Lífið

Reynsluheimur kvenna og kynlíf yfirfærð á strigann

Listakonan Aldís Gló Gunnarsdóttir opnar þriðju einkasýningu sína í dag í Gróskusalnum á Garðatorgi 1. Sýningin ber nafnið TABÚ og er bönnuð innan sextán ára. Eins og titill sýningarinnar gefur til kynna skoðar Aldís viðfangsefni sem hafa jafnvel verið tabú í samfélagslegri umræðu og yfirfærir meðal annars reynsluheim kynlífs frá kvenmanns sjónarhorni á strigann. Blaðamaður tók púlsinn á Aldísi og fékk að heyra nánar frá listsköpun hennar.

Menning

Hlátur og grátur í frumsýningarpartýi Fyrsta bliksins

Fyrsti þáttur í nýrri þáttaröð af Fyrsta blikinu verður sýndur á Stöð 2 klukkan 18:55. Ása Ninna Pétursdóttir þáttastjórnandi hélt viðburð á Sjálandi þar sem aðstandendur þáttanna og vinir og fjölskylda fengu forskot á sæluna. 

Lífið

Tim Burton endurvekur Addams fjölskylduna

Tim Burton mun glæða Addams fjölskylduna lífi í nýrri þáttaseríu fyrir Netflix en þetta verður í fyrsta skipti sem hann leikstýrir seríu. Þættirnir bera heitir Wednesday og er það tilvitnun í dóttur Addams fjölskyldunnar sem Jenna Ortega mun leika. 

Lífið

Lagerhreinsun hjá heitirpottar.is

„Það er dúndurlagersala í gangi hjá okkur á heitum pottum. Við erum að rýma fyrir nýjum vörum og viljum hefja vorið með hvelli! Ekki veitir af, það eru allir orðnir partýþyrstir og vilja græja pallinn og garðinn fyrir sumarið,“ segir Kristján Berg, eigandi Heitir pottar.is og lofar því að hægt sé að gera frábær kaup á lagersölunni.

Lífið samstarf

Fagnar plötuútgáfu með tónleikum í Hörpu: „Platan Drown to Die a Little varð til samhliða heilsufarslegu ferðalagi“

Tónlistarkonan Stína Ágústsdóttir fagnar útgáfu sinnar fjórðu sólóplötu, Drown to Die a Little, með tónleikum í Kaldalóni í Hörpu á sunnudaginn næstkomandi, 27. mars. Síðustu verk Stínu, Jazz á íslensku og The Whale hlutu bæði tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna og hafa fengið jákvæða dóma á Íslandi sem og á Norðurlöndunum. Blaðamaður spjallaði við Stínu um væntanlega tónleika.

Tónlist

Svart klósett og fjórar tegundir af flísum

Ljósmyndarinn Kári Sverrisson og innanhússarkitektinn Ragnar Sigurðsson fóru af stað með nýja þætti á Stöð 2 á árinu sem bera heitið Bætt um betur en í þáttunum taka þeir ýmiskonar rými í gegn og gera fallegri.

Lífið

Neyðarsöfnun til Úkraínu í gegnum listaverka uppboð

Myndlistargalleríið Listval stendur nú fyrir listaverka uppboði þar sem allur ágóði sölunnar rennur óskiptur til neyðarsöfnunar Þroskahjálpar fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Uppboðið hófst í gær og stendur til 31. mars næstkomandi.

Menning

Samdi lagið sitjandi á gólfinu með opna hurð og í einum skó

Tónlistarkonan Tara Mobee sendi frá sér lagið Carpool á miðnætti í gær. Tara er með marga bolta á lofti um þessar mundir en lagið er hluti af EP plötu sem kemur út í sumar. Blaðamaður tók púlsinn á þessari söngkonu og fékk að heyra nánar um tónlistarlífið hennar.

Tónlist

Fékk boð á Óskarinn eftir allt saman

Leikkonan Rachel Zegler greindi frá því á samfélagsmiðlum í vikunni að hún hafi ekki fengið boð á Óskarinn og var hún heldur súr yfir því og sagðist hafa reynt allt en nú virðist óskin hafa ræst.

Lífið

Andrea Röfn og Arnór Ingvi eiga von á öðru barni

Hjónin Andrea Röfn Jónasdóttir og Arnór Ingvi Traustason tilkynntu í dag að þau eiga von á sínu öðru barni með því að birta sónarmyndir á Instagram. Þau eru búsett í Boston þar sem Arnór spilar fótbolta í MLS deildinni.

Lífið

Frum­sýndu förðunar­þáttinn Make up

Heiður Ósk og Ingunn Sig í HI beauty, þáttastjórnendur þáttanna Snyrtiborðið sem sýndir eru á Vísi, eru álitsgjafar í nýjum förðunarþáttum sem fara í sýningu í þessari viku hjá Sjónvarpi Símans. 

Lífið

„Mögnuð upplifun að vinna svona verkefni með bestu vinkonum sínum“

Tónlistarkonurnar Salóme Katrín, RAKEL & ZAAR eru í þann mund að klára tónleikaferðalag um landið og enda á tónleikum í Fríkirkjunni á morgun, föstudaginn 25. mars. Þær sameinuðu krafta sína við gerð á plötunni While We Wait sem kom út síðastliðinn febrúar en stelpurnar kynntust við nám í tónlistarskóla FÍH árið 2018 og hafa verið óaðskiljanlegar síðan, bæði sem vinkonur og sem tónlistarkonur. Blaðamaður tók púlsinn á þessum söngkonum og fékk að heyra frá tónlistar ævintýrum þeirra.

Tónlist

Tímalaus fegurð dönsku kertanna frá Ester & Erik

„Við kveikjum á kertum á gleði- og sorgarstundum og þegar við viljum skapa ákveðna stemmningu. Kertaljós tengist tilfinningum og því er kertaframleiðsla svo persónuleg. Það er eitthvað einstakt við þennan bransa,“ segir Søren Møller, framkvæmdastjóri dönsku kertaverskmiðjunnar Ester & Erik.

Lífið samstarf

Víðtækar lokanir í miðbæ Reykjavíkur vegna Netflix-myndar

Tökur á Netflix-myndinni Heart of Stone eru fram undan hér á landi og verður fjölmörgum götum í miðbæ Reykjavíkur lokað í fjóra daga frá laugardeginum 2. apríl. Leifur B. Dagfinnsson, framleiðandi hjá TrueNorth, segir að kvikmyndin verði gríðarleg auglýsing fyrir Reykjavík og Íslands.

Lífið