Ég rakst á ofanritað á lista yfir þær spurningar sem tónlistarflytjendur eru hvað þreyttastir á að svara. Ástæðan fyrir meintu óþoli tónlistarfólks á spurningunni er að hún felur í sér þá fordóma að starf listamannsins sé ekki launuð vinna, heldur áhugamál sem hægt sé að stunda meðfram „alvöru“ vinnu. Ef maður rýnir betur í þessa gildishlöðnu spurningu er þó tiltölulega auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu að hún eigi fullan rétt á sér. Það eru nefnilega tiltölulega fáir einstaklingar sem hafa tónlistarflutning að aðalstarfi sínu. Það er hins vegar svo að starfsvettvangur tónlistarfólks er miklu stærri en aðeins að flytja tónlist á opinberum vettvangi. Þannig að þó píanistinn á veitingahúsinu, eða söngkonan á kammertónleikunum hafi e.t.v. ekki tónlistarflutning að aðalstarfi eru yfirgnæfandi líkur á að þau séu í „alvöru“ vinnu innan tónlistargeirans. Þannig felur áðurnefnd spurning, ef litið er fram hjá fordómunum, fyrst og fremst í sér vanþekkingu á starfsvettvangi tónlistarfólks í nútíma samfélagi.
Tónlistarkennarar eru stærsta starfsstétt tónlistarfólks hér á landi, en tónlistarskólakerfið er ein mikilvægasta uppspretta íslensks tónlistarlífs. Tónlistarkennarar innan almenna skólakerfisins eru ekki síður mikilvæg starfstétt. Kirkjan er einnig stór vinnustaður tónlistarfólks, bæði við hefðbundnar kirkjuathafnir og ekki síður í almennu safnaðar- og barnastarfi.
Víðfeðmur starfsvettvangur
Þar fyrir utan starfar tónlistarfólk við útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit, kvikmyndagerð, á auglýsingastofum, í leikhúsum, við tölvuleikjagerð, hljóðupptökur, hugbúnaðargerð, í heilbrigðisgeiranum, samfélagsþjónustu og stýrir tónlistarstarfi áhugafólks svo fátt eitt sé nefnt. Þegar við þennan stóra hóp bætist vinnustaður á borð við Sinfóníuhljómsveit Íslands þar sem margir af fremstu hljóðfæraleikurum þjóðarinnar starfa má ljóst vera að starfsvettvangur tónlistarinnar á Íslandi er afar víðfeðmur.
Tónlistardeild LHÍ hefur allt frá stofnun kappkostað að undirbúa nemendur sína fyrir störf í tónlist á breiðum grundvelli. Deildin hefur nú útskrifað tæplega 260 tónlistarmenn sem flestir hafa fundið sér starfsvettvang á sviði tónlistarinnar og á flestum, ef ekki öllum, þeim sviðum sem talin voru upp hér að ofan. Sú sérfræðiþekking sem felst í háskólamenntun í tónlist nýtist því ekki einvörðungu til að undirbúa afbragðs tónlistarflytjendur og listamenn heldur tengist hún einnig atvinnulífinu sterkari böndum en margan grunar. Þannig á tónlistarmenntun sinn þátt í að gera íslenskt samfélag sterkara, fjölbreyttara og mannlegra.
Það er mikilvægt að kjósendur kynni sér stefnu stjórnmálaflokkanna í mennta- og menningarmálum í aðdraganda komandi kosninga, því að stefnan í þeim málaflokkum hefur hvað mest áhrif á framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.

Og við hvað vinnur þú svo á daginn?
Skoðun

Þjónandi forysta
Eva Björk Harðardóttir skrifar

Tilefnislaus atlaga að kjörum eldra fólks
Ólafur Ísleifsson skrifar

Á Íslandi heitir báknið Sjálfstæðisflokkur
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Hraðalækkanir: Fyrir hvern?
Egill Þór Jónsson,Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar

Þekkingar- og nýsköpunarmiðstöð einhverfra – farvegur nýrra tækifæra
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar

Eru geðlæknar í stofurekstri í útrýmingarhættu?
Karl Reynir Einarsson skrifar

Framsókn kveikir kertin í svefnherberginu
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Hyllir undir skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Um hvað snúast stjórnmál
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Tvær myndir stéttabaráttunnar
Drífa Snædal skrifar

Er ég orðinn faðir dóttur minnar?
Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Einn af þeim heppnu... ári síðar
Kristján Gunnarsson skrifar

Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun
Signý Jóhannesdóttir skrifar

Stefna ójafnaðar
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi
Arna Pálsdóttir skrifar