Skoðun

Aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu

Álfheiður Steinþórsdóttir og Hörður Þorgilsson og Oddi Erlingsson skrifa

Það er nánast daglegt brauð að einhver veki athygli á því að sálfræðiþjónusta þeirra sem starfa á eigin stofum er ekki niðurgreidd með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta. Þetta er ekki síst áberandi núna þegar kosningar eru fram undan.

Skoðun

Hugleiðing á alþjóðadegi fátæktar

Tryggvi Kr. Magnússon skrifar

Hvað er fátækt er stundum spurt. Svörin við því eru gjarna misjöfn eftir því hver verður fyrir svörum og sýnir að viðmiðin eru mörg og misjöfn. Sumar þjóðir hafa sett viðmið og reiknað hvenær fátæktarmörkum er náð, það er gott og gilt. Því velti ég fyrir mér af hverju er ekki unnið með þetta og gerðar þær ráðstafanir sem þarf til að útrýma fátækt t.d. hér á Íslandi þar sem vitað er að nóg er til skiptanna.

Skoðun

Nokkrir Evrópupunktar

Hannes Pétursson skrifar

Þeir gömlu sjálfstæðismenn og svarabræður, Björn Bjarnason og Styrmir Gunnarsson, héldu úti um fáein ár vefmiðli sem hét Evrópuvaktin. Þar fóru þeir mikinn gegn ESB. Í fyrra gáfust þeir svo upp á rólunum, hafa þó alltaf annað kastið síðan skrifað "of et sama far“ hvor úr sínu horni.

Skoðun

Spámaðurinn frá Dulúð

Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sænska akademían sæmir Bob Dylan bókmenntaverðlaunum Nóbels á saman tíma og 40 prósent Bandaríkjamanna virðast samkvæmt könnunum vilja í alvöru bjóða heimsbyggðinni upp á forseta sem tekst í einni persónu að sameina allt það versta sem múgmenning nútímans dregur fram í mannfólkinu.

Fastir pennar

Listmenntun

Sigrún Hrólfsdóttir skrifar

Í ávarpi sínu á Háskóladeginum þann 5. mars síðastliðinn hvatti menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, nemendur til þess að læra það sem þeir hefðu áhuga á. Ég get tekið undir þessi orð ráðherrans og tel að þetta sé lykilatriði.

Skoðun

Varstu full/-ur?

Helga Vala Helgadóttir skrifar

Undanfarin ár hef ég m.a. starfað sem réttargæslumaður brotaþola kynferðisbrota. Hef ég því farið í fjölmargar skýrslutökur hjá lögreglu sem eru eins misjafnar og þær eru margar. Eitt einkennir þó allar, þær eru erfiðar.

Bakþankar

Einmana bækur

Sigurlaug Björnsdóttir skrifar

Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku.

Skoðun

Þankabrot um aðskilnað stjórnmála og atvinnulífs

Friðrik Rafnsson skrifar

Enda þótt dægurþrasið á Alþingi geti stundum verið þreytandi fyrir okkur sem fylgjumst með því í gegnum fjölmiðla hef ég nokkrar efasemdir um það sem kallað er beint lýðræði og finnst sú umræða oft lykta af óttalegu lýðskrumi.

Skoðun

Fulli frændinn

Logi Bergmann skrifar

Það er svo ótrúlegt að fylgjast með kosningunum í Bandaríkjunum. Hvað sem menn geta sagt um þetta furðulega land, þá eru Bandaríkin mikið lýðræðisríki. Kannski ekki alveg jafn mikið og þeir sjálfir vilja meina, en fólk kýs leiðtoga sína og

Fastir pennar

Við erum heppin

Kristín Þorsteinsdóttir skrifar

Kosningar eru fyrirferðarmiklar þessa dagana. Ekki bara eru tvær vikur í að gengið verði til alþingiskosninga hér á Íslandi, heldur fylgist heimsbyggðin agndofa með baráttu frambjóðenda Demókrata og Repúblikana fyrir forsetakosningar sem fram fara þann 8. nóvember.

Fastir pennar

Krónan er vandinn, Evrópa er lausnin

Oddný G. Harðardóttir skrifar

Þetta verður ákvörðun sem varðar ungt fólk og framtíð þess. Því er nauðsynlegt að upplýsingar um Evrópumál verði ungu fólki aðgengilegar. Opnun Evrópustofu er stórt lýðræðislegt skref. Lýðræðið þrífst jú ekki án upplýsinga.

Skoðun

Ef þú bara þorir, Bjarni Benediktsson

Kári Stefánsson skrifar

Bjarni, þér var boðið að setjast á móti mér í beinni útsendingu á Stöð 2 og ræða við mig um heilbrigðismál. Svarið var að slíkt kæmi ekki til greina. Hvernig skyldi standa á því að formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins hafni slíku tækifæri rétt fyrir kosningar?

Skoðun

Menntun er forsenda bættra lífskjara

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Menntun er undirstaða framþróunar og þekking er forsenda aukinnar framleiðni, velferðar og verðmætasköpunar. Atvinnurekendur vilja axla ábyrgð þegar kemur að menntamálum.

Skoðun

Gutti, Gutti

Óttar Guðmundsson skrifar

Frægasta barnakvæði liðinnar aldar voru Guttavísur eftir Stefán Jónsson. Þær fjölluðu um hrakfallabálkinn Gutta sem aldrei hlýddi foreldrum sínum, reif nýja jakkann sinn og datt beint á nefið.

Bakþankar

Og við hvað vinnur þú svo á daginn?

Tryggvi M. Baldvinsson skrifar

Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram "alvöru“ vinnu.

Skoðun

Fiskeldi í sjókvíum - Ný stóriðja í fjörðum og flóum

Einar Jónsson og Erlendur Steinar Friðriksson skrifar

Eftir að blessun kvótakerfisins hefur herjað á landsbyggðinni í 32 ár og gengið nærri mörgum byggðarlögum, sýnist fiskeldi í opnum sjókvíum nú lausnarorðið. Svo hátimbraðar eru áætlanirnar þar um að tala má um stóriðju.

Skoðun

Réttindi barna af erlendum uppruna

Karólína Helga Símonardóttir skrifar

Flest öll pallborð, samkomur, fundir og aðrar fyrirspurnir til pólitíkusa einkennist af þessu „hörðu“ málum þar sem rætt er um skatta, veiðigjöld, sjávarútveg, framleiðslu og jú stundum eru nefnd málefni innflytjenda og heilbrigðismál bera oft á góma.

Skoðun

Jafnlaunavottun: Lykillinn að frjálsum vinnumarkaði

Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt.

Skoðun

Spurningar (engin svör)

María Bjarnadóttir skrifar

Þetta var öðruvísi en flest málþing því fjórir af fimm fyrirlesurum voru konur og umræðuefnið ekki kynferðisbrot, konur eða börn. Ég var samt ekki viðbúin því að lágvaxin buxnadragtarklædd kona á sjötugsaldri myndi halda þannig fyrirlestur í útgáfuhófi vegna hagfræðibókar

Bakþankar

Ungir kjósendur athugið!

Lýður Árnason skrifar

Lýðveldið Ísland er orðið 72 ára. Stjórnarskráin 142 ára, einu breytingarnar að kóngi var skipt út fyrir forseta, kjördæmaskipan hnikað lítillega og mannréttindakaflinn uppfærður 1995. Þannig viðgengst enn misvægi atkvæða, tveir fyrir einn.

Skoðun

Stjórnlyndi Viðreisnar

Guðmundur Edgarsson skrifar

Viðreisn kynnti á dögunum þá hugmynd, að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði refsað, komi þau illa út úr jafnlaunavottun Staðlaráðs Íslands. Flokkurinn vill útrýma óútskýrðum launamun kynjanna og gera það opinbert, ef fyrirtæki greiða

Skoðun

Sulta. Árgerð 2016

Bergur Ebbi skrifar

Æi, til hvers er maður að eyða tíma í matargerð? Þukla á ávöxtum í stórmarkaði til að finna réttan þroska. Ekki of lina lárperu. Ekki of harða. Passlega gulnaðan banana. Brauð bakað að morgni dags. Ferskar kryddjurtir. Ekkert þurrkað rusl. Rétti osturinn, rétt meðhöndlaða kjötið, súkkulaði með 65% kakómassa.

Fastir pennar

Er hitakerfið tilbúið fyrir veturinn?

Stefán Þór Pálsson skrifar

Öll þekkjum við þá notalegu tilfinningu að koma inn blaut og hrakin úr íslenskum hráslaga inn í heita og notalega íbúð, setjast niður með heitan kaffibolla og finna ylinn leika um kaldan kroppinn. Ekki er jafn notalegt að koma þannig inn í kalda íbúð, allir ofnar rétt volgir og hvergi yl að fá.

Skoðun

Með barn á brjósti í ræðustól

Inga María Árnadóttir skrifar

Barneignir ættu ekki að hafa áhrif á atvinnutækifæri kvenna en gera það nú samt. Oft er talað um að hvert barn sem kona eignast taki hana að meðaltali tvö ár af vinnumarkaðinum, vegna fæðingarorlofs og hlutastarfs í kjölfarið.

Skoðun

Þreytta þjóðarsjálfið

Starri Reynisson skrifar

Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið.

Skoðun