Viðskipti innlent

Frumvarp um skuldavanda heimila samþykkt

Frumvarp um almenna greiðsluaðlögun sem á að forða fólki frá hættunni á frekari gengisfellingu eða verðbólgu er orðið að lögum.

Rétt áður en lögin voru samþykkt á Alþingi í gær var tillögum um breytingar á lögum um tekjuskatt kippt út úr frumvarpinu. Morgunblaðið greinir frá því í dag að tillögurnar hefðu óbreyttar heimilað skattfrjálsar afskriftir risastórra kúlulána, sem tekin voru vegna hlutabréfakaupa.

Tekjuskattstillögunni var þess í stað vísað til efnahags- og skattanefndar Alþingis til frekari meðferðar. Þykir hún andstæð tilgangi frumvarpsins sem ætlað er að aðstoða fólk og fyrirtæki í skuldavanda en ekki að frýja þá sem tóku kúlulán ábyrgð.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×