Viðskipti innlent

Reyna að rifta ákvörðun stjórnar gamla Kaupþings

Skömmu eftir yfirlýsingu frá fyrrverandi stjórn Kaupþings sendi nýja stjórnin frá sér yfirlýsingu. Í fyrri yfirlýsingunni kemur fram að persónulegar ábyrgðir starfsmanna vegna hlutabréfakaupa í Kaupþing hafi verið felldar niður þann 25.september sl. Nýja stjórnin segir hinsvegar að hún ætli að fá állit utanaðkomandi lögmanns um hvort ákvörðunin sé riftanleg. Þegar slík álitsgerð liggi fyrir muni stjórn bankans innheimta umræddar kröfur.

Viðskipti innlent

Samson eignarhaldsfélag gjaldþrota

Það var ekkert inni í félaginu til að mæta skuldbindingum þess, segir Ásgeir Friðgeirsson. Hann er talsmaður Björgólfsfeðga sem eiga Samson. Héraðsdómur Reykjavíkur synjaði þeim í dag um áframhaldandi greiðslustöðvun.

Viðskipti innlent

Sögulegur listi Frjálsrar verslunar yfir 300 stærstu

Frjáls verslun birtir í dag lista sinn yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi á síðasta ári. Segir í blaðinu að listann beri að skoða í sögulegu ljósi enda mörg af toppfélögunum á honum horfin eins og t.d. Kaupþing, Landsbankinn og Glitnir sem skipa þrjú efstu sætin.

Viðskipti innlent

Íhugar að kæra einstaka stjórnarmenn Glitnis

Stjórnarformaður Útflutningsbankastofnunar ríkis og fjármálafyrirtækja, Eksportfinans, í Noregi íhugar að kæra stjórnarmenn í gamla Glitni á Íslandi til lögreglu ef stofnunin fái ekki án tafar til baka þær 415 milljónir norskra króna sem hún telur að Glitnir hafi stungið undan.

Viðskipti innlent

Hagnaður Færeyjabanka eykst um 100%

Færeyjabanki hagnaðist um 48,8 milljónir danskra króna, jafnvirði eins milljarðs króna, á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 22,2 milljónum króna og hefur hann því aukist um 119 prósent á milli ára.

Viðskipti innlent

Ein lánalína til og frá landinu

Ef Sparisjóðabankinn fer í þrot, sem líkur eru á að gerist, verður hér aðeins ríkisbankastarfsemi. Það þýddi ein lánalína til og frá landi með tilheyrandi áhættu, segir bankastjóri Sparisjóðabankans.

Viðskipti innlent

Icelandic Group: 160 milljón evra hlutafjáraukning

Stjórn Icelandic Group hf. hefur boðað til hluthafafundar þriðjudaginn 11. nóvember nk. Fyrir fundinn verður lögð tillaga um lækkun hlutafjár til jöfnunar á uppsöfnuðu tapi og í kjölfarið tillaga um hlutafjárhækkun. Verði tillögurnar samþykktar mun Eignarhaldsfélagið IG ehf., sem m.a. er í eigu Brims hf. og Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., skrá sig fyrir hlutafjáraukningunni og um leið verða stærsti hluthafi Icelandic Group.

Viðskipti innlent

Engin ákvörðun verið tekin um uppgjör skulda í Kaupþingi

Tölvupóstar hafa gengið ljósum logum um Netheima í dag þar sem því er haldið fram að skuldir yfirmanna hjá Kaupþingi við bankann hafi verið strikaðar út. Þetta hafi verið ákveðið til þess að viðkomandi aðilar kæmust hjá gjaldþroti, en stjórnendur banka mega ekki vera gjaldþrota samkvæmt lögum. Vísir hefur leitað eftir viðbrögðum frá bankanum í dag og hefur bankinn sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.

Viðskipti innlent

Century Aluminum hækkaði mest

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 19,46 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi bréfa í hinum færeyska Eik banka, sem fór upp um 2,77 prósent.

Viðskipti innlent

Krónan fellur um 4,6 prósent

Gengi íslensku krónunnar féll óvænt um 4,6 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og rauk gengisvísitalan upp í 217 stig áður en hún tók að gefa lítillega eftir. Til marks um hreyfinguna stóð gengisvísitalan í kringum 207 stig frameftir degi og þar til hún skaust upp á við eftir hádegið.

Viðskipti innlent