Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Öryggið á nefinu um ára­mótin

Áramótin eru einstök á Íslandi og það þekkja flestir tilfinninguna sem því fylgir að halla höfðinu aftur til að horfa á himinn lýsast upp á áramótum. Fyrir foreldra fylgir þessari gleði þó líka aukin ábyrgð við að tryggja öryggi á oft yfirspenntum börnum og unglingum.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar högg­bylgjan skellur á

Á árinu sem er að líða hafa orð löðrandi af hroka og hleypidómum flætt af slíku offorsi um samfélagsmiðla að úr hefur orðið einhvers konar höggbylgja mannvonsku. Það er að minnsta kosti sú tilfinning sem mörg sitja eftir með – ekki síst þau sem orðin beinast gegn: Fólk af ákveðnum uppruna. Fólk með ákveðna kynvitund. Fólk sem aðhyllist ákveðin trúarbrögð. Fólk með ákveðna kynhneigð. Fólk frá ákveðnum heimshlutum.

Skoðun
Fréttamynd

Kvennaár og hvað svo?

Á Kvennaári 2025 höfum við tekið saman tölfræði og sett í samhengi við kröfur kvennaárs. Kröfurnar varða aðgerðir til að eyða kynbundnum launamun, jafna fjölskylduábyrgð og uppræta kynbundið ofbeldi. Greinarnar okkar sýna að þegar gögn eru rýnd í samhengi verður kynbundið ójafnrétti skýrara, ekki sem einstök frávik heldur sem afleiðing samverkandi þátta á mörgum sviðum samfélagsins.

Skoðun
Fréttamynd

Hinir „hræði­legu“ popúlistaflokkar

Popúlismi er dreginn af enska orðinu popular, sem merkir vinsælt, eða populus úr latínu, orð yfir fólkið, almúgann eða almenning. Popptónlist er til dæmis vinsæl tónlist almennings. Hér áður fyrr var hinn stóri hópur, almenningur, oft nefndur pöpullinn.

Skoðun
Fréttamynd

Hafnar­fjörður í mikilli sókn

Það kjörtímabil sem senn er liðið mun fara í sögubækur sem mesta uppbyggingarskeið í sögu Hafnarfjarðar. Það er sama hvaða mælikvarða við notum vöxtur og framþróun eru alltumlykjandi.

Skoðun
Fréttamynd

Jólapartýi af­lýst

Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar).

Skoðun
Fréttamynd

Hættu­leg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða fram­tíð Ís­lands

Ísland hefur blómstrað með aðkomu innflytjenda sem leggja mikið af mörkum til efnahagslífsins, sérstaklega í bygginga- og ferðaþjónustu, auk heilbrigðis, velferðar- og menntageirans. Þrátt fyrir þessi augljósu framlög hafa hægrisinnaðir stjórnmálaflokkar, sérstaklega Miðflokkurinn, nýtt sér áróður til að skapa ótta og sundrung og beina fingrinum að innflytjendum sem rót allra vandamála. 

Skoðun
Fréttamynd

Staða eldri borgara á Ís­landi í árs­lok 2025

Staða eldri borgara er mikilvægt samfélagsmál sem snertir ekki aðeins þá sem eru komnir á eftirlaunaaldur, heldur samfélagið allt. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fjölgar eldra fólki og sífellt meiri þörf er á að tryggja þeim mannsæmandi lífskjör, virðingu og tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Land­helgis­gæslan er óábyrg

Varðskipin Þór og Freyja liggja við hafnarbakkan stærstan part ársins vegna rekstrarvanda, þó svo stjórnvöld hafi mokað tugmilljörðum skattfjár í rekstur varðskipanna til gæslu og björgunar. Varðskipið Þór var smíðað 2007–2011 og sett í þjónustu við Reykjavíkurhöfn árið 2011.

Skoðun
Fréttamynd

Kolefnissporið mitt

Ég sit á hótelherbergi í Nuuk og hugsa um kolefnissporið mitt á árinu sem er að líða og vil koma á framfæri afsökunarbeiðni vegna þess.

Skoðun
Fréttamynd

Full­kom­lega af­greitt þjóðar­at­kvæði

Haustið 2012 var haldin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla á Íslandi þar sem spurt var: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“ Tveir þriðju þeirra 48,4% kjósenda sem tóku þátt í þjóðaratkvæðinu svöruðu spurningunni játandi eða tæpur þriðjungur kosningabærra manna í landinu.

Skoðun
Fréttamynd

Á atvinnuvegaráðherra von á krafta­verki?

Atvinnuvegaráðherra veldur vonbrigðum. Það vakti töluverða bjartsýni hjá fleirum en undirrituðum, þegar atvinnuvegaráðherra ákvað að auglýsa stöðu forstjóra Hafró. Ráðherra sem ber ábyrgð á veiðiráðgjöfinni, ætlaði loks að hrissta upp í starfsemi Hafró. En því miður, þá hefur annað komið fram.

Skoðun
Fréttamynd

Aftur um Fjarðarheiðargöng

Fólk þekkir orðið söguna. Alþingi er búið að samþykkja Fjarðarheiðargöng. Ráðherra fer gegn vilja Alþingis og vinnur nýja samgönguáætlun, byggða að mestu á sandi. Því ef maður skoðar skýrslur sem liggja fyrir hjá Vegagerðinni og Stjórnarráðinu, m.a., þá hallast fjölmörg rök að gerð Fjarðarheiðarganga og gagnsemi þeirra fyrir samfélagið á Austurlandi.

Skoðun
Fréttamynd

Hita­mál - Saga loftslagsins

Ég er annar af ritstjórum loftslag.is ásamt Sveini Atla Gunnarssyni, en heimasíðan var stofnuð árið 2009 og hefur í gegnum tíðina safnað saman helstu mýtum um loftslagsbreytingar, þ.e. þær breytingar sem verða vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda (mest koldíoxíð - CO2) af mannavöldum.

Skoðun
Fréttamynd

Von, hug­rekki og virðing við lok lífs

Við áramót er eðlilegt að líta bæði til baka og fram á veginn. Árið sem er að líða hefur, líkt og mörg undanfarin ár, minnt okkur á hversu viðkvæmt lífið er og hversu mikilvægt það er að ræða dauðann af heiðarleika, virðingu og mannúð.

Skoðun
Fréttamynd

Hverjum þjónar kerfið?

Mótmæli bænda og fleiri starfstétta í grunnstoðum matvælakeðjunnar eru ekki bundnar við Evrópusambandið eitt og sér þó þær hafi verið mest áberandi hér á landi. Undirliggjandi spenna er miklu víðar og endurspeglar víðtækari þróun í nútíma stefnumótun, þar sem markmið eru skilgreind ofan frá, framkvæmdin flókin og dreifing byrðanna er óljós og þau sem eru aftast í virðiskeðjunni finna fyrir áhrifaleysi.

Skoðun
Fréttamynd

Vínsalarnir og vit­orðs­menn þeirra

Samkvæmt íslenskum lögum skal verslun með áfengi vera í höndum Áfengis og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). Þetta fyrirkomulag hefur þótt stuðla best að stefnu stjórnvalda í áfengis- og vímuefnamálum enda sýnt að frekari markaðsvæðing áfengissölu myndi örva söluna umfram það sem nú gerist.

Skoðun