Skoðun

Fréttamynd

Hvað er ég að vilja upp á dekk

Signý Sigurðardóttir

Mér er engin launung á því að málefnið sem ýtir mér af stað í þessa vegferð eru leikskólamálin. Ég er komin fram á völlinn til að halda uppi skýrri afstöðu til hlutverks Reykjavíkurborgar í málefnum leikskóla og það er í grunninn ástæðan fyrir að ég er komin hingað. Í framboð til forystu Viðreisnar í Reykjavík.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hvers virði er líf?

Þegar manneskja deyr í slysi eða vegna ofbeldis segjum við oft að ekkert komi í stað hennar, sérstaklega ef hún var saklaus, barn eða foreldri einhvers. Samt setjum við verðmiða á dauðann í formi skaðabóta og segjum að þær séu alltaf of lágar, því mannslíf sé ómetanlegt.

Skoðun
Fréttamynd

Hval­fjörður er líka okkar fjörður

Enn einu sinni þurfa íbúar Kjósarhrepps að verjast uppbyggingu á mengandi iðnaði í Hvalfirði og að þessu sinni er það gríðarstórt „landeldi“ á laxi sem við nánari athugun er ekki það jákvæða landeldi sem virðist við fyrstu sýn.

Skoðun
Fréttamynd

What is Snorri Más­son talking about?

I have listened to Snorri Másson’s recent comments on immigration from outside the EU with true bafflement. Snorri’s insistence that individuals from outside the EU are such a large problem that a crackdown is warranted is, bluntly, not backed up by the existing law.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­skapar­víti meiri­hlutans í Reykja­vík

Reykjavíkurborg býr í dag við vanda sem verður ekki lengur skýrður með tilviljunum eða ytri aðstæðum. Umferðarteppur, versnandi aðgengi, dýrari framkvæmdir og vaxandi óánægja borgarbúa eru afleiðing stefnu sem hefur verið mótuð og rekin árum saman af sama pólitíska meirihluta. Þetta er ekki skammvinnt ástand heldur niðurstaða langrar forgangsröðunar.

Skoðun
Fréttamynd

Öxlum á­byrgð og segjum satt

Ég hef í prófkjörsbaráttunni gert takmarkað traust borgarbúa til borgarstjórnar að umræðuefni og það er ein ástæða þess að ég gef kost á mér í oddvitasæti Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Ég tel einfaldlega að hægt sé að gera mun betur og að borgarbúar verðskuldi að geta treyst borgarfulltrúum sínum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna er endur­tekið ó­fremdar­á­stand á bráðamóttökunni?

Ástandið á bráðamóttöku Landspítala er reglulega til umræðu í samfélaginu. En af hverju er þetta svona? Til að skilja stöðuna sem reglulega skapast á bráðamóttöku, verður að líta á heilbrigðiskerfið sem eina samtengda keðju. Ef einn hlekkur keðjunnar gefur eftir, hefur það strax áhrif á hina.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­földum lífið í út­hverfunum

Ég er stolt úthverfamamma. Ég er alin upp í Breiðholti en bý í Rimahverfinu í Grafarvogi með manninum mínum og þremur ungum börn. Ég elska að búa í Grafarvogi! Hér eru göngustígar langt frá hraðri bílaumferð, úrval af leikvöllum og útivistarsvæðum, bókasafn með góðri barnadeild og frábærir leik- og grunnskólar. Samt finnst mér úthverfin oft vera útundan þegar kemur að grunnþjónustu, almenningssamgöngum og uppbyggingu.

Skoðun
Fréttamynd

Sig­fús í sexuna!

Allskonar fólk er í framboði í forvali Samfylkingarinnar (laugardaginn 24. !) og slegist um fyrstu sætin. En hin sætin skipta líka máli, því þar eiga að að vera vinnuhestarnir og navígatorarnir sem forustumennirnir geta reitt sig á. Þeir eru rkki síður mikilvægir, ræðararnir í skut.

Skoðun
Fréttamynd

Drengirnir okkar, Ís­land vs Finn­land

Ég hef lengi upplifað að umræðan um menntakerfið á Íslandi fari í hringi. Hún mótast af slagorðum, skýrslum og sífellt nýjum áherslum sem líta vel út á blaði, en hafa lítil áhrif þar sem mest á reynir.

Skoðun
Fréttamynd

Veit Inga hvað hún syngur?

Byrjum á að slá þessu föstu: Það er enginn málaflokkur þýðingarmeir í íslensku samfélagi en uppvöxtur, þroski og menntun barnanna okkar. Það er alveg sama hvað okkur tekst vel til á öðrum sviðum – ef okkur mistekst þarna er allt annað unnið fyrir gýg .

Skoðun
Fréttamynd

Með einka­rétt á inter­netinu?

Í tveimur öðrum greinum hér á Vísi hefur greinarhöfundur fjallað um það hvernig stjórnmálamenn ýta frá sér því brýna verkefni að endurskoða áfengislöggjöfina, m.a. með tilliti til þess að hún kveði skýrt á um að vefverzlun með áfengi sé heimil, en kjósa þess í stað að einstaklingar séu settir á sakamannabekk og þess krafizt að þeir verði dæmdir til refsingar fyrir að bjóða íslenzkum neytendum að kaupa áfengi á netinu.

Skoðun
Fréttamynd

Við­kvæmni fyrir gríni?

Nýverið voru fluttar fréttir af því að maðurinn sem tilnefndur hefur verið sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Billy Long, hafi grínast með það í hópi nokkurra þingmanna að Ísland ætti að verða 52. ríki Bandaríkjanna og hann ætti að verða ríkisstjóri þess.

Skoðun
Fréttamynd

Ertu að kjósa gegn þínum hags­munum?

Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Þegar farið er yfir heildargögn Bjargs sem er óhagnaðardrifið leigufélag, ekki í brotum heldur í samhengi, blasir við mjög skýr mynd. Íbúðir sem þegar hafa verið kláraðar og afhentar sýna að Reykjavík hefur í mörg ár verið burðarás félagslegs leiguhúsnæðis á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Í gamla daga voru allir læsir

Þegar ég byrjaði að kenna 1997 var umfjöllun um unglinga yfirleitt neikvæð. Hópslagsmál, hnífaburður, heimagerðar flugeldasprengjur á klósettum, íkveikjur, drykkja, skemmdarverk og almennar óspektir voru daglegt brauð, samkvæmt blöðunum.

Skoðun
Fréttamynd

Kvartanir eru ekki vanda­mál – við­brögðin eru það

Það er kominn tími til að við í íslensku atvinnulífi lítum í spegil. Við tölum um „erfiða viðskiptavini“, eins og þeir séu óþægileg undantekning frá hinu slétta og fellda þjónustuferli. En hvað ef „vandinn“ er ekki viðskiptavinurinn heldur viðbrögðin, menningin og ferlarnir sem við höfum búið til?

Skoðun
Fréttamynd

Vatnsmýrin rís

Árið 2006 var sett af stað samkeppni um framtíðarskipulag Vatnsmýrarinnar af hálfu Reykjavíkurborgar. Ég man nákvæmlega hvar ég var þegar sigurtillagan var fyrst kynnt í byrjun árs 2008.

Skoðun