innlent 3.11.2008 13:10
Kaupþingsprinsar breyttust í einkahlutafélög korteri fyrir þjóðnýtingu Ingvar Vilhjálmsson og Frosti Reyr Rúnarsson, sem starfa báðir hjá Kaupþingi, stofnuðu báðir einkahlutafélag í sömu viku og bankinn var þjóðnýttur. Ingvar færði hlut sinn í bankanum í einkahlutafélagið en Frosti Reyr ekki að sögn upplýsingafulltrúa bankans. Viðskipti innlent 3.11.2008 12:56
Fjármagnsflótti frá landinu upp á hundruði milljarða kr. framundan Greining Glitnis gerir ráð fyrir því að erlendir fjárfestar muni grípa fyrsta tækifæri sem gefst til að losa sig við nokkur hundruð milljarða kr. í bréfum Seðlabankans. Þetta gerist um leið og krónan verður sett á flot aftur og skiptir þá engu hve háir stýrivextirnir verða. Viðskipti innlent 3.11.2008 12:31
Samkomulag um yfirtöku Árvakurs á Fréttablaðinu stendur Það hefur enginn stefnubreyting orðið af hálfu 365 varðandi það samkomulag sem gert var um að Fréttablaðið renni inn í Árvakur og 365 eignist hlut í félaginu. Þetta segir Ari Edwald, forstjóri 365, í samtali við Vísi. Viðskipti innlent 3.11.2008 12:02
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent