Lífið

Svart klósett og fjórar tegundir af flísum

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 á árinu sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Lífið

Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð

Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi.

Menning

Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó

Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar.

Tónlist

Fékk boð á Óskarinn eftir allt saman

Leikkonan Rachel Zegler greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að hún hafi ekki fengið boð á Óskarinn og var hún heldur súr yfir því og sagðist hafa reynt allt en nú virðist óskin hafa ræst.

Lífið

Andrea Röfn og Arnór Ingvi eiga von á öðru barni

Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir og Arnór Ingvi Traustason tilkynntu í dag að þau eiga von á sínu öðru barni með því að birta sónarmyndir á Instagram. Þau eru búsett í Boston þar sem Arnór spilar fótbolta í MLS deildinni.

Lífið

Frum­sýndu förðunar­þáttinn Make up

Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty, þáttastjórnendur þáttanna Snyrtiborðið sem sýndir eru á Vísi, eru álitsgjafar í nýjum förðunarþáttum sem fara í sýningu í þessari viku hjá Sjónvarpi Símans. 

Lífið

„Mögnuð upplifun að vinna svona verkefni með bestu vinkonum sínum“

Tónlistarkonurnar Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR eru í þann mund að klára tónleikaferðalag um landið og enda á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun, föstudaginn 25. mars. Þær sameinuðu krafta sína við gerð á plötunni While We Wait sem kom út síðastliðinn febrúar en stelpurnar kynntust við nám í tónlistarskóla FÍH árið 2018 og hafa verið óaðskiljanlegar síðan, bæði sem vinkonur og sem tónlistarkonur. Blaðamaður tók púlsinn á þessum söngkonum og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum þeirra.

Tónlist

Tímalaus fegurð dönsku kertanna frá Ester & Erik

„Við kveikjum á kertum á gleði- og sorgarstundum og þegar við viljum skapa ákveðna stemmningu. Kertaljós tengist tilfinningum og því er kertaframleiðsla svo persónuleg. Það er eitthvað einstakt við þennan bransa,“ segir Søren Møller, framkvæmdastjóri dönsku kertaverskmiðjunnar Ester & Erik.

Lífið samstarf

Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar

Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands.

Lífið

Biðu í röð á meðan Louis Tomlinson skellti sér í Sky Lagoon

Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlimur strákasveitarinnar frægu One Direction, heldur fjölmenna tónleika í Origo-höllinni í kvöld. Aðdáendur söngvarans höfðu sumir staðið í röð fyrir utan höllina í þrjá daga. Tónlistarmaðurinn ákvað að undirbúa sig fyrir tónleikanna með því að skella sér í Sky Lagoon. 

Lífið

Myndaveisla frá flokksþingi nýrrar Framsóknar

Um helgina var 36. flokksþing Framsóknar haldið undir yfirskriftinni Ný Framsókn fyrir landið allt. Á laugardagskvöldinu var svo blásið til veislu á Grand hótel en þar var gríðarleg stemning og margt um manninn.

Lífið

Búnar að bíða í röð síðan á sunnudag

Hópur ítalskra kvenna hefur beðið í röð fyrir utan Origo-höllina við Hlíðarenda nær óslitið síðan á sunnudag. Þær freista þess að ná sem bestum stað á tónleikum Louis Tomlinson, fyrrverandi meðlims strákasveitarinnar One Direction, sem haldnir eru í höllinni í kvöld.

Lífið

Hita upp fyrir Óskarinn

Dóra Júlía og Elísabet Hanna ætla að fylgja þér í gegnum Óskarinn á sunnudaginn og tóku þær forskot á sæluna með sérstökum upphitunarþætti. Þær ætla að vera með ykkur á vaktinni á Vísi frá því að fyrsta stjarnan mætir og þangað til að sú síðasta fer heim.

Lífið