Viðskipti innlent

Leita meðeiganda að West Ham

Georg Andersen, forstöðumaður samskiptasviðs Straums, staðfestir í samtali við Vísi að CB Holdings, eignarhaldsfélag West Ham, sé að leita að nýjum aðila inn í rekstur knattspyrnufélagsins.

Viðskipti innlent

Reyna að bjarga stöðugleikasáttmálanum

Reynt verður til þrautar í dag að bjarga stöðugleikasáttmálannum. Ríkisstjórnin ætlar að funda með aðilum vinnumarkaðarins eftir hádegi en framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nauðsynlegt að lækka stýrivexti og ryðja veginn fyrir stóriðjuframkvæmdum.

Viðskipti innlent

CB Holdings fær fjárfestingarbanka til að sjá um sölu West Ham

Enska knattspyrnufélagið West Ham er komið í söluferli, eftir því sem fullyrt er á vef breska blaðsins Times. Þar segir að CB Holdings, sem er í eigu Straums, hafi ráðið fjárfestingabankana Rothchild og Standard Bank til þess að sjá um söluferlið. Rothschild hefur mörgum sinnum komið að sölu á íþróttafélögum, til dæmis þegar Randy Lerner keypti Aston Villa árið 2006.

Viðskipti innlent

Nýherji skilar hagnaði á þriðja ársfjórðungi

EBIDTA hagnaður Nýherja hf. nam 107 mkr á þriðja ársfjórðungi en þetta kemur fram í uppgjöri fyrirtækisins fyrir þann ársfjórðung. Forstjóri félagsins segir viðsnúning hafa orðið á rekstri félagsins en afkoma af hugbúnaðarverkefnum erlendis var góð á þessu tímabili. Þá segir í tilkynningu frá Nýherja að rekstur Applicon félaga í Danmörku og Svíþjóð sé stöðugur en áform eru um útgáfu á nýju hlutafé.

Viðskipti innlent

Tekist á um arðgreiðslur í stjórn Faxaflóahafna

Tekist var á um arðgreiðslur til Reykjavíkurborgar á fundi stjórnar Faxaflóahafna í vikunni. Samkvæmt fjárhagsáætlun Faxaflóahafna fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að arðgreiðslurnar nemi 173 milljónum kr. eða um 8% af tekjunum og kæmi 75% af þeirri upphæð í hlut borgarinnar en afgangurinn rennur til annarra eigenda hafnanna.

Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur, í kjölfar útboðs á íbúðabréfum, ákveðið að lækka útlánavexti sjóðsins sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,55% og 5,05% á íbúðalán án uppgreiðsluákvæðis. Hin nýja vaxtaákvörðun tekur gildi í dag, 23. október 2009.

Viðskipti innlent

VÍS og Sparisjóðurinn AFL í eina sæng

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og Sparisjóðurinn Afl hafa samið um að sparisjóðurinn verði umboðsaðili VÍS í Skagafirði og á Siglufirði. Í kjölfarið munu starfsmenn á þjónustuskrifstofu VÍS á Sauðárkróki flytjast yfir til sparisjóðsins. Þetta kemur fram á Feykir.is.

Viðskipti innlent

Hagdeild ASÍ: Kreppan nær botni á fyrrihluta næsta árs

Sú mikla lægð sem gengur yfir íslenskt efnahagslíf nær botni sínum á fyrri hluta næsta árs og fyrir höndum er vinna við að reisa hagkerfið að nýju. Mikill samdráttur í landsframleiðslu leiðir til þess að landsmenn hafa minni verðmæti til skiptanna og tímabundið dregur úr lífskjörum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri spá hagdeildar ASÍ um horfur í efnahagsmálum til ársins 2012.

Viðskipti innlent

Hugmyndir um að lífeyrissjóðirnir greiði niður Icesave-skuld

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að hugmyndir um aðkomu lífeyrissjóðina að Icesave eiga rétt á sér, þ.e. sjóðirnir borgi niður skuldina en fái fjármagn frá ríkissjóði á móti. Með þessu mætti lækka verulega vaxtauppsöfnun fyrir ríkissjóð og slík fjárfesting gæti verið á álitlegum kjörum fyrir lífeyrissjóðina.

Viðskipti innlent

OR verður skipt í tvo fyrirtæki

Uppskipting Orkuveitu Reykjavíkur í tvö fyrirtæki, þar sem annað sinnir sérleyfisstarfsemi eins og veitum og hitt sér um raforkuframleiðslu- og sölu, er á lokastigi. Stefnt er að því að skipta fyrirtækinu upp um áramót.

Viðskipti innlent

Frekari kaupmáttarskeriðing framundan næstu misserin

Nú hefur kaupmáttur launa ekki verið lægri síðan í árslok 2002 og reikna má með enn frekari kaupmáttarskerðingu næstu misseri. Ljóst er að samningsstaða flestra launþega er nokkuð veik og reikna má með að enn fleiri komi til með að sæta beinum nafnlaunalækkunum.

Viðskipti innlent

Aflaverðmæti eykst um tæp 20% milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 65 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins 2009, samanborið við rúmlega 54 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um tæplega 11 milljarða eða 19,7 % á milli ára. Aflaverðmæti í júli nam 11,2 milljörðum króna miðað við 8,9 milljarða í júlí 2008.

Viðskipti innlent