Og við hvað vinnur þú svo á daginn? Tryggvi M. Baldvinsson skrifar 15. október 2016 07:00 Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi. Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.Víðfeðmur starfsvettvangur Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur. Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi. Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.Víðfeðmur starfsvettvangur Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur. Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra. Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun