
Love & Death: Svik, harmur, ást og dauði
Fyrir skemmstu komu fyrstu þættir af Love & Death, nýrri þáttröð HBO, inn á streymisþjónustu Sjónvarps Símans. Ég læt HBO-þætti aldrei framhjá mér fara, enda er hún sú sjónvarpsstöð/streymisveita sem oftast er hægt að treysta til að framleiða gæðaefni. Því hikaði ég ekki við að hefja áhorf.