Tónlist

Diddú og rússneski Terem kvartettinn í Salnum

Rússnesku snillinarnir í Terem kvartettnum munu leika á TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs, fimmtudaginn 15. febrúar næstkomandi. Þeir leika á þjóðleg rússnesk hljóðfæri og eru þegar orðnir átrúnaðargoð í heimalandi sínu. Terem kvartettinn hefur leikið með listamönnum á borð við Rostroprovitz, Nigel Kennedy, Peter Gabriel, Bobby McFerrin og Led Zeppelin svo nokkrir séu nefndir.

Tónlist

The Who á Hróarskeldu

Á hverju ári kynnir Hróarskelda einhver goðsagnakennd nöfn úr rokkheiminum og í ár mun rokkhljómsveitin The Who vera meðal þeirra sem spila á hátíðinni sem haldin verður í sumar dagana 5.-8. júlí.

Tónlist

Hafdís Huld með lungnasýkingu

Tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir hefur frestað tónleikaferð sinni um Bretland vegna lungnasýkingar. Hafdís átti að koma fram á fyrstu tónleikunum í Birmingham í fyrrakvöld en ekkert varð af þeim. Ráðlögðu læknar henni að hvíla sig næstu tvær vikurnar, því annars gæti hún skaðað röddina.

Tónlist

Landsbyggðin rokkuð

Hljómsveitin Nevolution gerir víðreist um landið og heldur tónleika í sal Grunnskólans á Ísafirði í kvöld. Þar leikur sveitin ásamt hljómsveitinni Canora en meðlimir vestfirsku unglingahljómsveitarinnar Xenophobia munu hita upp lýðinn.

Tónlist

Magni þeirra Færeyinga

„Þetta er að vissu leyti svipað og Magnaæðið sem gekk yfir Ísland síðasta sumar en aðeins öðruvísi í ljósi þess að Færeyingar geta ekki horft á þáttinn,“ segir Jens Kr. Guðmundsson um áhuga Færeyinga á landa þeirra Jógvani Hansen.

Tónlist

Ný plata frá Interpol

Bandaríska rokksveitin Interpol ætlar að gefa út sína þriðju plötu hinn 5. júní næstkomandi á vegum Capital Records.

Tónlist

Nýjar fréttir af 12 tónabræðrum

Lárus í 12 tónum er bara heldur ánægður með lífið þessa dagana. Nýorðinn faðir að sínu þriðja barni og fyrirtæki þeirra félaganna dafnar vel: „Við eru í skýjunum yfir árangri okkar fólks á Íslensku tónlistarverðlaununum í síðustu viku.

Tónlist

Nýtt söngvaskáld á svið

„Ég vona að þetta verði ekki eitthvert „cover-drasl“. Er ekki nóg komið af Idol og X-Factor?“ spyr Kristján Þorvaldsson, fyrrverandi ritstjóri og söngvaskáld. Kristján er meðal þátttakenda í Stóru trúbadorkeppninni sem fram fer á Sportbarnum innan tíðar.

Tónlist

Vinna með Brian Eno

Breska hljómsveitin Coldplay nýtur liðsinnis Brians Eno á næstu plötu sinni. Upptökustjórinn Eno er þekktastur fyrir að vinna með U2, Roxy Music og David Bowie og hyggst hann bæta enn einni rósinni í hnappagat sitt með því að vinna með risunum í Coldplay.

Tónlist

Franskt útvarp FM 89.0

Radio France Internationale hóf útsendingar hér á landi í fyrsta sinn um síðustu helgi og útvarpar allan sólarhringinn og alla daga vikunnar á tíðninni FM89,0. Útsendingin er til eins árs í senn og nær yfir allt höfuðborgarsvæðið.

Tónlist

Andrea í Mosó

Tónlistarfélag Mosfellsbæjar stendur á föstudag fyrir tónleikum með söngkonunni Andreu Gylfadóttur og Tríói Kjartans Valdemarssonar og verða þeir í Hlégarði kl. 21. Miðar eru seldir við innganginn.

Tónlist

Picknick í kvöld

Dúettinn Picknick heldur tónleika á Domo í kvöld. Hljómsveitina skipa þau Sigríður Eyþórsdóttir, sem áður var í Santiago, og Þorsteinn Einarsson, fyrrverandi söngvari Hjálma.

Tónlist

Músiktilraunir í nánd

Nú er farið að kynda undir Músík-tilraunirnar sem verða þetta árið haldnar í Loftkastalanum og lokaúrslitin í Verinu á Seljavegi vestast í vesturbænum gamla í Reykjavík.

Tónlist

Spila á By:Larm

Söngkonan Lay Low og hljómsveitirnar Reykjavík! og Ultra Mega Technobandið Stefán koma fram á skandinavísku tónlistarráðstefnunni By:Larm sem verður haldin í Noregi 8. til 10. febrúar. Spila þau undir merkjum Iceland Airwaves-hátíðarinnar.

Tónlist

Á tónleikaferð um Evrópu

Söngvarinn og Eurovision-hetjan Eiríkur Hauksson fer í tónleikaferðalag um Evrópu í vor með hljómsveitinni Live Fire and the All Viking Band. Forsprakki sveitarinnar er Ken Hensley, einn af upprunalegum meðlimum rokksveitarinnar fornfrægu Uriah Heep, sem heldur tónleika í Laugardalshöll 27. maí ásamt Deep Purple. Hætti hann í sveitinni árið 1980.

Tónlist

Brekkusöngur í Smáralind

Á sýningunni Eyjan okkar, sem haldin verður í Smáralindinni 3. mars næstkomandi, verða Vestmannaeyjar og bestu afurðir þeirra kynntar fyrir gestum og gangandi. Á meðal þeirra er að sjálfsögðu brekkusöngurinn víðfrægi, sem verður haldinn með pompi og pragt í Vetrargarðinum að kvöldi dags.

Tónlist

Fersk nálgun

Hljómsveitin Kimono og listamaðurinn Curver hafa gefið út plötuna Curver + Kimono. Um er að ræða nýja útgáfu á fyrstu plötu Kimono, Mineur Agressif.

Tónlist

Kurt býr til homma

Samkvæmt Donnie Davis, meðlimi bandaríska sértrúarsafnaðarins Love God's Way, getur fólk orðið samkynhneigt á því að hlusta á hljómsveitir á borð við Nirvana, The Doors og Wilco.

Tónlist

Ringo veitir verðlaun

Bítillinn fyrrverandi Ringo Starr mun afhenda meðlimum Oasis heiðursverðlaun á næstu Brit-verðlaunahátíð þann 14. febrúar. Oasis hefur ávallt litið upp til Bítlanna eins og heyra má á tónlist sveitarinnar. Sonur Ringo Starr, Zak Starkey, er núverandi trommari Oasis. Gekk hann til liðs við sveitina eftir að Alan White yfirgaf hana fyrir tveimur árum.

Tónlist

Stormsker á Asíumarkað

„Þessi plata er ekkert endilega hugsuð fyrir íslenskan markað. Ég hef verið í viðræðum við eitt af stærstu kompaníum í Bangkok og vel inni í myndinni að hún komi út um alla Asíu á næsta ári.

Tónlist

Synir Marley´s halda tónleika

Synir Marley´s ráðgera afmælistónleika Fjórir synir Bob Marley´s áforma nú að halda tónleika á Jamaica í tilefni afmælisdags reggae stjörnunnar, en hann hefði orðið 62ja ára 6. febrúar. Tónleikarnir “Smile Jamaica” verða haldnir í Nine Miles, St Ann, fæðingarstað söngvarans. Tónleikarnir eru hluti af afmælisviku til höfuðs Marley´s þar sem ýmislegt er gert til að fagna afmælisdeginum

Tónlist

Jóhann Friðgeir á hádegistónleikum

Stórtenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson mun flytja dramatískar aríur með Antoníu Hervesi, píanóleikara, á hádegistónleikum í listasafninu Hafnarborg, á morgun fimmtudag. Bera tónleikarnir yfirskriftina ,,Ástin er dauðans alvara".

Tónlist

The Eagles gefa út nýja hljómplötu

Hljómsveitin Eagles sem þekktust er fyrir lag sitt “Hotel California” vinnur nú að útgáfu nýrrar hljómplötu, en það er fyrsta plata sveitarinnar með nýjum lögum í tæp þrjátíu ár. Tímaritið Las Vegas Review hafði þetta eftir Don Henley, einum stofnanda hljómsveitarinnar á tónleikum nýverið. Frá árinu 1980 hafa nokkrar plötur verið gefnar út af upptökum frá tónleikum hljómsveitarinnar.

Tónlist

Álfar og fjöll með gull

Friðrik Karlsson og Þórunn Lárusdóttir fengu á dögunum afhendar gullplötur fyrir 5000 stk sölu á plötunni Álfar og fjöll, sem kom út fyrir síðustu jól.

Tónlist

Úrslitakeppni hafin í X-Factor

Úrslitakeppnin í X-Factor hefst í beinni útsendingu frá Vetrargarðinum í Smáralind á föstudagskvöldið kemur, 26. janúar. Þar hefur verið komið upp stærstu og tilkomumestu sviðsmynd sem gerð hefur verið fyrir íslenskt sjónvarp og allt til reiðu svo keppnin geti hafist - stórkostleg sjónvarpsskemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Tónlist