Einmana bækur Sigurlaug Björnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:00 Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar