Lífið

Britt Ekland vill aldurstakmark á lýtaaðgerðir

Eins og meðfylgjandi mynd sýnir er sænska leikkonan Britt Ekland, sem varð heimsfræg fyrir að leika Bond stúlku á móti Roger Moore árið 1974 í James Bond myndinni The Man With the Golden Gun, nánast óþekkjanleg í dag.

Lífið

Britney stelur senunni - myndband

Britney Spears setti VMA tónlistarhátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar í ár klædd í kjól eftir hönnuðinn Versace. Britney er greinilega öll að koma til en hún missti fyrr á þessu ári forsjá yfir drengjunum sínum tveimur. Þegar Britney tók við verðlaunum fyrir tónlistarmyndbandið Piece of Me þakkaði hún sonum sínum og guði fyrir árangurinn.

Lífið

Allir gefa út fyrir Airwaves

Fjölmargar áhugaverðar plötur eru á leiðinni á næstu vikum frá íslenskum hljómsveitum sem kalla mætti „Airwaves-bönd“. Allir stefna á að gefa út fyrir tónlistarhátíðina sem að þessu sinni fer fram helgina 15.-19. október. Næstu vikur verða því „djúsí“ fyrir tónlistargeggjara.

Tónlist

Del Toro ráðinn til 2017

Guillermo del Toro hefur undirritað samning við Universal. Að Hobbitanum loknum, 2012, mun del Toro leikstýra fjórum myndum fyrir kvikmyndaverið, til ársins 2017. Allar myndirnar byggja á bókum, það eru Franken­stein, Dr. Jekyll and Mr. Hyde, Slaughterhouse Five eftir Kurt Vonnegut og væntanleg bók Dans Simmons, Drood.

Bíó og sjónvarp

Draugabanar snúa aftur

Fyrirtækið Columbia Pictures hefur í hyggju að framleiða Ghostbusters 3, þriðju myndina um draugabanana skrautlegu. Tæp tuttugu ár eru liðin síðan önnur myndin kom út með þeim Bill Murray, Harold Ramis, Dan Aykroyd og Ernie Hudson í aðalhlutverkum. Talið er að þeir muni allir snúa aftur í nýju myndinni.

Bíó og sjónvarp

Uppselt á 20 mínútum

Fjögur þúsund miðar seldust upp á aðeins tuttugu mínútum á minningartónleika um Vilhjálm Vilhjálmsson sem verða haldnir í Laugardalshöll 10. október.

Tónlist

Umhverfismál í brennidepli á RIFF

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, eða RIFF bætir sífellt við sig. Nú síðast var nýjum heimildamyndaflokki bætt við, sem ber heitið nýr.heimur. Þar verða umhverfismál í brennidepli, en sérstök áhersla er lögð á umhverfisvernd auk tengsla kvikmynda og tónlistar á hátíðinni.

Bíó og sjónvarp

Þjóðleikhúsið opið

Boðið verður upp á opið hús í Þjóðleikhúsinu í dag á milli kl. 13 og 16. Þar verður margt skemmtilegt um að vera; Tinna Gunnlaugsdóttir þjóðleikhússtjóri mun taka á móti gestum í sínu fínasta leikhúspússi, ræningjarnir úr Kardemommubænum ætla að grilla á tröppum Þjóðleikhússins og starfsfólk og leikarar hússins verða á ferð og flugi um alla bygginguna, uppáklædd í tilefni dagsins, leitandi að ísbirni sem ku hafa tekið sér bólfestu í húsinu.

Menning

Ritar sögu íslenskrar tónlistar

Tónlistarmaðurinn Jón Þórarinsson gefur fyrir jólin út bókina Tónlistarsaga Íslands hjá Forlaginu. Bókin, sem þykir ákaflega vegleg, fjallar um tónlistarsöguna frá landnámsöld og fram undir miðja nítjándu öld.

Tónlist

Píanóverk Þorkels í Salnum

Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó.

Menning

Safnarar selja eigur sínar

Menningarmiðstöðin Gerðuberg í Breiðholti er uppátækjasöm með meiru og stendur oft fyrir viðburðum sem hressa verulega upp á gráan hversdaginn. Í dag verður þar margt um dýrðir þegar haldinn verður safnaramarkaður í tengslum við sýninguna Stefnumót við safnara III

Menning

Dansarar funda í Höfn

Um tuttugu íslenskir danshöfundar eru samankomnir í Kaupmannahöfn nú um helgina til að minnast Reykjavík Dance Festival. Hátíðin, sem halda átti í sjötta sinn þessa helgi, er í uppnámi eftir að menntamálaráðuneytið hætti stuðningi við hana í vor.

Menning

Örlög guðanna í myndum

Sýning á myndskreytingum Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur fyrir barnabókina Örlög guðanna, sem kom út fyrir hálfum mánuði á vegum Máls og menningar, verður opnuð í Þjóðminjasafninu í dag kl. 14. Bók þessi, sem er samstarfsverkefni mynd­skreytisins Kristínar og Ingunnar Ásdísardóttur sem skrifar textann, setur fram allar helstu sögur af norrænum goðum og gyðjum á þann hátt að bæði börn og fullorðnir geta haft gagn og gaman af.

Menning

Katie Holmes sló í gegn

Katie Holmes gerði stormandi lukku þegar hún tók að sér gestahlutverk í bandarísku grínþáttunum Eli Stone á dögunum. Þættirnir fjalla um samnefndan lögfræðing sem greinist með slagæðargúlp í heila og fer fljótlega að sjá ýmiss konar sýnir, sem margar hverjar virðast tengjast framtíðaratburðum. Holmes leikur einnig lögfræðing í þáttunum og tekur þátt í dans- og söngatriði.

Bíó og sjónvarp

Ímynd Reykjavíkur í kreppu

Sviðslistahópurinn 16 elskendur býður áhorfendum á ferðaskrifstofuna Íkea-ferðir í dag. „Við lögðum upp með að fjalla um ímynd Reykjavíkur og út frá því fórum við að skoða ímynd og yfirborð annarra staða," segir Eva Rún Snorradóttir, ein elskendanna.

Menning

Lára Ómarsdóttir til liðs við 24 stundir

Hin frækna fréttakona, Lára Ómarsdóttir, er á leið til starfa hjá 24 stundum. Lára uppljóstraði þessu í spjalli við Ómar Valdimarsson og Sigmar Guðmundsson í Kastljósinu nú í kvöld. Lára hefur undanfarna mánuði starfað sem upplýsingafulltrúi fyrir Iceland Express. Áður var hún fréttamaður á Stöð 2.

Lífið

Sveitabrúðkaup frumsýnd í Toronto

Kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Sveitabrúðkaup, var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gærkvöldi fyrir fullu húsi hæstánægðra gesta sem klöppuðu og stöppuðu að myndinni lokinni.

Lífið

Ég er að deyja inni í mér, segir Lily Allen

Söngkonan Lily Allen, sem er 23 ára hefur lýst hvernig henni líður í kjölfar GQ verðlaunaafhendingunnar þar sem hún lét Elton John heyra það, á vefsíðunni Facebook. Lily segist sjá eftir öllu og bætir við að hún er við það að deyja innra með sér og skrifaði að sama skapi að hana langi að fremja sjálfsmorð. Sú setning var hinsvegar fjarlægð í gær.

Lífið

Alþjóðahús flutt á Laugaveginn

Alþjóðahús hefur flutt starfsemi sína á Laugaveg 37 frá Hverfisgötu 18 en þar hefur Alþjóðahús verið til húsa frá 2001, þegarþað var stofnað.Nýja húsnæðið er mun rúmbetra en það gamla enda hefur starfsemin aukist jafnt og þétt. Café Cultura, kaffihúsið sem rekið hefur verið í Alþjóðahúsi á Hverfisgötu, verður áfram þar til húsa.

Lífið

Kings með heimavideo

Kings of Leon hafa ákveðið að kynna væntanlega plötu sína, Only by the Night, með röð af heimagerðum myndböndum. Hljómsveitin mun birta eitt myndband daglega á vefsíðu sinni þangað til platan kemur út, 22. september. Eiga myndböndin að gefa áhugasömum sýn inn í líf hljómsveitarinnar.

Tónlist

List gerir heimilið

Fimmta einkasýning Rakelar S. Steinþórsdóttur, Ævintýri á Ljósanótt, var opnuð á Flughóteli í Keflavík í gær. „Þetta er rosalega skemmtilegt verkefni og ég er ægilega ánægð með þetta. Ég er að sýna myndir sem ég er búin að vera að mála þetta árið.

Menning

Prufur í dansflokk

Stúdentadansflokkurinn er nú að hefja sitt þriðja starfsár og munu inntökupróf í flokkinn fara fram á morgun kl. 16 í húsnæði Klassíska listdansskólans að Grensásvegi 14.

Menning

Síbreytileg og brotakennd

Sviðslistahópurinn Maddid Theatre Company kom til landsins frá Englandi fyrir hálfum mánuði og hefur ferðast um landið með einleikinn Maddid. Nú er komið að lokasýningum hér á landi.

Menning

Skinner búinn að fá nóg af Streets

Í ágústbyrjun fóru menn að spekúlera í því hvort lag, sem lekið hafði á netið, væri úr samstarfi The Streets og Muse. Því til sönnunar voru fundin orð Matts Bellamy um að hann væri til í að mynda breskt svar við Rage Against the Machine með Mike Skinner, sem er betur þekktur sem The Streets.

Tónlist