Með barn á brjósti í ræðustól Inga María Árnadóttir skrifar 13. október 2016 17:28 Barneignir ættu ekki að hafa áhrif á atvinnutækifæri kvenna en gera það nú samt. Oft er talað um að hvert barn sem kona eignast taki hana að meðaltali tvö ár af vinnumarkaðinum, vegna fæðingarorlofs og hlutastarfs í kjölfarið. Konur verja oftast meiri tíma í heimilisstörf en karlar og sjá einnig um uppeldi barnanna í ríkari mæli. Samhliða þessu eru þær gjarnan í vinnu. Þær eiga því oftar í erfiðleikum með að tvinna saman launaða vinnu og ólaunaða vinnu, eða heimilisstörf eins og þau eru gjarnan kölluð. Það skilar sér í minni starfsreynslu kvenna og þar með minni líkum á að konur komist í sambærilega háar stöður og karlmenn, sem taka að jafnaði styttra fæðingarorlof og eru oftar í fullu starfi. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna á atvinnumarkaði snýst því að miklu leyti um fjölskylduvæna vinnustaði, þ.e. að báðir foreldrar geti sinnst starfi sínu burt séð frá fjölskylduaðstæðum. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur tekið risa stórt skref í þeirri baráttu með því að hafa sex vikna gamalt barnið sitt með sér í vinnuni. Verður það að teljast til mikillar fyrirmyndar sem halda ber á lofti. Baráttan gerist ekki að sjálfu sér.Íslendingar í alheimsfréttum Í gær gaf Unnur Brá barni sínu brjóst í ræðustól og var það ekki lengi að komast í pressuna. Íslendingar fögnuðu dirfsku hennar en hvað var það sem vakti athygli erlendis? Að öllum hafi verið sama. Að enginn þingmaður hafi sett sig upp á móti því. Gjörðir Unnar og viðbrögð kollega hennar þykja það undraverð að erlendir fréttamiðlar hafa fjallað um þetta víða um heim. En ég spyr mig, hversu brengluð er hugsun mannsins orðin þegar það telst fréttnæmt að kona skuli geta haldið áfram að gefa svöngum og saklausum hvítvoðungi sínum þá lífsnæringu sem hann þarf til þess að lifa af, í vinnunni, án þess að nokkur geri alvarlegar athugasemdir við það? Sem betur fer bý ég á Íslandi og get verið stollt af kynsystur minni fyrir að gera það sem hún taldi barni sínu vera fyrir bestu. Sem betur fer bý ég ekki í landi þar sem atvinnutækifæri kvenna eru takmörkuð, brjóstagjöf er bönnuð á almannafæri og frétt sem þessi veldur misjöfnum viðbrögðum meðal manna. Íslendingar eru á margan hátt leiðandi í baráttu kynjanna. En baráttan gerist ekki af sjálfu sér og við eigum ennþá töluvert langt í land. Við þurfum því öll að að vera meðvituð um það og tileinka okkur ýmsar viðhorfsbreytingar. Jákvæð viðbrögð okkar við þessu fallega atviki eru skref í rétta átt. Vonandi hefur hér verið sett fordæmi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Barneignir ættu ekki að hafa áhrif á atvinnutækifæri kvenna en gera það nú samt. Oft er talað um að hvert barn sem kona eignast taki hana að meðaltali tvö ár af vinnumarkaðinum, vegna fæðingarorlofs og hlutastarfs í kjölfarið. Konur verja oftast meiri tíma í heimilisstörf en karlar og sjá einnig um uppeldi barnanna í ríkari mæli. Samhliða þessu eru þær gjarnan í vinnu. Þær eiga því oftar í erfiðleikum með að tvinna saman launaða vinnu og ólaunaða vinnu, eða heimilisstörf eins og þau eru gjarnan kölluð. Það skilar sér í minni starfsreynslu kvenna og þar með minni líkum á að konur komist í sambærilega háar stöður og karlmenn, sem taka að jafnaði styttra fæðingarorlof og eru oftar í fullu starfi. Baráttan fyrir jafnrétti kynjanna á atvinnumarkaði snýst því að miklu leyti um fjölskylduvæna vinnustaði, þ.e. að báðir foreldrar geti sinnst starfi sínu burt séð frá fjölskylduaðstæðum. Unnur Brá Konráðsdóttir hefur tekið risa stórt skref í þeirri baráttu með því að hafa sex vikna gamalt barnið sitt með sér í vinnuni. Verður það að teljast til mikillar fyrirmyndar sem halda ber á lofti. Baráttan gerist ekki að sjálfu sér.Íslendingar í alheimsfréttum Í gær gaf Unnur Brá barni sínu brjóst í ræðustól og var það ekki lengi að komast í pressuna. Íslendingar fögnuðu dirfsku hennar en hvað var það sem vakti athygli erlendis? Að öllum hafi verið sama. Að enginn þingmaður hafi sett sig upp á móti því. Gjörðir Unnar og viðbrögð kollega hennar þykja það undraverð að erlendir fréttamiðlar hafa fjallað um þetta víða um heim. En ég spyr mig, hversu brengluð er hugsun mannsins orðin þegar það telst fréttnæmt að kona skuli geta haldið áfram að gefa svöngum og saklausum hvítvoðungi sínum þá lífsnæringu sem hann þarf til þess að lifa af, í vinnunni, án þess að nokkur geri alvarlegar athugasemdir við það? Sem betur fer bý ég á Íslandi og get verið stollt af kynsystur minni fyrir að gera það sem hún taldi barni sínu vera fyrir bestu. Sem betur fer bý ég ekki í landi þar sem atvinnutækifæri kvenna eru takmörkuð, brjóstagjöf er bönnuð á almannafæri og frétt sem þessi veldur misjöfnum viðbrögðum meðal manna. Íslendingar eru á margan hátt leiðandi í baráttu kynjanna. En baráttan gerist ekki af sjálfu sér og við eigum ennþá töluvert langt í land. Við þurfum því öll að að vera meðvituð um það og tileinka okkur ýmsar viðhorfsbreytingar. Jákvæð viðbrögð okkar við þessu fallega atviki eru skref í rétta átt. Vonandi hefur hér verið sett fordæmi til framtíðar.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar