Viðskipti innlent

Viðræður en ekki samkomulag

Landsbankinn átti í viðræðum við breska fjármálaeftirlitið (FSA) um að Icesave innlánareikningar bankans í Bretlendi yrðu færðir með flýtimeðferð yfir í dótturfélag hans þar í landi. Þetta fullyrðir Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans og vísar í yfirlýsingar fyrrum

Viðskipti innlent

Bréf Atlantic Petroleum falla um 21,4 prósent

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum féll um 21,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins. Þá féll gengi bréfa í Straumi um 3,59 prósent og í Össuri um 2,29 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 1,67 prósent og Bakkavarar um 1,56 prósent.

Viðskipti innlent

Gjaldeyrishöft ekki afnumin að sinni

Samkvæmt nýjum reglum um gjaldeyrismál ber að endurskoða þær eigi síðar en 1. mars 2009. Seðlabank Íslands hefur metið hvort nauðsynleg skilyrði þess að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft séu til staðar og komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki.

Viðskipti innlent

Vinnuhópur skipaður um málefni Sparisjóðabankans

Í framhaldi af þeim viðræðum sem hafa átt sér stað á milli Sparisjóðabanka Íslands hf. og stærstu lánveitenda bankans um fjárhagslega endurskipulagningu hans hefur verið skipaður vinnuhópur með fulltrúum Seðlabanka Íslands, erlendra lánveitenda og bankans sjálfs.

Viðskipti innlent

Leita að 50 milljónum dollara í útrásarverkefni

Reykjavík Geothermal sem Guðmundur Þóroddsson fyrrum forstjóri REI og Orkuveitunnar stofnaði í ágúst í fyrra leitar nú að 50 milljónum dollara frá alþjóðlegum fjárfestum. Gunnar Örn Gunnarsson forstjóri fyrritækisins segir ætlunina að setja peningana í verkefni í þremur löndum um þróun og byggingu virkjana. Hann segir fyrirtækið gera sér grein fyrir að upphæðin sé stór en hún er hugsuð yfir fimm ára tímabil.

Viðskipti innlent

Segir annan eiganda Tals hafa haldið sér nauðugri

Ragnhildur Ágústsdóttir, sem á fimmtudag var vikið úr starfi sem forstjóri Tals, hefur kært Jóhann Óla Guðmundsson, annan aðaleiganda Tals, og lögmann hans fyrir frelsissviptingu. Hún fullyrðir að þeir hafi haldið sér nauðugri í fundarherbergi í höfuðstöðvum Tals í hátt í klukkustund og látið taka farsímanúmer hennar úr sambandi.

Viðskipti innlent

Bankarnir afskrifa sex þúsund milljarða

Líklegt er að nýju bankarnir, Íslandsbanki, Kaupþing og Landsbankinn, afskrifi rúm fjörutíu prósent skulda sinna eftir efnahagshrunið í fyrrahaust. Um þrjátíu prósent þurfa uppstokkunar við en afgangurinn er traustur, samkvæmt gæðamati breska fjármálafyrirtækisins Oliver Wyman á lánasöfnum bankanna.

Viðskipti innlent

Hagnaður Íslandspósts nam 79 milljónum króna í fyrra

Hagnaður varð af rekstri Íslandspósts hf. á árinu 2008 að fjárhæð 79 milljónir króna og var EBITDA um 522 milljónir króna. Heildartekjur félagsins á síðasta ári námu 6,6 milljörðum króna og höfðu aukist um 7% frá fyrra ári. Heildareignir voru 4,9 milljarðar króna í árslok 2008 og eigið fé nam 2,6 milljörðum króna. Félagið greiddi 90 milljónir króna í arð til ríkissjóðs á árinu.

Viðskipti innlent

Fékk verstu seðlabankastöðu meðal vestrænna þjóða

Fyrirsögn norsku vefsíðunnar e24.no á umfjöllun um fyrsta blaðamannafund Sven Harald Öygard nýs seðlabankastjóra er „Fékk verstu seðlabankastöðu meðal vestrænna þjóða“. Er þar átt við að erfiðleikarnir sem Sven Harald kemur til með að glíma við virðast nær óyfirstíganlegir.

Viðskipti innlent