Einmana bækur Sigurlaug Björnsdóttir skrifar 17. október 2016 00:00 Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í fyrra kom út hjá Forlaginu önnur bókin í vinsælum þríleik eftir bresku skáldkonuna Sally Green, Villta hliðin. Það væri ekki í frásögur færandi nema vegna þess að Forlagið mun ekki gefa út síðustu bókina á íslensku. Það þýðir að ef lesendur þríleiksins vilja komast að því hvernig fer fyrir Nathan verða þeir einfaldlega að kaupa síðustu bókina á ensku. Það er í sjálfu sér ekkert mál fyrir þá sem skilja ensku vel en engu að síður leiðinlegt. Þetta er því miður alls ekkert einsdæmi. Árið 2011 kom bókin Græni Atlasinn út og framhald hennar, Annáll eldsins, kom út 2013. Bækurnar tvær eru hluti af vinsælum þríleik sem nefnist Bækur upphafsins. Nú eru liðin næstum þrjú ár og ekkert spyrst til þeirrar síðustu. Það kemur einnig fyrir að einungis fyrsta bók þríleiks er þýdd. Það er eiginlega verra því þá er lesandinn skilinn eftir algjörlega í lausu lofti. Þannig er staða bókarinnar Blekhjarta eftir Corneliu Funke sem kom út árið 2008. Það er mikil synd að næstu tvær bækur hafi ekki komið út því sagan er vel skrifuð og einnig mjög vel þýdd. Bókaflokkurinn Dagbók prinsessu eftir Meg Cabot er gríðarlega vinsæll hjá stelpum. Bækurnar eru samtals tíu en einungis sex komu út á íslensku. Síðustu ár hefur verið reynt að auka læsi drengja. Ef til vill vantar hreinlega bækur fyrir þennan markaðshóp, stráka tíu ára og eldri. Bækur Anthony Horowitz um njósnarann Alex Rider eru tilvaldar fyrir drengi, sem vantar drifkraftinn í að lesa, sem og alla krakka. Það komu tvær Alex Rider bækur út á íslensku, Þrumufleygur og Heljarþröm, en síðan var hætt að þýða þær. Þegar bækur seljast ekki nóg er forlögunum nauðugur einn kostur að hætta í miðjum bókaflokki. Þau hafa hreinlega ekki efni á að halda áfram. Þegar ég sendi Forlaginu tölvupóst fékk ég það svar að ég gæti pantað framhaldsbækurnar á ensku eða nálgast flestar þeirra á bókasöfnum landsins, á ensku. Fyrst það er svona auðvelt að fá bækur á ensku, hver er þá tilgangurinn með því að gefa út bækur á íslensku? Væri ekki langbest að hætta alfarið að þýða bækur yfir á íslensku? Það talar hvort eð er enginn tungumálið nema þessar 300.000 hræður sem búa á grjóthrúgu í hafinu. Við Íslendingar eigum mjög sterkt og gott tungumál. Hluti af því hvers vegna íslenskan hefur haldið sér svona vel, er vegna þess að við erum mjög dugleg við að þýða allt. Íslenskan er alls staðar í kringum okkur en nú er það aðeins farið að breytast. Með bættu netaðgengi eru börn orðin jafnvíg á ensku og íslensku, stundum betri í enskunni. Kannski á tæknivæðingin sök á því hvers vegna bækur seljast ekki nóg eða kannski eru nýútkomnar bækur ekki kynntar nógu vel. Kannski þurfum við að hvetja börn og ungt fólk til að lesa meira og tryggja aðgengi þeirra að bókum sem þau njóta að lesa. Ég hef enga töfralausn á stöðunni en ég veit þó að á bak við hverja einmana bók er vonsvikinn lesandi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar