Aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu Álfheiður Steinþórsdóttir og Hörður Þorgilsson og Oddi Erlingsson skrifa 17. október 2016 00:00 Það er nánast daglegt brauð að einhver veki athygli á því að sálfræðiþjónusta þeirra sem starfa á eigin stofum er ekki niðurgreidd með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta. Þetta er ekki síst áberandi núna þegar kosningar eru fram undan. Í umræðunni hefur jafnframt verið rætt um skipulag þjónustunnar og hvernig hún sé sem hagkvæmust. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) greinir þjónustustig heilbrigðiskerfisins í þrjú stig. Á fyrsta stigi fer fram grunnþjónusta sem oftast er veitt á heilsugæslustöðvum. Sérhæfð eða annars stigs þjónusta án innlagnar fer að stórum hluta fram á einkastofum. Þriðja stigs þjónusta er þjónusta sem fram fer á fullbúnum sjúkrahúsum. Eðlilegt er að líta á þjónustu sálfræðinga í heilbrigðiskerfinu út frá þessum þremur stigum, en þeir starfa á þeim öllum. Tiltölulega fáir sálfræðingar vinna á heilsugæslustöðvum. Þar er þó að verða nokkur breyting sem ber að fagna. Reynsla annarra þjóða sýnir að sálfræðiþjónusta á þessu fyrsta stigi mun skila umtalsverðum árangri. Gera má ráð fyrir að aðgangur almennings og útlagður kostnaður sjúklings verði með sama hætti og fyrir aðra þjónustu í heilsugæslunni. Allmikill fjöldi sálfræðinga rekur sínar eigin sálfræðistofur. Þar er góður og viðeigandi vettvangur til þess að sinna þeim verkefnum sem annað hvort eru það mörg, sértæk eða tímafrek að heilsugæslan getur ekki sinnt þeim. Eins er þetta kjörinn vettvangur fyrir þá sem hafa lokið meðferð á fullbúnu sjúkrahúsi en þurfa ekki lengur eins umfangsmikla þjónustu og þar er veitt. Að þessari annars stigs þjónustu klínískra sérfræðinga hefur hið opinbera ekki viljað veita almenningi sama aðgang og að annarri heilbrigðisþjónustu. Í mörg ár hefur almenningur, fagfélög og félög sjúklinga gert kröfur um kostnaðarþátttöku ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Allt hefur komið fyrir ekki. Fyrir þessari afstöðu hins opinbera hafa ekki komið nein efnisleg rök. Stærsti vinnustaður sálfræðinga í opinbera kerfinu er Landspítalinn. Þar er veitt þriðja stigs þjónusta. Aðgangur sjúklinga að sálfræðingum á Landspítalanum við innlögn eða á göngudeildum er á svipuðum grunni og að annarri heilbrigðisþjónustu þar. Sama gildir um útlagðan kostnað sjúklingsins, þar greiðir hið opinbera drýgstan hluta.Alvarleg brotalöm Það er alvarleg brotalöm á íslenska heilbrigðiskerfinu að heimsóknir til sjálfstætt starfandi sálfræðinga séu ekki niðurgreiddar af opinberum aðilum. Þessi staðreynd leiðir til þess að stór hópur fólks sem glímir við sálrænan og geðrænan vanda hefur af fjárhagsástæðum ekki aðgang að bestu meðferð geðheilbrigðisþjónustunnar og þeirri sem landlæknir mælir með. Þannig hefur efnalítið fólk eins og nemendur framhaldsskóla eða háskóla, öryrkjar eða fólk sem hefur misst atvinnu tímabundið oft vegna sálræns eða geðræns vanda ekki efni á að leita til sálfræðings á stofu. Þetta er óviðunandi ástand því sýnt hefur verið fram á að hver króna sem hið opinbera notar til að bæta aðgengi að gagnreyndri sálrænni meðferð skilar sér margfalt til baka. Í mörg ár hafa sálfræðingar bent á þessa brotalöm heilbrigðisþjónustunnar og hafa m.a. skotið málinu til Samkeppniseftirlitsins og dómstóla til að fá úr því skorið hvort ekki væri um að ræða brot á samkeppnislögum þar sem klínískir sálfræðingar sætu ekki við sama borð og geðlæknar vegna greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúklinga vegna meðferðar hjá þeim. Sjónarmið samkeppnisyfirvalda var að það væri brot á samkeppnilögum að niðurgreiða ekki viðtöl vegna heimsókna til klínískra sálfræðinga. Hins vegar var það endanleg niðurstaða Hæstaréttar að réttur og vilji stjórnvalda til forgangsröðunar í fjárlögum væri samkeppnislögum yfirsterkari. Af þessu má því draga þá einu ályktun að málið snúist um pólitíska ákvörðun. Hingað til hefur enginn viljað taka þá ákvörðun sem við teljum sjálfgefna og löngu tímabæra. Við fögnum þeirri umræðu sem nú fer fram um skipulag heilbrigðiskerfisins. Þar má margt betur fara og við undanskiljum okkur ekki að taka þátt í þeim breytingum sem kunna að vera skynsamlegar og nauðsynlegar. Við getum hins vegar ekki sætt okkur við að aðgengi og kostnaður við nauðsynlega og skynsama sálfræðiþjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga sé með öðrum hætti en í annarri heilbrigðisþjónustu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Það er nánast daglegt brauð að einhver veki athygli á því að sálfræðiþjónusta þeirra sem starfa á eigin stofum er ekki niðurgreidd með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta. Þetta er ekki síst áberandi núna þegar kosningar eru fram undan. Í umræðunni hefur jafnframt verið rætt um skipulag þjónustunnar og hvernig hún sé sem hagkvæmust. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) greinir þjónustustig heilbrigðiskerfisins í þrjú stig. Á fyrsta stigi fer fram grunnþjónusta sem oftast er veitt á heilsugæslustöðvum. Sérhæfð eða annars stigs þjónusta án innlagnar fer að stórum hluta fram á einkastofum. Þriðja stigs þjónusta er þjónusta sem fram fer á fullbúnum sjúkrahúsum. Eðlilegt er að líta á þjónustu sálfræðinga í heilbrigðiskerfinu út frá þessum þremur stigum, en þeir starfa á þeim öllum. Tiltölulega fáir sálfræðingar vinna á heilsugæslustöðvum. Þar er þó að verða nokkur breyting sem ber að fagna. Reynsla annarra þjóða sýnir að sálfræðiþjónusta á þessu fyrsta stigi mun skila umtalsverðum árangri. Gera má ráð fyrir að aðgangur almennings og útlagður kostnaður sjúklings verði með sama hætti og fyrir aðra þjónustu í heilsugæslunni. Allmikill fjöldi sálfræðinga rekur sínar eigin sálfræðistofur. Þar er góður og viðeigandi vettvangur til þess að sinna þeim verkefnum sem annað hvort eru það mörg, sértæk eða tímafrek að heilsugæslan getur ekki sinnt þeim. Eins er þetta kjörinn vettvangur fyrir þá sem hafa lokið meðferð á fullbúnu sjúkrahúsi en þurfa ekki lengur eins umfangsmikla þjónustu og þar er veitt. Að þessari annars stigs þjónustu klínískra sérfræðinga hefur hið opinbera ekki viljað veita almenningi sama aðgang og að annarri heilbrigðisþjónustu. Í mörg ár hefur almenningur, fagfélög og félög sjúklinga gert kröfur um kostnaðarþátttöku ríkisins vegna þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Allt hefur komið fyrir ekki. Fyrir þessari afstöðu hins opinbera hafa ekki komið nein efnisleg rök. Stærsti vinnustaður sálfræðinga í opinbera kerfinu er Landspítalinn. Þar er veitt þriðja stigs þjónusta. Aðgangur sjúklinga að sálfræðingum á Landspítalanum við innlögn eða á göngudeildum er á svipuðum grunni og að annarri heilbrigðisþjónustu þar. Sama gildir um útlagðan kostnað sjúklingsins, þar greiðir hið opinbera drýgstan hluta.Alvarleg brotalöm Það er alvarleg brotalöm á íslenska heilbrigðiskerfinu að heimsóknir til sjálfstætt starfandi sálfræðinga séu ekki niðurgreiddar af opinberum aðilum. Þessi staðreynd leiðir til þess að stór hópur fólks sem glímir við sálrænan og geðrænan vanda hefur af fjárhagsástæðum ekki aðgang að bestu meðferð geðheilbrigðisþjónustunnar og þeirri sem landlæknir mælir með. Þannig hefur efnalítið fólk eins og nemendur framhaldsskóla eða háskóla, öryrkjar eða fólk sem hefur misst atvinnu tímabundið oft vegna sálræns eða geðræns vanda ekki efni á að leita til sálfræðings á stofu. Þetta er óviðunandi ástand því sýnt hefur verið fram á að hver króna sem hið opinbera notar til að bæta aðgengi að gagnreyndri sálrænni meðferð skilar sér margfalt til baka. Í mörg ár hafa sálfræðingar bent á þessa brotalöm heilbrigðisþjónustunnar og hafa m.a. skotið málinu til Samkeppniseftirlitsins og dómstóla til að fá úr því skorið hvort ekki væri um að ræða brot á samkeppnislögum þar sem klínískir sálfræðingar sætu ekki við sama borð og geðlæknar vegna greiðsluþátttöku hins opinbera í kostnaði sjúklinga vegna meðferðar hjá þeim. Sjónarmið samkeppnisyfirvalda var að það væri brot á samkeppnilögum að niðurgreiða ekki viðtöl vegna heimsókna til klínískra sálfræðinga. Hins vegar var það endanleg niðurstaða Hæstaréttar að réttur og vilji stjórnvalda til forgangsröðunar í fjárlögum væri samkeppnislögum yfirsterkari. Af þessu má því draga þá einu ályktun að málið snúist um pólitíska ákvörðun. Hingað til hefur enginn viljað taka þá ákvörðun sem við teljum sjálfgefna og löngu tímabæra. Við fögnum þeirri umræðu sem nú fer fram um skipulag heilbrigðiskerfisins. Þar má margt betur fara og við undanskiljum okkur ekki að taka þátt í þeim breytingum sem kunna að vera skynsamlegar og nauðsynlegar. Við getum hins vegar ekki sætt okkur við að aðgengi og kostnaður við nauðsynlega og skynsama sálfræðiþjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga sé með öðrum hætti en í annarri heilbrigðisþjónustu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun