Hugleiðing á alþjóðadegi fátæktar Tryggvi Kr. Magnússon skrifar 17. október 2016 00:00 Hvað er fátækt er stundum spurt. Svörin við því eru gjarna misjöfn eftir því hver verður fyrir svörum og sýnir að viðmiðin eru mörg og misjöfn. Sumar þjóðir hafa sett viðmið og reiknað hvenær fátæktarmörkum er náð, það er gott og gilt. Því velti ég fyrir mér af hverju er ekki unnið með þetta og gerðar þær ráðstafanir sem þarf til að útrýma fátækt t.d. hér á Íslandi þar sem vitað er að nóg er til skiptanna. Mér finnst mikil skekkja í nútíma- og upplýstu samfélagi að ráðamenn sjái ekki hve miklum mannauði er kastað á glæ með því að halda fólki í greipum fátæktar. Þetta segi ég vegna þess að vitað er að ef efnalegt öryggi er ekki tryggt vill andinn oft daprast og hinir ýmsu eiginleikar manneskjunnar fá ekki að njóta sín. Það er mjög mikilvægt að við öll sem búum erum manneskjur og eigum því, þótt aðstæður séu misjafnar, rétt til sómasamlegrar framfærslu sama hvaðan hún kemur. Ég er viss um að enginn velur sér fátækt eða þær aðstæður sem henni valda, hvort sem er um slys, veikindi eða hvað annað að ræða. Fátækt hefur oft lamandi áhrif á mannlega reisn og við viljum vonandi ekki bera á því ábyrgð sem samfélag. Manneskja sem lifir með reisn er líklegri til að geta lagt til samfélagsins ýmislegt er að gagni kann að koma heldur en sá sem er upptekinn af áhyggjum af eigin velferð. Setjum okkur þau markmið að við öll getum haft þær aðstæður að geta notað hæfileika okkar hvar sem þeir kunna að liggja. Þá verða líka allir betur aflögufærir bæði veraldlega og andlega. Ég er alveg handviss um að það að útrýma fátækt er hagkvæmt í alla staði og eykur velmegun allra. Við þurfum að byrja hér hjá okkur, gera átak, síðan getum við miðlað reynslu okkar til annarra þjóða. Hættum að sóa hæfileikum, virkjum alla til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er fátækt er stundum spurt. Svörin við því eru gjarna misjöfn eftir því hver verður fyrir svörum og sýnir að viðmiðin eru mörg og misjöfn. Sumar þjóðir hafa sett viðmið og reiknað hvenær fátæktarmörkum er náð, það er gott og gilt. Því velti ég fyrir mér af hverju er ekki unnið með þetta og gerðar þær ráðstafanir sem þarf til að útrýma fátækt t.d. hér á Íslandi þar sem vitað er að nóg er til skiptanna. Mér finnst mikil skekkja í nútíma- og upplýstu samfélagi að ráðamenn sjái ekki hve miklum mannauði er kastað á glæ með því að halda fólki í greipum fátæktar. Þetta segi ég vegna þess að vitað er að ef efnalegt öryggi er ekki tryggt vill andinn oft daprast og hinir ýmsu eiginleikar manneskjunnar fá ekki að njóta sín. Það er mjög mikilvægt að við öll sem búum erum manneskjur og eigum því, þótt aðstæður séu misjafnar, rétt til sómasamlegrar framfærslu sama hvaðan hún kemur. Ég er viss um að enginn velur sér fátækt eða þær aðstæður sem henni valda, hvort sem er um slys, veikindi eða hvað annað að ræða. Fátækt hefur oft lamandi áhrif á mannlega reisn og við viljum vonandi ekki bera á því ábyrgð sem samfélag. Manneskja sem lifir með reisn er líklegri til að geta lagt til samfélagsins ýmislegt er að gagni kann að koma heldur en sá sem er upptekinn af áhyggjum af eigin velferð. Setjum okkur þau markmið að við öll getum haft þær aðstæður að geta notað hæfileika okkar hvar sem þeir kunna að liggja. Þá verða líka allir betur aflögufærir bæði veraldlega og andlega. Ég er alveg handviss um að það að útrýma fátækt er hagkvæmt í alla staði og eykur velmegun allra. Við þurfum að byrja hér hjá okkur, gera átak, síðan getum við miðlað reynslu okkar til annarra þjóða. Hættum að sóa hæfileikum, virkjum alla til góðra verka.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar