Lífið

Súkkulaðimús

Súkkulaði og smjör er brætt yfir vatnsbaði. Eggjarauðurnar eru þeyttar með 25 gr af sykri og hvíturnar eru svo þeyttar með 75gr af sykri. Eggjablöndunni er blandað varlega saman við ásamt súkkulaðinu og að lokum er létt þeyttum rjómanum blandað saman við.

Matur

Kalkúna fylling

Smjörið er bræt á pönnu g smátt saxaður laukurinn er látinn saman við og steikjast í c.a 10 mín, eða þar til meyr. Eplin eru skorin niður í litla bita, skinkan er skorinn smátt ásamt sellerí. Brauðið er skorið í litla teninga, þá eru kryddjurtirnar saxaðar smátt niður og börkurinn af appelsínunni er rifinn mjög smátt.

Matur

Hvít súkkulaði- og temús

Hitið mjólk og rjóma að suðu með 2 tepokum úti í. Hellið vökvanum yfir saxað súkkulaðið og hrærið vel saman. Blandið svo mjúku smjörinu saman við ásamt eggjarauðunum, einni í einu. Stífþeytið að síðustu hvíturnar og sykurinn og blandið saman við súkkulaðiblönduna. Setjið þetta strax í form og látið standa í kæli minnst þrjá tíma.

Matur

Rjómalöguð sveppasúpa

Sveppirnir eru steiktir uppúr smjöri og hveitinu er blandað saman við, þá er soðinu blandað saman við og hrært þar til kekkjalaust. Þá er mjólk og rjómi blandað saman við ásamt sítrónusafa og kryddi, látið krauma í c.a 5-6 mín við mjög vægan hita.

Matur

Nautafille

Kjötið er velt upp úr olíu og kryddað með vel með salt og pipar. Þá er kjötið brúnað vel á pönnu, þá er einni góðri matskeið af smjöri sett á pönnuna ásamt sitthvorri greininni af rósmarin og timjan, kjötið er velt upp úr smjörinu og kryddinu. Þá er kjötið tekið til hliðar.

Matur

Rækjukokteill

Salat er rifið niður og sett í litlar skálar. Rækjurnar eru settar ofan á salatið ásamt smátt skorni melónu, sósunni hellt yfir, glasið er svo skreytt með tómat, gúrku, sítrónu og steinselju.

Matur

Villisveppa ragú

Sveppirnir eru steiktir á pönnu uppúr olíu og smöri ef vill. Steikið sveppina vel og kryddið með salt og pipar. Setjið rjómann saman við í restina og látið sjóða vel niður.

Matur

Meðlæti með kalkún

Innmaturinn er steiktur fyrst og brúnaður vel, þá er restinn sett saman við og steikt áfram. Þá er 1 ½ L af vatni sett saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ klst. Fleytið allri fitu af ef einhver er á meðan suðan fer fram.

Matur

Humar með portobello-sveppum

Steikið humarinn upp úr smjöri með hvítlauk við háan hita. Skerið sveppina smátt niður og steikið upp úr smjöri og kryddið með salti og pipar. Bætið koníaki, soði og balsamediki út í og látið aðeins sjóða og blandið þá rjómanum saman við. Látið suðuna koma upp og smakkið til með salti og pipar.

Matur

Support sigrar á kvikmyndahátíð

"Myndin fjallar um mann sem liggur fyrir dauðanum á gjörgæslu," svarar Börkur aðspurður um verðlaunamyndina. "Hún er svo stutt að það má eiginlega ekki segja meira frá því en mMyndina má sjá í heild sinni á heimasíðunni minni," segir Börkur.

Bíó og sjónvarp

Ég er ekki sár - myndband

Díana Lind Monzon sem komst ekki áfram í Idol stjörnuleit síðasta föstudag var að eigin sögn ekki sár þrátt fyrir vægast sagt harða gagnrýni dómnefndar eftir að hún flutti lagið Horfðu til himins. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá stutt viðtal við Díönu Lind eftir flutninginn.

Lífið

Jón Ásgeir fellur niður um klassa

Auðkýfingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson flaug til Englands í síðustu viku en athygli vakti að hann nýtti sér ekki lúxus rýmið Saga Class, heldur flaug hann á Economy Comfort. Á heimasíðu Icelandair er ferðamátanum lýst svona:

Lífið

Stórfjölskylda IDOL-barnapíu - myndband

Ein af fimm stúlkunum sem komust áfram í Idol stjörnuleit á föstudaginn, Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir, var umvafin stórfjölskyldu sinni sem keyrði alla leið til Reykjavíkur frá Djúpavík til að styðja Hröfnu. Í meðfylgjandi myndasafni má sjá fjölskyldu Hröfnu kynna sig á meðan beðið var með óþreyju eftir úrslitum.

Lífið

Chris Martin elskar U2

Chris Martin söngvari U2 hefur fundið hina fullkomnu leið til þess að svara Bono sem kallaði hann aumingja í útvarpsviðtali á BBC fyrir skömmu. Þegar hljómsveitin gekk á svið í Ástralíu fyrir skömmu spiluðu þeir lagið Magnificent með U2 sem ku vera spilaði í virðingarskyni við írsku rokkarana.

Lífið

Led Zeppelin nafnlaus án Plant

Gömlu brýnunum í Led Zeppelin er ekki heimilt að nota nafnið Led Zeppelin ef hljómsveitin fer í tónleikaferðalag án söngvarans og aðalnúmersins Roberts Plant.

Lífið

Michael Jackson á kúpunni - myndband

Poppkóngurinn Michael Jackson kynnti síðdegis tónleikaröð sem hann heldur í Lundúnum í sumar en þeir verða þeir síðustu sem hann heldur í borginni. Michael hefur ekki farið í tónleikaferð síðan 1997 og reynir allt hvað hann getur til að fá eitthvað fyrir eigur sínar af Neverland-búgarðinum á uppboði því hann á við töluverða fjárhagserfiðleika að etja.

Lífið

Persónurnar eru svart og hvítt

Það er mjög skemmtilegt á æfingum Sædýrasafnsins segir leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir en stífar æfingar eru framundan hjá henni því verkið er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í lok mánaðar. Leikritið er unnið í samvinnu við franskan leikstjóra og koma belgískur dansari, ítalskur hönnuður og ástralskur ljósamaður meðal annarra að sýningunni en Elva kallar hópinn sannkallaðan alþjóðakokteil.

Lífið

Idol-spurningakeppnin heldur áfram

Næstu keppendur í Idol-spurningakeppninni eru söngfuglarnir Hera Björk og Jónsi, bæði miklir reynsluboltar og Evróvision þátttakendur. En skyldu þau fylgjast vel með Idol Stjörnuleit?

Lífið

Idolstjarna býr hjá pabba og mömmu

Lítið hefur heyrst frá hjartaknúsaranum Helga Rafni Ingvarssyni undanfarið en hann gaf út sólóplötu í framhaldi af þátttöku sinni í fyrstu þáttaröð Idol Stjörnuleitar. Helgi hefur verið önnum kafinn við nám í Listaháskóla Íslands og stefnir á útskrift í vor. „Ég er að útskrifast úr tónsmíðum frá LHÍ, þar sem ég hef verið síðustu 3 vetur. Var reyndar í skiptinámi í Svíþjóð fyrir áramót og er núna að leggja lokahönd á lokaverkefnið," segir Helgi en útskriftarverkefnið hans er tónlistarkvikmynd sem hann segir í raun vera langt tónlistarmyndband með söguþræði. Myndin verður sýnd í Salnum í Kópavogi laugardagskvöldið 28. apríl næstkomandi og er aðgangur öllum opinn eins og jafnan er um sýningar á verkum útskriftarnema LHÍ. „Já ég ætla að sérhæfa mig í leikhúss-og kvikmyndatónlist og stefni að því að fara annað hvort til Bandaríkjanna eða Englands í meistaranám á næsta ári. Ég er aðallega í því að semja tónlist og er ekki mikið að syngja lengur, en svolítið." Spurður hvort hann hafi fylgst með Idol Stjörnuleit eftir að hann lauk þátttöku segist hann hafa horft á 2. þáttaröð en síðan lítið fylgst með enda mikið að gera í náminu. „Ég ætla samt að horfa á þáttinn á föstudaginn og langar að fylgjast með þessari þáttaröð," segir Helgi sem býr enn í foreldrahúsum. „Maður lifir bara svona námsmanna-og listamannslífi og býr hjá pabba og mömmu. Ég er samt í sambandi sko," segir hjartaknúsarinn ungi að lokum.

Lífið

Upprunalegi Karate strákurinn til hjálpar

Endurgera á hina klassísku mynd um Karate kid og er það Will Smith sem framleiðir myndina. Sonur hans, Jaden Smith fer með aðalhlutverkið og fékk Will Smith upprunalega karatestrákinn, Ralph Maccio til að veita syni sínum ráðleggingar varðandi hlutverkið.

Lífið

Morðingi Harry Potter leikara dæmdur

Rob Knox sem lék í sjöttu myndinni um Harry Potter var myrtur fyrir utan bar í London í maí síðastliðnum, 18 ára að aldri. Var það hinn 22 ára Karl Bishop sem réðst að unga leikaranum ásamt vinum hans með tveimur hnífum.

Lífið

Willis í löggugríni

Bruce Willis og Tracy Morgan úr þáttunum 30 Rock og Saturday Night Live leika aðalhlutverkin í gamanmyndinni A Couple of Cops sem verður fyrsta stórmyndin sem Kevin Smith leikstýrir.

Bíó og sjónvarp

Arnar sýnir í Start Art

Í dag verða nýjar sýningar opnaðar í galleríinu Start Art á Laugavegi. Þar eru á ferðinni Arnar Herbertsson í Forsal, Guðrún Öyahals á Loftinu, Björk Viggósdóttir í Austursal niðri og þær Anna Eyjólfsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þuríður Sigurðardóttir í Austur- og Vestursal uppi.

Menning

Útgáfudegi flýtt um mánuð

Rokktríóið Yeah Yeah Yeahs hefur ákveðið að flýta útgáfudegi sinnar þriðju plötu, It"s Blitz!, um rúman mánuð. Ástæðan kemur fáum á óvart, eða leki á netinu, sem virðist nánast ómögulegt að koma í veg fyrir.

Tónlist

Pólitískur trommari

Dave Rowntree, trommuleikari bresku hljómsveitarinnar Blur, hyggst endurvekja pólitískan feril sinn þegar hljómsveitin hefur lokið tónleikum sem bókaðir hafa verið í sumar. Eftir að hljómsveitin lagði upp laupana árið 2003 hellti Rowntree sér út í pólitík. Hann bauð sig fram fyrir Verkamannaflokkinn í sveitarstjórnarkosningum árin 2007 og 2008.

Tónlist

Fleet Foxes á Hróarskeldu

Hljómsveitirnar Fleet Foxes og The Mars Volta hafa bæst í hóp þeirra hljómsveita sem spila á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Fleet Foxes frá Bandaríkjunum sló í gegn með samnefndri plötu sinni á síðasta ári sem var ofarlega á mörgum árslistum tónlistargagnrýnenda.

Tónlist

Law & Order stjarna á sjúkrahús

Emmy verðlaunahafinn Mariska Hargitay var lögð inn á sjúkrahús í dag. Hargitay er ein aðalstjarnan úr sjónvarpsþáttunum Law & Order: Special Victim´s Unit. Ástæða sjúkrahússinnlagnarinnar er óþægindi sem hún fann fyrir vegna samfallins lunga. Hún undirgengst nú rannsóknir vegna þess.

Lífið