Og við hvað vinnur þú svo á daginn? Tryggvi M. Baldvinsson skrifar 15. október 2016 07:00 Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi. Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.Víðfeðmur starfsvettvangur Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur. Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi. Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.Víðfeðmur starfsvettvangur Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur. Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar