Viðskipti innlent

Vextir af krónubréfum 3,9 milljarðar fyrir maílok

Vaxtagreiðslur af krónubréfum til loka maí munu nema 3,9 milljörðum kr. Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi hagfræðideildar Landsbankans.

Alls eru nú útistandandi 116 milljarðar kr. í krónubréfum og hefur upphæðin lækkað töluvert síðan í fyrra. Í dag, fimmtudag, eru 3 milljarðar kr. á gjalddaga. Aðrir 3 milljarðar kr. eru á gjalddaga þann 27. apríl og í maí eru 18 milljarðar kr. á gjalddaga. Vaxtagreiðslurnar af þessum bréfum nema 3,9 milljörðum kr. eins og áður segir.

Í fréttabréfinu segir að þar sem gjaldeyrishöftin komi í veg fyrir að hægt sé að fá framangreindar upphæðir, utan vextina, greiddar í gjaldeyri megi reikna með að þessum krónubréfum verði breytt í ríkisbréf.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×