Einmana bækur Sigurlaug Björnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:00 Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar