Skoðun

Fréttamynd

Að­stand­endur heila­bilunar­sjúk­linga

Magnús Karl Magnússon

Heilabilun er sjúkdómur sem fáir vilja tala um og enginn vill fá. En staðreyndin er sú að sjúkdómar sem valda heilabilun munu herja á sístækkandi hlutfall þjóðar með hækkandi meðalaldri. Rétt er einnig að muna að heilabilunarsjúkdómar geta gert vart við sig hjá fólki á miðjum aldri.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvers vegna má ekki ræða hag­ræðingu?

Síðustu daga hefur sprottið upp mikil og ekki síður mikilvæg umræða um framtíð menntunar og menntastofnana. Menntamálaráðherra ákvað í lok apríl síðastliðnum að setja af stað könnun um aukið samstarf eða sameiningu nokkurra framhaldsskóla á landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Kosningar í Pól­landi

Eftir innan við mánuð fara fram þingkosningar í Póllandi. Ekki er gott að spá hvort stjórnarflokkurinn PiS (Lög og Réttlæti) muni bera sigur af hólmi eða hvort stjórnandstaðan sigri og færi landið aftur á braut lýðræðis.

Skoðun
Fréttamynd

Hags­muni borgar­búa í fyrsta sæti

Sósíalistar lögðu í gær fram tillögu þess efnis að fasteignaskattar á atvinnuhúsnæði hækki í sama hlutfall og þeir voru í áður en borgarstjórn lækkaði þá í miðjum covid faraldri. Vegna þeirrar ákvörðunar hefur borgin orðið af 1,4 milljörðum króna sem nýta hefði mátt í grunnþjónustu við íbúa eða til að bæta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. 

Skoðun
Fréttamynd

Sjúkra­liðar mættir til leiks

Nýverið bárust fréttir að um fimm hundruð manns væru á biðlista eftir hjúkrunarrými á landinu og að byggja þurfi ígildi níu hjúkrunarheimila eingöngu í Reykjavík til að mæta gríðarlegri fjölgun eldri borgara. Forstjóri Sóltúns sagði af því tilefni að þjóðin væri að renna út á tíma í málefnum aldraðra.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lendingar standa ekki gegn hatri

Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg.

Skoðun
Fréttamynd

Svan­dís sýndi á spilin

Íhaldið sem á og stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Mogganum glímir nú við skyndilegt kvíðakast. Ástæðan eru upplýsingar Svandísar Svafarsdóttur í þætti í útvarpi FM 89,1.

Skoðun
Fréttamynd

Sumar hinna háu sekta

Á örfáum mánuðum hafa margar af helstu eftirlitsstofnunum á sviði fjármála- og viðskiptalífs á Íslandi lagt á langhæstu sektir í sögu hverrar stofnunar fyrir sig. 

Skoðun
Fréttamynd

Má Lands­virkjun henda milljörðum?

Viðhorf til kerfis upprunaábyrgða, þessa einfalda bókhaldskerfis sem orkufyrirtæki þjóðarinnar hagnast vel á, hefur því miður mótast að hluta af upplýsingaóreiðu og falsfréttum.

Skoðun
Fréttamynd

Mikilvægi geðræktar og áhrif vímuefna á líðan okkar

Gulur september er mikilvæg vitundarvakning fyrir okkur öll þar sem geðrækt, líðan og sjálfsvígsforvarnir koma okkur öllum við. Í samfélagi þar sem mörg upplifa auknar kröfur og meiri hraða virðist tíminn fyrir geðrækt og áherslur á andlega líðan fara minnkandi. 

Skoðun
Fréttamynd

Vindmyllur á Íslandi

Hér á Íslandi höfum við beislað orkuna með vatnsaflsvirkjunum. Vindorka hefur verið að ryðja sér til rúms hér á landi og sjá má vindmyllur við Búrfell og brátt rís vindorkugarður í Garpsdal á Vesturlandi. Stefnan er að verða sjálfbær í orkumálum.

Skoðun
Fréttamynd

Verndun villtra laxastofna

Á hverjum degi fáum við nú hræðilegar nýjar fréttir af umfangi þess umhverfisskaða sem strok þúsunda frjórra eldislaxa úr sjókvíum Arctic Seafarm í Patreksfirði er að valda. Upp er kominn gjörbreytt staða fyrir verndun villtra íslenskra laxastofna, sem krefst tafarlausra aðgerða.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil upp­bygging leik­skóla í Reykja­vík

Mikil uppbygging stendur yfir í leikskólamálum borgarinnar sem mun skila sér í nær helmings fjölgun leikskólaplássa yfir 10 ára tímabil. Í fyrra var metár þegar 600 ný pláss voru tekin í notkun og á næsta ári stefnir í að leikskólaplássum fjölgi enn meira eins og síðar verður vikið að.

Skoðun
Fréttamynd

Há­skólar 21. aldarinnar

Bandaríski hagfræðingurinn Steven Levitt sagði að hvati væri byssukúla eða lykill; oft lítill hlutur sem gæti haft gríðarlega mikil áhrif til breytinga. Það skiptir máli að öll kerfi séu stillt af með réttum hvötum því það hefur mikil áhrif á það hver útkoman úr þeim verður.

Skoðun
Fréttamynd

Dóma­for­dæmi: Rétt­læti hins sterka

Mér var kennt það í barnaskóla að dómar Hæstaréttar ættu að vera fordæmisgef­andi fyrir dómskerfið í heild. Samt sem áður leyfir Hæstiréttur sér að samþykkja og skila frá sér dómum þar sem einkum önnur hlið málsins er útskýrð, það er hlið þess sem dæmt er í vil, en því sleppt jafnvel alveg að minnast á hina hlið málsins.

Skoðun
Fréttamynd

Raf­magnað sam­band skemmti­ferða­skipa

Það verða tímamót í dag í gömlu höfninni í Reykjavík við Faxagarð. Þá verður fyrsta skemmtiferðaskipið, Hurtigruten Expeditions, tengt við rafmagn í höfn en Faxaflóahafnir er ein af 2% hafna á heimsvísu með slíka tengingu.

Skoðun
Fréttamynd

Auð­lindin okkar – and­svar

Atli Hermannsson ritar grein á visir.is þar sem hann gagnrýnir ýmislegt við verkefni Svandísar Svavarsdóttur, Auðlindin okkar. Einhvern veginn tengir hann það verkefni við erindi sem ég hélt á málþingi um orkuskipti í sjávarútvegi sem haldið var á vegum Matís í Hörpu á dögunum.

Skoðun
Fréttamynd

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur.

Skoðun
Fréttamynd

Fé­lags­leg sam­skipti eru for­senda góðrar heilsu

Félagsleg einangrun spyr ekki um aldur, kyn né þjóðerni og það eitt að tilheyra hóp er ein af grunnþörfum manneskjunnar. Félagsleg þátttaka er ekki bara skemmtileg viðbót við líf okkar, heldur hreint út sagt nauðsynleg fyrir almenna vellíðan og góða heilsu.

Skoðun
Fréttamynd

Forgangsverkefni / hurfu í money heaven

Er ekki eitthvað vitlaust gefið hérna þegar 9000 milljónir fara í hindurvitna stofnun eins og kirkjuna og 15-17 þúsund milljónir í innflytjendur. Hvað hafa farið mörg þúsund milljónir í höfuðstöðvar Landsbankans og af hverju er ekki fyrir löngu búið að reisa þennan langþráða nýja Landspítala.

Skoðun
Fréttamynd

Manstu ekki eftir mér?

„Manstu ekki eftir mér? Mikið lítur vel út beibí frábært hár. Manstu ekki eftir mér? Hvar ertu er búin að vera öll þessi ár?“ Við erum mörg sem þekkjum þessar laglínur og raulum þær meira að segja stundum, ekki satt!

Skoðun
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.