Viðskipti innlent

Kaupfélag Skagfirðinga skilar ágætu uppgjöri

Aðalfundur Kaupfélags Skagfirðinga (KS) verður haldin á morgun en í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að heildartekjur félagsins á árinu 2008 voru tæplega 19 milljarðar króna. Þá var hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði rúmlega 3,1 milljarður króna.

Viðskipti innlent

Icelandair veitir viðurkenningu fyrir met í stundvísi

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair, hefur afhent starfsfólki stjórnstöðvar Icelandair á Keflavíkurflugvelli viðurkenningu fyrir nýtt met í stundvísi félagsins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins komu og fóru farþegaþotur Icelandair á réttum tíma í 92,6% tilvika.

Viðskipti innlent

Lokið við bráðabirgðaverðmat eigna

Fullnaðarútgáfa úttektar á verðmati eigna sem fluttar voru úr gömlu bönkunum í þá nýju og úttekt á framkvæmd á vinnslu verðmats eigna bankanna liggur væntanlega fyrir í næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu (FME).

Viðskipti innlent

West Ham úr greipum Björgólfs

Knattspyrnufélagið West Ham, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar, verður á næstu vikum tekið yfir af erlendum kröfuhöfum. Það er breska blaðið The Guardian sem greinir frá þessu í kvöld. Þar segir enn fremur að skilanefnd Straums muni taka við félaginu af Björgólfi í aðgerðum sínum til þess að endurheimta þá fjármuni sem töpuðust í bankahruninu.

Viðskipti innlent

Yfirtaka á Exista í uppnámi

Stjórn Kaupþings mun á næstu dögum ákveða hvort að yfirtökutilboði Bakkabræðra á Exista verði tekið. Tilboðið gerir ráð fyrir að hluthafar fái 0,02 krónur fyrir hvern hlut. Rán segir hluthafi.

Viðskipti innlent

Hagvöxtur þarf að vera 4,5% til að fjölga störfum um 20 þúsund

Líklegt er að landsframleiðsla þurfi að vaxa um tæpan fjórðung fram til ársins 2015 til þess að störfum verið fjölgað um 20 þúsund. Þetta kemur fram í nýrri frétt á vef Samtaka atvinnulífsins en tölfræði frá árunum 1963 - 2008 sýnir að hverri prósentu í hagvexti fylgdi fjölgun starfa um hálft prósent á þeim tíma.

Viðskipti innlent

Ljóst að 3.200 störf hafa tapast í mannvirkjagerð

Fimmtungur þeirra sem voru án atvinnu í lok mars störfuðu áður við mannvirkjagerð eða samtals tæplega 3.500 manns. Áður en bankahrunið skall á í byrjun október var fjöldi atvinnulausra sem áður störfuðu við mannvirkjagerð rétt tæplega 200. Þannig er ljóst að 3.200 störf í mannvirkjagerð hafa tapast á undanförnum 6 mánuðum.

Viðskipti innlent

Annað hrun á Íslandi ef ekki er sótt um aðild að ESB

Benedikt Jóhannesson ritstjóri Vísbendingar segir í grein í Morgunblaðinu í dag að ef Ísland sæki ekki um aðild að Evrópusambandinu á næstu mánuðum stefni í annað hrun íslenska efnahagskerfisins. Þeir sem hafni nú Evrópusambandsaðild hafi ekki bent á neina aðra leið úr rústum bankahrunsins.

Viðskipti innlent

Um þúsund aðilar hafa fjárfest í Ríkissafni Íslandsbanka

Ríkissafn Íslandssjóða hefur hlotið góðar viðtökur fjárfesta frá stofnun sjóðsins í byrjun desember, en sjóðurinn fjárfestir eingöngu í ríkistryggðum skuldabréfum með stuttan líftíma og innlánum fjármálastofnana. Um eitt þúsund aðilar, bæði einstaklingar og fagfjárfestar, hafa fjárfest í sjóðnum fyrir rúma 6 milljarða króna.

Viðskipti innlent