Lífið

Óvænt uppákoma í brúðkaupi Sóleyjar

Sóley Kristjánsdóttir, betur þekkt sem DJ Sóley, og unnusti hennar Freyr Frostason gengu í það heilaga um helgina. Í athöfninni sjálfri var brúðhjónunum komið á óvart, þegar vinahópur parsins stóð upp og söng. „Þetta var alveg æðislegt.

Lífið

Þrjú ár í lokaþátt Lost

Þrjár þáttaraðir til viðbótar af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Lost verða teknar upp. Eftir það ljúka þættirnir göngu sinni, árið 2010. Að sögn framleiðenda mun lokaþátturinn sem svo margir hafa beðið eftir koma fólki gjörsamlega í opna skjöldu.

Bíó og sjónvarp

Slegist um rússneskan lax

„Þeir eru þekktir fyrir að sprengja upp öll verð. Ég er ekki viss um að það verði góður kostur í framtíðinni að fara til Yokanga fyrir hinn almenna veiðimann," segir Hilmar Hansson umboðsmaður veiðiferðaskrifstofunnar Frontiers hér á landi.

Lífið

Snúa aftur

Vinkonurnar Skoppa og Skrítla hafa snúið aftur í Ævintýraland Þjóðleikhússins. Leikkonurnar Hrefna Hallgrímsdóttir og Linda Ásgeirsdóttir eru í hlutverkum Skoppu og Skrítlu en Hrefna gerir einnig handritið. Hallur Ingólfsson semur tónlistina og búninga og leikmynd gerir Katrín Þorvaldsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson.

Bíó og sjónvarp

Das Leben des Anderen - fjórar stjörnur

Margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Florians Henckel von Donnersmarck, Líf annarra, gerist í sundruðu Þýskalandi árið 1984, austanmegin í Berlín hefur öryggislögreglan Stasi nef sitt í hvers manns koppi og væni­sýkin er í hámarki.

Bíó og sjónvarp

Glæsileg stúdíóíbúð Parisar

Ef að áfrýjun Parisar Hilton gengur ekki upp mun hún brátt flytja inn í þessa stórgóðu stúdíóíbúð. Íbúðin er sirka 2,5 sinnum 3,5 metrar að flatarmáli. Í henni er þægileg tveggja hæða koja. Þá er bæði heitt og kalt vatn til staðar í henni ásamt klósetti. Klósettið er ekki í sérherbergi til þess að leggja áherslu á að um stúdíóíbúð sé að ræða.

Lífið

Blanchett orðin ofurmjó

Leikkonan Cate Blanchett kom aðdáendum sínum óþægilega á óvart fyrir stuttu þegar hún birtist, ofurmjó, á góðgerðarkvöldi listasafnsins í New York. Hárgreiðsla hennar og farði hjálpuðu ekki til og ýttu undir hið nýja útlit hennar.

Lífið

Seðlaveski kvennabósa finnst eftir 55 ár

Seðlaveski sem rann úr vasa karlmanns í rómantísku faðmlagi fyrir 55 árum hefur nú fundið eiganda sinn að nýju. Veskið fannst í aftursæti gamallar bifreiðar þegar tveir bílasafnarar skoðuðu möguleika á endurbótum. Eftir leit á internetinu fundu þeir eigandann Glenn Goodlove.

Lífið

Vildu ekki Framsókn í brúðkaupið

„Já, ég fann fyrir þau annan sal og sá um veisluna fyrir þau. Ég sjálfur er sjálfstæðismaður og skildi þeirra sjónarmið,“ segir Stefán Ingi, veitingamaður hjá Veisluhaldi ehf.

Lífið

Óvænt endurkoma Simma í handboltann

„Ég gat varla staðið í fæturna eftir leikinn og Hjálmar bróðir var rúmliggjandi," segir Sigmar Vilhjálmsson. Hann lék síðasta leikinn með meistaraflokki Hattar frá Egilsstöðum í fyrstu deild Íslandsmótsins í handknattleik á dögunum, ásamt bróður sínum Hjálmari Vilhjálmssyni.

Lífið

Gerir það gott í Þýskalandi

Þorleifi Erni Arnarssyni hafa borist fimm tilboð frá þýskum leikhúsum í kjölfar sýninga á Eilífri hamingju í Berlín í febrúar. Þorleifur er leikstjóri sýningarinnar og stundar nú leikstjóranám í Berlín. „Leikhúsin eru öll að ákveða hvað þau ætla að gera næsta vetur. Það á eftir að koma í ljós hvað passar inn og hvað ég get tekið að mér,“ sagði Þorleifur og bendir á að staðan sé enn nokkuð óljós.

Bíó og sjónvarp

Hafnaði drottningunni

Helen Mirren hefur móðgað Elísabetu Bretlandsdrottningu með því að afþakka persónulegt boð hennar um kvöldverð í Buckingham-höll. Leikkonan fékk Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á Elísabetu í kvikmyndinni Drottningin en taldi sig vera of upptekna fyrir kvöldverðinn. Að sögn er Elísabet sármóðguð yfir hegðun Mirren.

Lífið

Kate Moss langar í barn

Kate Moss vill eignast barn með kærasta sínum Pete Doherty. Samkvæmt breska blaðinu Daily Express sagði Kate vinkonu sinni frá þessari ósk.

Lífið

Gómaði bíræfna matarþjófa

Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistarinn góðkunni á Fylgifiskum, sýndi mikið hugrekki og dirfsku á föstudaginn þegar hann elti uppi glæpaflokk frá Rússlandi. Þeir höfðu látið greipar sópa í veisluþjónustu staðarins á Suðurlandsbraut og rænt bíl staðarins. „Þetta gæti líka hafa verið heimska,“ segir Sveinn í samtali við Fréttablaðið.

Lífið

París kennir blaðafulltrúanum um ófarir sínar

Hótelerfinginn París Hilton er afar ósátt við 45 daga fangelsisdóm sem hún fékk fyrir helgi. París var dæmd fyrir að rjúfa skilorð sem hún fékk þegar hún var tekin ölvuð undir stýri. Hilton kennir blaðafulltrúa sínum um fangelsisdóminn og hefur látið hann róa.

Lífið

Þrjár til viðbótar

Að minnsta kosti þrjár kvikmyndir til viðbótar verða gerðar um köngulóarmanninn. Sú nýjasta, Spider Man 3, hefur farið fram úr björtustu vonum framleiðenda myndarinnar hvað varðar aðsóknartölur og ætla þeir þess vegna að hamra járnið á meðan það er heitt.

Lífið

Hýrnar um hólma og sker

Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur heldur tvenna vortónleika í kvöld og annað kvöld í Bústaðakirkju. Hefjast tónleikarnir bæði kvöldin kl. 20. Tveir karlar slæðast með í tónleikahald kórsins: Tómas R. Einarsson bassaleikari hefur fylgt kórnum um árabil og styrkt þær með áslætti sínum og í kvöld verður Bergþór Pálsson söngvari gestur við flutning á dagskrá sem er sótt hingað og þangað.

Tónlist

Sprækir salsa-diplómatar

Hljómsveitin Salsa Celtica snýr aftur til Íslands til að leika á heimstónlistarhátíðinni Vorblót. Tónlist hennar er frumleg blanda af suðrænni sveiflu og norrænum áhrifum sem vakið hefur stormandi lukku og fjör í fótum um allar jarðir.

Lífið

Mannamyndir sýndar í Höfn

Verk eftir sex íslenska listamenn voru valin á stórsýningu á portrettlistaverkum sem nú er uppi í Friðriksborgarhöll í Kaupmannahöfn. Það eru þau Dodda Maggý Kristjánsdóttir, Helgi Gíslason, Kristveig Halldórsdóttir, Magdalena Margrét Kjartansdóttir, Sesselja Tómasdóttir og Sigrún Eldjárn sem nutu þess heiðurs að fá inni á sýningunni, sem var opnuð á fimmtudag.

Menning

Volta fær góðar viðtökur

Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Volta, kom út í gær og stefnir í að verða vinsælasta plata hennar í langan tíma. Volta hefur selst afar vel hérlendis síðan hún kom út í gær. „Salan hérna heima er sú mesta sem við höfum séð hjá Björk í langan tíma," segir Ásmundur Jónsson, útgáfustjóri Smekkleysu.

Tónlist

Hálf milljón til Sólstafa

Aðstandendur Óbeislaðrar fegurðar, hinnar óhefðbundnu fegurðarsamkeppni sem fram fór á Ísafirði síðasta dag vetrar, söfnuðu alls 497.000 krónum til handa Sólstöfum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hópnum, en upphaflegt takmark var hálf milljón króna. „Það er okkur mikill heiður og ánægja að geta lagt Sólstöfum lið, því mikið starf er óunnið hjá þessum hetjum sem standa að Sólstöfum,“ segir í tilkynningu.

Lífið

Sparar í fatakaupum

Julia Roberts ætlar að klæða nýjasta erfingjann í notuð föt. Roberts á von á þriðja barni sínu með tökumanninum Danny Moder í haust, en fyrir eiga þau tvíburana Hazel og Phinnaeus.

Lífið

Hipp og hopp

Hinn heimsfrægi hiphop-dansflokkur Pokemon Crew heldur tvær sýningar á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld og annað kvöld.

Menning

Vill gullinn hljóðnema

Friðrik Jónsson, sendiráðunautur í utanríkisráðuneytinu, er fertugur í dag. Friðrik er liðtækur tónlistarmaður og réttur höfundur framsóknarlagsins svokallaða.

Tónlist

Birta, bækur og búseta

Í tilefni af tuttugu og fimm ára afmæli Bókasafns Garðabæjar efnir menningar- og safnanefnd bæjarins til upplestrardagskrárinnar „Bókin og birtan“ þar á bæ. Í kvöld heimsækja Jón Yngvi Jóhannsson, bókmenntafræðingur og gagnrýnandi, og Rúnar Helgi Vignisson, rithöfundur og þýðandi, safnið.

Menning

Iron Lung spilar í kvöld

Bandaríska þungarokks­hljómsveitin Iron Lung heldur tónleika hér á landi í kvöld og annað kvöld. Iron Lung, sem er dúett, ætlar að hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi. Tónlist sveitarinnar er kraftmikil, þung og sér á báti.

Tónlist

Fnykur

Þann 18. maí n.k kemur út hljómplatan Fnykur með Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sama dag heldur Stórsveit Samúels útgáfutónleika á tónlistarhátíðinni Vorblóti "Rite of Spring" á Nasa sem fram fer á vegum Hr. Örlygs dagana 17-19 mai.

Tónlist