Aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu Álfheiður Steinþórsdóttir og Hörður Þorgilsson og Oddi Erlingsson skrifa 17. október 2016 00:00 Það er nánast daglegt brauð að einhver veki athygli á því að sálfræðiþjónusta þeirra sem starfa á eigin stofum er ekki niðurgreidd með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta. Þetta er ekki síst áberandi núna þegar kosningar eru fram undan. Í umræðunni hefur jafnframt verið rætt um skipulag þjónustunnar og hvernig hún sé sem hagkvæmust. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) greinir þjónustustig heilbrigðiskerfisins í þrjú stig. Á fyrsta stigi fer fram grunnþjónusta sem oftast er veitt á heilsugæslustöðvum. Sérhæfð eða annars stigs þjónusta án innlagnar fer að stórum hluta fram á einkastofum. Þriðja stigs þjónusta er þjónusta sem fram fer á fullbúnum sjúkrahúsum. Eðlilegt er að líta á þjónustu sálfræðinga í heilbrigðiskerfinu út frá þessum þremur stigum, en þeir starfa á þeim öllum. Tiltölulega fáir sálfræðingar vinna á heilsugæslustöðvum. Þar er þó að verða nokkur breyting sem ber að fagna. Reynsla annarra þjóða sýnir að sálfræðiþjónusta á þessu fyrsta stigi mun skila umtalsverðum árangri. Gera má ráð fyrir að aðgangur almennings og útlagður kostnaður sjúklings verði með sama hætti og fyrir aðra þjónustu í heilsugæslunni. Allmikill fjöldi sálfræðinga rekur sínar eigin sálfræðistofur. Þar er góður og viðeigandi vettvangur til þess að sinna þeim verkefnum sem annað hvort eru það mörg, sértæk eða tímafrek að heilsugæslan getur ekki sinnt þeim. Eins er þetta kjörinn vettvangur fyrir þá sem hafa lokið meðferð á fullbúnu sjúkrahúsi en þurfa ekki lengur eins umfangsmikla þjónustu og þar er veitt. Að þessari annars stigs þjónustu klínískra sérfræðinga hefur hið opinbera ekki viljað veita almenningi sama aðgang og að annarri heilbrigðisþjónustu. Í mörg ár hefur almenningur, fagfélög og félög sjúklinga gert kröfur um kostnaðarþátttöku ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Allt hefur komið fyrir ekki. Fyrir þessari afstöðu hins opinbera hafa ekki komið nein efnisleg rök. Stærsti vinnustaður sálfræðinga í opinbera kerfinu er Landspítalinn. Þar er veitt þriðja stigs þjónusta. Aðgangur sjúklinga að sálfræðingum á Landspítalanum við innlögn eða á göngudeildum er á svipuðum grunni og að annarri heilbrigðisþjónustu þar. Sama gildir um útlagðan kostnað sjúklingsins, þar greiðir hið opinbera drýgstan hluta.Alvarleg brotalöm Það er alvarleg brotalöm á íslenska heilbrigðiskerfinu að heimsóknir til sjálfstætt starfandi sálfræðinga séu ekki niðurgreiddar af opinberum aðilum. Þessi staðreynd leiðir til þess að stór hópur fólks sem glímir við sálrænan og geðrænan vanda hefur af fjárhagsástæðum ekki aðgang að bestu meðferð geðheilbrigðisþjónustunnar og þeirri sem landlæknir mælir með. Þannig hefur efnalítið fólk eins og nemendur framhaldsskóla eða háskóla, öryrkjar eða fólk sem hefur misst atvinnu tímabundið oft vegna sálræns eða geðræns vanda ekki efni á að leita til sálfræðings á stofu. Þetta er óviðunandi ástand því sýnt hefur verið fram á að hver króna sem hið opinbera notar til að bæta aðgengi að gagnreyndri sálrænni meðferð skilar sér margfalt til baka. Í mörg ár hafa sálfræðingar bent á þessa brotalöm heilbrigðisþjónustunnar og hafa m.a. skotið málinu til Samkeppniseftirlitsins og dómstóla til að fá úr því skorið hvort ekki væri um að ræða brot á samkeppnislögum þar sem klínískir sálfræðingar sætu ekki við sama borð og geðlæknar vegna greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúklinga vegna meðferðar hjá þeim. Sjónarmið samkeppnisyfirvalda var að það væri brot á samkeppnilögum að niðurgreiða ekki viðtöl vegna heimsókna til klínískra sálfræðinga. Hins vegar var það endanleg niðurstaða Hæstaréttar að réttur og vilji stjórnvalda til forgangsröðunar í fjárlögum væri samkeppnislögum yfirsterkari. Af þessu má því draga þá einu ályktun að málið snúist um pólitíska ákvörðun. Hingað til hefur enginn viljað taka þá ákvörðun sem við teljum sjálfgefna og löngu tímabæra. Við fögnum þeirri umræðu sem nú fer fram um skipulag heilbrigðiskerfisins. Þar má margt betur fara og við undanskiljum okkur ekki að taka þátt í þeim breytingum sem kunna að vera skynsamlegar og nauðsynlegar. Við getum hins vegar ekki sætt okkur við að aðgengi og kostnaður við nauðsynlega og skynsama sálfræðiþjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga sé með öðrum hætti en í annarri heilbrigðisþjónustu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er nánast daglegt brauð að einhver veki athygli á því að sálfræðiþjónusta þeirra sem starfa á eigin stofum er ekki niðurgreidd með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta. Þetta er ekki síst áberandi núna þegar kosningar eru fram undan. Í umræðunni hefur jafnframt verið rætt um skipulag þjónustunnar og hvernig hún sé sem hagkvæmust. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) greinir þjónustustig heilbrigðiskerfisins í þrjú stig. Á fyrsta stigi fer fram grunnþjónusta sem oftast er veitt á heilsugæslustöðvum. Sérhæfð eða annars stigs þjónusta án innlagnar fer að stórum hluta fram á einkastofum. Þriðja stigs þjónusta er þjónusta sem fram fer á fullbúnum sjúkrahúsum. Eðlilegt er að líta á þjónustu sálfræðinga í heilbrigðiskerfinu út frá þessum þremur stigum, en þeir starfa á þeim öllum. Tiltölulega fáir sálfræðingar vinna á heilsugæslustöðvum. Þar er þó að verða nokkur breyting sem ber að fagna. Reynsla annarra þjóða sýnir að sálfræðiþjónusta á þessu fyrsta stigi mun skila umtalsverðum árangri. Gera má ráð fyrir að aðgangur almennings og útlagður kostnaður sjúklings verði með sama hætti og fyrir aðra þjónustu í heilsugæslunni. Allmikill fjöldi sálfræðinga rekur sínar eigin sálfræðistofur. Þar er góður og viðeigandi vettvangur til þess að sinna þeim verkefnum sem annað hvort eru það mörg, sértæk eða tímafrek að heilsugæslan getur ekki sinnt þeim. Eins er þetta kjörinn vettvangur fyrir þá sem hafa lokið meðferð á fullbúnu sjúkrahúsi en þurfa ekki lengur eins umfangsmikla þjónustu og þar er veitt. Að þessari annars stigs þjónustu klínískra sérfræðinga hefur hið opinbera ekki viljað veita almenningi sama aðgang og að annarri heilbrigðisþjónustu. Í mörg ár hefur almenningur, fagfélög og félög sjúklinga gert kröfur um kostnaðarþátttöku ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Allt hefur komið fyrir ekki. Fyrir þessari afstöðu hins opinbera hafa ekki komið nein efnisleg rök. Stærsti vinnustaður sálfræðinga í opinbera kerfinu er Landspítalinn. Þar er veitt þriðja stigs þjónusta. Aðgangur sjúklinga að sálfræðingum á Landspítalanum við innlögn eða á göngudeildum er á svipuðum grunni og að annarri heilbrigðisþjónustu þar. Sama gildir um útlagðan kostnað sjúklingsins, þar greiðir hið opinbera drýgstan hluta.Alvarleg brotalöm Það er alvarleg brotalöm á íslenska heilbrigðiskerfinu að heimsóknir til sjálfstætt starfandi sálfræðinga séu ekki niðurgreiddar af opinberum aðilum. Þessi staðreynd leiðir til þess að stór hópur fólks sem glímir við sálrænan og geðrænan vanda hefur af fjárhagsástæðum ekki aðgang að bestu meðferð geðheilbrigðisþjónustunnar og þeirri sem landlæknir mælir með. Þannig hefur efnalítið fólk eins og nemendur framhaldsskóla eða háskóla, öryrkjar eða fólk sem hefur misst atvinnu tímabundið oft vegna sálræns eða geðræns vanda ekki efni á að leita til sálfræðings á stofu. Þetta er óviðunandi ástand því sýnt hefur verið fram á að hver króna sem hið opinbera notar til að bæta aðgengi að gagnreyndri sálrænni meðferð skilar sér margfalt til baka. Í mörg ár hafa sálfræðingar bent á þessa brotalöm heilbrigðisþjónustunnar og hafa m.a. skotið málinu til Samkeppniseftirlitsins og dómstóla til að fá úr því skorið hvort ekki væri um að ræða brot á samkeppnislögum þar sem klínískir sálfræðingar sætu ekki við sama borð og geðlæknar vegna greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúklinga vegna meðferðar hjá þeim. Sjónarmið samkeppnisyfirvalda var að það væri brot á samkeppnilögum að niðurgreiða ekki viðtöl vegna heimsókna til klínískra sálfræðinga. Hins vegar var það endanleg niðurstaða Hæstaréttar að réttur og vilji stjórnvalda til forgangsröðunar í fjárlögum væri samkeppnislögum yfirsterkari. Af þessu má því draga þá einu ályktun að málið snúist um pólitíska ákvörðun. Hingað til hefur enginn viljað taka þá ákvörðun sem við teljum sjálfgefna og löngu tímabæra. Við fögnum þeirri umræðu sem nú fer fram um skipulag heilbrigðiskerfisins. Þar má margt betur fara og við undanskiljum okkur ekki að taka þátt í þeim breytingum sem kunna að vera skynsamlegar og nauðsynlegar. Við getum hins vegar ekki sætt okkur við að aðgengi og kostnaður við nauðsynlega og skynsama sálfræðiþjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga sé með öðrum hætti en í annarri heilbrigðisþjónustu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar