Lífið

Borgaði 1,3 milljónir fyrir pottasett í eldhúsið

Í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastinu barst umræðan af verstu kaupunum. Auðunn sagði að hvítur sófi væru hans ópraktísku kaup og Steindi viðurkenndi að ryksuga úr Walmart væru hans verstu innkaup. Það var þó deila um það hver verstu kaup Egils væru.

Lífið

Á að bursta tennur fyrir eða eftir morgun­mat?

Það eru deildar meiningar meðal fólks um hvort bursta eigi tennur fyrir eða eftir morgunmat, í það minnsta hjá fólki sem burstar tennur yfir höfuð. Svarið gæti þó falist í samsetningu morgunmatarins, það er að segja, hvað fólk fær sér í morgunmat.

Lífið

Fyrst svartra kvenna til að bera Tiffany demantinn

Beyoncé er fyrst svartra kvenna til að fá að bera hinn víðfræga 128,54 karata Tiffany demant. Tónlistarkonan ber demantinn um hálsinn í nýrri auglýsingaherferð Tiffany & Co skartgripaverslunarinnar, þar sem hún situr fyrir ásamt eiginmanni sínum Jay-Z.

Lífið

Don Everly er fallinn frá

Bandaríski tónlistarmaðurinn Don Everly, annar Everly-bræðranna, er látinn, 84 ára að aldri. Talsmaður fjölskyldu Everly staðfesti í samtali við bandaríska fjölmiðla um helgina að hann hafi andast í Nashville á laugardaginn, en gaf ekki upp um dánarorsök.

Lífið

„Vildum votta meisturunum virðingu okkar“

Straumvatn sendi á dögunum frá sér smáskífuna Sveitin Mín. Að sögn aðstandenda er hér á ferð íslenskt erkipopp, sérlega vel brúklegt til söngs á mannamótum og má þá gjarnan hver syngja með sínu nefi. 

Albumm