Viðskipti innlent

Málflutningur í máli Hansa í dag

Málflutningur í máli Hansa, eignarhaldsfélags enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham, fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Félagið, sem er að mestu í eigu Björgólfs Guðmundssonar, hefur verið í greiðslustöðvun frá því í nóvember á síðasta ári en stærstu kröfuhafar vilja að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Viðskipti innlent

Jafet greiði 250 þúsund í sekt

Jafet Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri VBS fjárfestingabanka, var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki. Jafeti var gert að greiða 250 þúsund krónur í sekt ella sæta 18 daga fangelsis.

Viðskipti innlent

Færeyskt tryggingafélag vill á íslenskan markað

Tryggingarfelagið Føroyar stefnir að því að hefja starfsemi á Íslandi fyrir árslok 2009. Þetta tilkynnti Edvard Heen, framkvæmdastjóri félagsins, á fréttamannafundi í morgun í Reykjavík. Á fundinum kom fram að ráðamenn í færeyska félaginu hefðu frá því snemma árs 2007 kannað möguleika á að koma inn á íslenska markaðinn. Veruleg hreyfing hafi komist á málið í ágúst 2008 og formleg ákvörðun um starfsemi á Íslandi síðan verið tekin á stjórnarfundi fyrirtækisins fyrir réttum tveimur vikum, 24. febrúar 2009.

Viðskipti innlent

Kauphöllin sektar Bakkavör og Milestone

Kauphöllin hefur ákveðið að áminna Bakkavör Group og Milestone og beita févíti. Bakkavör er gert að greiða 2,5 milljónir króna í sekt vegna ummæla Lýðs Guðmundssonar stjórnarformanns félagsins í sjónvarpsviðtali. Sekt Milestone nemur 1,5 milljón króna.

Viðskipti innlent

Tryggðar innistæður í Straumi um 60 milljarðar

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segist ekki búast við því að fall Straums hafi umtalsverð áhrif á fjárhag hins opinbera. Hann bendir á að bankinn hafi ekki starfað með ríkisábyrgð annari en þeirri sem nær til innistæðna. Við fyrstu sýn, segir Gylfi, má reikna með að þær fjárhæðir nemi um 60 milljörðum en að ekkert bendi til annars en þess að eignir bankans dugi fyrir þeirri fjárhæð.

Viðskipti innlent

FME sektar Marel um milljón vegna verðbréfaviðskipta

Þann 4. desember 2008 tók stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) ákvörðun um að sekta Marel Food Systems hf. vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti . FME taldi með vísan til atvika máls að öðru leyti, þ.e. stjórnvaldssekta í sambærilegum málum, að hæfileg sekt væri kr. 1.000.000,-.

Viðskipti innlent

Hrun Straums rýrir Úrvalsbréf um 10%

Landsvaki, rekstrarfélag verðbréfa- og fjárfestingasjóða Landsbankans , vill taka fram að yfirtaka Fjármálaeftirlitsins á Straumi-Burðarási Fjárfestingarbanka mun ekki hafa áhrif til gengislækkunar á neinum verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum rekstrarfélagsins öðrum en Úrvalsbréfum Landsbankans.

Viðskipti innlent

Það hefði getað farið verr hjá Árnastofnun

Árnastofnun hefur yfir að ráða tveimur sjóðum sem ætlaðir eru til bókakaupa. Þetta eru Bókasjóður Þorsteins M. Jónssonar og Sigurjónu Jakobsdóttur og Minningarsjóður Birgit Baldwin. Í ársskýrslu Árnastofnunar kemur fram að við hrun bankakerfisins í október hafi þessir sjóðir beðið nokkra hnekki en þó hefði getað farið verr. Þrátt fyrir að stór hluti sjóðanna hafi verið varðveittir í peningamarkaðssjóði þá voru þeir í sjóði Kaupþings sem rýrnaði minnst af þeim peningamarkaðssjóðum sem starfræktir voru fyrir fallið.

Viðskipti innlent