Lífið

Stefán Karl hættur í Latabæ

„Þetta hafa verið einhver skemmtilegustu ár ævi minnar og reynslan hefur verið ómetanleg. Sem leikara og listamanni fannst mér hins vegar nóg komið af sælgætisáti og prakkarastrikum og tel rétt að hleypa öðrum að,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari sem hefur formlega sagt upp störfum í Latabæ. Stefán Karl hefur sem kunnugt er farið með hlutverk Glanna glæps í sjónvarpsþáttunum vinsælu. Hann segir að þetta hafi verið erfið ákvörðun að taka. „Já, ég kveð Latabæjarfjölskylduna með miklum söknuði.“

Lífið

Sveitabrúðkaup keppir til verðlauna

Kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Sveitabrúðkaup, verður sýnd á kvikmyndahátíð Bresku kvikmyndastofunarinnar í Lundúnum sem fer fram um miðjan næsta mánuð þar sem hún keppir um hin eftirsóttu Sutherland-verðlaun.

Lífið

Bruce Dickinson kemur XL strandaglópum til bjargar

Þúsundþjalasmiðurinn Bruce Dickinson, sem flestir þekkja sem forsöngvara bresku þungarokks sveitarinnar Iron Maiden, en er einnig flugmaður, er á meðal þeirra sem hafa verið að flytja breska ferðalanga til síns heima eftir að Xl Leisure Group fór á hausinn í gær. Í viðtali á BBC segir Dickinson að honum hafi tekist að fá til liðs við sig áhöfn frá IcelandExpress og að hann hafi þegar flogið eina ferð til Egyptalands og sótt um 180 þreytta ferðalanga.

Lífið

Harry Potter kærir Hari Putter

Framleiðendur Harry Pottar myndanna hafa lagt fram kæru gegn indversku kvikmyndafyrirtæki sem er með mynd í smíðum sem heitir Hari Puttar. Indverskur dómstóll hefur samþykkt lögbann á myndina en Warner Bros segja að titill myndarinnar geti valdið ruglingi.

Lífið

Heldur tónleika til styrktar Ellu Dísar

Tónleikar til styrktar Ellu Dísar Laurens verða haldnir í Háskólabíói þann 13. október næstkomandi. Landslið íslenskrar tónlistarmanna mun koma fram á tónleikunum, en þar á meðal eru Páll Óskar og Monika, Hansa og Selma ásamt Magna og Birgittu. Felix Bergsson verður kynnir á tónleikunum. Allur ágóðinn mun fara til styrktar Ellu Dísar.

Lífið

Beggi og Pacas í nýrri vinnu

„Fólk er oft feimið við að prófa nýjungar og nú ætlum við, ég og Pacas, að leyfa Íslendingum að smakka það sem við höfum upp á að bjóða."

Lífið

Á tökustað

Verður Arnold Schwarzenegger í nýju Terminator-myndinni, sem kemur út næsta sumar? Hann hefur alltént sést á tali við Christian Bale á tökustað myndarinnar og hefur það vakið grunsemdir manna á Empire og zimbio.com.

Bíó og sjónvarp

Listagyðjan bjargar fanga frá fíkniefnaneyslu

„Það er engin eiturlyfjaneysla í gangi og ekkert rugl," segir Kristmundur Þ. Gíslason listmálari sem heldur sýningu í Gallerí Gónhól á Eyrarbakka á laugardag klukkan þrjú. Kristmundur afplánar nú 16 ára fangelsisdóm á Litla-Hrauni. Þar málar hann myndir í frístundum sínum.

Lífið

41 árs Pamela Anderson strippar - myndband

Eins og meðfylgjandi myndir sýna afklæddist Pamela Anderson, sem er 41 árs gömul, í sjónvarpsviðtali hjá Ellen Degeneres. Þegar talið barst að sögusögnum um samband hennar og Michaels Jackson sagði Pamela að þau hafi hist og eingöngu rætt saman á faglegu nótunum:

Lífið

Einar Bárðar pabbi í annað sinn

Einar Bárðarson er orðinn pabbi í annað sinn. Eiginkona hans Áslaug Thelma Einarsdóttir fæddi sveinbarn um hádegisbilið í gær, heilbrigðan dreng. Móður og barni heilsast vel en fyrir eiga hjónin tveggja ára dóttur.

Lífið

Anita Briem bauð fjölskyldunni í bíó - myndir

Leikkonan Anita Briem mætti tímanlega fyrir frumsýningu myndarinnar Journey to the Center of the Earth sem sýnd var í Laugarásbíó í gærkvöldi. Með leikkonunni í för voru afi hennar og amma, faðir hennar, og yngri systir hennar.

Lífið

Kjaftfor strákastelpa

Hin 21 árs gamla Ellen Page hefur tekið að sér ímynd hinnar gáfuðu og sjálfstæðu unglingsstúlku, nú síðast í Smart People sem frumsýnd er hér á landi um helgina.

Bíó og sjónvarp

Krabbakökur vinsælar

Krabbakjöt er afar bragðgott og mikið notað víða um heim. Fylgifiskar bjóða viðskiptavinum reglulega upp á krabbakökur með austurlenskum áhrifum, sem Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og einn eigenda Fylgifiska, segir leggjast afar vel í fólk.

Heilsuvísir

Fýsn frumsýnd í kvöld

Annað kvöld frumsýnir Leikfélag Reykjavíkur á Nýja sviði Borgarleikhússins nýtt íslenskt verk, Fýsn eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann. Leikritið vann leikritasamkeppnina „Sakamál á svið“ sem LR stóð fyrir árið 2006.

Menning

Endurútgefur Ólaf Jóhann

„Þetta er gamall draumur sem hefur blundað í mér lengi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi hjá bókaforlaginu Veröld, sem mun endurútgefa þríleik Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál Jónsson blaðamann á komandi mánuðum. Þríleikurinn hefur verið ófáanlegur um árabil, en bækurnar, Gangvirkið, Seiður og hélog og Drekar og smáfuglar, komu út á árunum 1955-1983.

Menning

Speglar sálarinnar

Speglar eru miðpunktur nýrrar spennumyndar með Keifer Sutherland sem frumsýnd er hérlendis um helgina. Í Mirrors segir frá Ben Carson, löggu, sem nýbúið er að reka, og tekur að sér næturvörslu í rústum gamallar verslunar.

Bíó og sjónvarp

Svartir þræðir

Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Svartir þræðir á laugardag kl. 14 í Grafíksafni Íslands, hafnarmegin í Hafnarhúsinu. Á sýningunni verða ætingar og skúlptúr.

Menning

Ástarflónið norður

Leikritið Fool for Love eftir bandaríska leikskáldið Sam Shepard, í uppsetningu leikhópsins Silfurtunglið, verður frumsýnt á Akureyri í kvöld. Fyrirhugaðar eru tólf sýningar á leikritinu fyrir norðan; uppselt er á fyrstu sex sýningarnar og er óðum að seljast upp á þær sex sem eftir standa.

Menning

Elbow fékk Mercury-verðlaun

Rokksveitin Elbow hlaut Mercury-verðlaunin í ár fyrir bestu plötu ársins á Bretlandi, The Seldom Seen Kid. Platan er sú fjórða frá sveitinni, sem var stofnuð fyrir sautján árum.

Tónlist

Taka upp nýja plötu

Hljómsveitin Hot Chip, sem spilaði á Iceland Airwaves hér um árið, hefur upptökur á sinni fjórðu plötu í nóvember. Síðasta plata sveitarinnar, Made in the Dark, kom út í febrúar síðastliðnum og því skammt stórra högga á milli þar á bæ.

Tónlist

Saga flóttamanna og hælisleitenda

Sýningin Heima - heiman verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á laugardag. Á sýningunni má sjá ljósmyndir Katrínar Elvarsdóttur af flóttamönnum og hælisleitendum á Íslandi, ásamt textabrotum og hljóðverki sem unnið er upp úr viðtölum Sigrúnar Sigurðardóttur menningarfræðings við fólkið.

Menning

Óður Birtu til jarðarinnar

Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim.

Menning

Fyrirlestrar og afmæli kartöflunnar

Akureyrarakademían, Félag sjálfstætt starfandi fræðimanna á Norðurlandi, hleypir í vikunni vetrarfyrirlestraröð sinni af stað á ný. Fyrirlestraröðinni var vel tekið síðasta vetur og sóttu erindin á þriðja hundrað manns, bæði félagar í Akademíunni og aðrir áhugasamir.

Menning

Emilíana fær frábæra dóma

Emilíana Torrini hefur fengið hreint út sagt frábæra dóma í Bretlandi fyrir nýjustu plötu sína Me And Armini. Svo virðist sem hún hafi endanlega slegið í gegn þar í landi með fallegri rödd sinni og ekki síðri lagasmíðum. Platan fær fjórar stjörnur í tímaritunum Q og Uncut, auk þess sem dagblaðið The Sun gefur henni fjóra og hálfa stjörnu og segir tíma Emilíönu runninn upp.

Tónlist

Ólöf opnar sýningu

Sýning á verkum myndlistarkonunnar Ólafar Bjargar Björnsdóttur verður opnuð í dag kl. 17 í Artóteki, sem er á jarðhæð aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. Nefnist sýningin „Áttavitinn sjálfsnánd og mild mýkingarefni".

Menning