Lífið

Ingó á styrktartónleikum

Ingó Veðurguð, Magnús Þór Sigmundsson og Fjallabræður eru á meðal þeirra sem koma fram á styrktartónleikum fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur í Ráðhúskaffi í Þorlákshöfn í kvöld klukkan 20.

Lífið

Listamenn styrktir

Listamaðurinn Alexander Zaklynzky stendur fyrir kvikmyndasýningu í Hafnarhúsinu til styrktar íslenskri list. Sýnd verður heimildarmyndin A Sea Change, í leikstjórn Barböru Ettinger, sem fjallar um áhrif mengunar og ofveiði á lífríki hafsins og hefur hlotið fjölda verðlauna á kvikmyndahátíðum víða um heim.

Lífið

Nilli sýnir í Smáralind

Listamaðurinn Jóhannes Níels, eða Nilli eins og hann er betur þekktur, opnaði listasýningu á Kaffi Energiu í Smáralind á þriðjudaginn var. Jóhannes Níels hefur unnið að leikmyndagerð um nokkurt skeið og hefur mikið unnið með leikhópnum Vestur­port. Sýningin var vel sótt og lét Gísli Örn, leikari í Vestur­porti, sig að sjálfsögðu ekki vanta. - sm

Lífið

Showgirls 2?!

Handritshöfundurinn Marc Vorlander vinnur nú að framhaldi á hinni æðislega lélegu Showgirls, sem gladdi drengi á öllum aldri árið 1995 með slæmum söguþræði, afleitri fléttu og nóg af beru holdi.

Lífið

Guð blessi Ísland

Heimildarmyndin Guð blessi Ísland var frumsýnd í í Háskólabíói í gær. Heimildarmyndarinnar, sem er eftir Helga Felixson, hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur frumsýninguna og þrátt fyrir að Björgólfur Thor Björgólfsson hafi átt frátekið sæti í salnum var hann hvergi sjáanlegur. Myndin virtist fara vel ofan í sýningargesti, enda um sögulega viðburði að ræða. - sm

Lífið

Nóg að gera hjá Mark Wahlberg

Eins og kom fram í fjölmiðlum er gert ráð fyrir að Mark Wahlberg leiki aðalhlutverkið í endurgerðri og staðfærðri útgáfu af Reykjavík-Rotterdam. Baltasar Kormákur mun leikstýra en Working Title framleiðir myndina. Áður en að því kemur hefur Wahlberg í nógu að snúast en ferill þessa geðþekka leikara hefur ekki alltaf verið dans á rósum.

Lífið

Bíómyndin staðfest

Sá orðrómur hefur lengi verið á kreiki að til stæði að gera bíómynd eftir sjónvarpsþáttunum Arrested Development. Kvikmyndavefsíða Empire greinir frá því í gær að nú sé þetta endan­lega komið á hreint; kvikmyndin verði að veruleika.

Lífið

Dalandi vinsældir

Sjónvarpsstöðin Spike TV, sem er sérstaklega ætluð ungum karlmönnum, tók sig til og bjó til lista yfir leikkonur sem þykja hafa dalað hvað mest í vinsældum síðustu ár.

Lífið

Kvennó: Erum tilbúin að sanna að við séum betri en MH

„Það er alveg fáránlega góð stemning, sérstaklega hérna í Kvennó. Okkur hefur alltaf líkað illa við MH og við erum nú tilbúin til að sanna að við séum betri skóli. Það verður staðfest á morgun í fyrsta skipti,“ segir Sindri Már Hjartarson, gjaldkeri nemendafélagsins Keðjunnar.

Lífið

Stebbi trommari hættur í Fræbbblunum

Stefán Karl Guðjónsson, „Stebbi í Fræbbblunum“, hefur sagt skilið við bandið. Hann og Valgarður Guðjónsson, „Valli í Fræbbblunum“, voru einu upprunalegu meðlimirnir bandsins.

Lífið

Hannaði bók fyrir Al Gore

„Það er skrítið að vinna með svona karakter. Í byrjun pældum við mikið í hvernig það væri og ég var hálfhræddur við að hitta hann, en hann var rosa næs,“ segir hönnuðurinn Hjalti Karlsson um Al Gore.

Lífið

Hálfnaktir folar og kreppuræður í Bláa sal - myndir

Eins og Skólalíf hefur fjallað um undanfarna daga fór MR-VÍ dagurinn fram í síðustu viku og lauk honum með sannfærandi sigri MR-inga. Nú hefur Skólalíf komist yfir myndir frá ræðukeppni sem fram fór um kvöldið, en hægt er að skoða þær í albúminu hér að neðan. Þar gefur meðal annars að líta hálfnakta Verzló-fola í dúndrandi gír, og auðvitað ræðumennina sem tókust á af miklum móð um kreppuna. Ljósmyndari er Daníel Pétursson.

Lífið

„Bjart ár fram­undan hjá FG í ræðumennskunni"

„Keppnin gekk frábærlega vel fyrir sig, allir ræðumenn komu vel undirbúnir til leiks og ljóst að mikil vinna lá þarna að baki. Við þjálfararnir vorum reglulega ánægðir með þetta. Það er bjart ár framundan hjá FG í ræðumennskunni,“ segir Viktor Hrafn Hólmgeirsson, einn þjálfara ræðuliðs Fjölbrautarskólans í Garðabæ.

Lífið

FS sigrar Paintball-mót framhaldsskólanna

Fjölbrautaskóli Suðurnesja sigraði Paintball-mót framhaldsskólanna þetta árið. Úrslitin fóru fram síðasta sunnudag og áttust þar við Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Menntaskólinn við Hamrahlíð, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ og Verkmenntaskólinn á Akureyri. Úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaleiknum þar sem spennan var í hámarki.

Lífið

Reikningur frá brúðkaupi aldarinnar fyrir dóm

Viðburðafyrirtækið Élan productions hefur höfðað skuldamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Pálmadóttur vegna brúðkaups þeirra sem fyrirtækið skipulagði. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudaginn. Einar Þór Sverrisson, lögmaður þeirra hjóna, sagði í samtali við Fréttablaðið að málið snerist um lokagreiðslu og það væri ágreiningur um uppgjör.

Lífið

Fjallabræður í kreppumynd

„Þetta var klikkað, en dálítið kalt. Manni leist ekkert á þetta á tímabili og hélt að kórinn myndi steypast ofan í gjána“ segir Halldór Gunnar Pálsson, leiðtogi Fjallabræðra, en karlakórinn kemur fram í væntanlegri kreppukvikmynd Gunnars Sigurðssonar. Tökurnar fóru fram á Þingvöllum á laugardaginn. „Þetta voru rosa flottar tökur,“ segir leikstjórinn Gunnar ánægður, „flott veður og myndrænt.“

Lífið

Ekki neitt af fellingum og hellingur af kellingum - myndband

Strákarnir í Verzló-skemmtiþættinum 12:00 hafa enn vakið athygli, og nú fyrir tónlistarmyndband sem þeir sérgerðu fyrir VÍ-MR daginn sem fram fór á föstudaginn síðasta. Þar eru þeir búnir að poppa ærlega upp Víva Verzló stefið, sem stuðningslið skólans syngur jafnan hástöfum þegar skólinn keppir á opinberum vetvangi.

Lífið

Mark Wahlberg leikur í Reykjavík-Rotterdam

Hollywoodstjarnan Mark Wahlberg mun leika í endurgerð á myndinni Reykjavík-Rotterdam, að því er fullyrt er á vefnum Hollywood Reporter. Þar kemur fram að handritshöfundurinn Aaron Guzikowski muni skrifa handritið að enskri útgáfu myndarinnar en Baltasar Kormákur muni leikstýra.

Lífið

Frestar plötu vegna náms

Leikkonan Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir hefur nóg á sinni könnu þessa dagana því auk þess að stunda nám við Háskóla Íslands vinnur hún að nýrri barnaplötu og er á leið til Argentínu sem þátttakandi í hinum vinsæla þætti Wipe­out.

Lífið

Heppin að eiga góða mömmu

Sigrún Halla Unnarsdóttir lauk nýverið BA-námi í fatahönnun við Designskolen Kolding í Danmörku og leggur nú stund á meistaranám við sama skóla. Útskriftarverkefni hennar vakti nokkra athygli, en Sigrún Halla valdi að hanna skrautlegar flíkur á karlmenn. Innblásturinn sótti hún til þriggja vinkvenna sinna með það að markmiði að skapa hinn fullkomna mann fyrir hverja og eina.

Lífið

Magnús Eiríksson: Þetta var eitthvað annað en hassið

„Karlinn leyfði mér að lesa hana yfir og hún er mjög fín. Það eru sko engin leiðindi þarna í gangi enda er Magnús mikill sögumaður,“ segir Pálmi Gunnarsson, aðalsamstarfsmaður Magnúsar Eiríkssonar um ævisögu þess síðarnefnda, Reyndu aftur. Bókin er væntanleg 10. október. Tómas Hermannsson skráði söguna og er óhætt að segja að þetta sé berorðari ævisaga en gengur og gerist hjá íslenskum poppurum, meira „djúsí“. Magnús dregur hvergi undan í sögum af sukki, rokki og rugli. Ein allra furðulegasta sagan er um það þegar þeir Pálmi voru brottnumdir af geimverum úti á Snæfellsnesi. „Ég er sannfærður um að geimverur tóku okkur í smáferðalag,“ segir Magnús og Pálmi er á sama máli. „Ég bakka þessa sögu 100 prósent upp,“ segir hann.

Lífið

Glæsilegur Gunnar

Lagasafn Gunnars Þórðarsonar er svo veglegt að hægur leikur yrði að fylla tveggja eða þriggja kvölda tónleikadagskrá með eintómum risasmellum. Sú varð ekki raunin á frábærum tónleikum fyrir fullu Borgarleikhúsi á föstudagskvöldið, heldur var dagskránni skipt smekklega milli hittara, minna þekktra laga og glænýrra. Þessi blanda virkaði þrælvel.

Lífið

Bíómynd um ævi Harrys

Samkvæmt tímaritinu The Daily Mail stendur til að gera kvikmynd um ævi Harrys Bretaprins. Leikstjórinn Peter Kosminsky vinnur að handriti myndarinnar sem mun bera heitið The Spare og munu tökur hefjast innan árs. „Ég finn til með Harry. Foreldrar hans skilja á mjög opinberan hátt, móðir hans deyr á sérstaklega dramatískan hátt og í kringum dauða hennar er einnig mikið fjölmiðlafár.

Lífið

Vill yngri kærasta

Poppdívan Madonna mætti í útvarpsviðtal í þátt Ryans Seacrest á dögunum og þar var rætt um allt milli himins og jarðar. Þegar Seacrest spurði hana út í ungan kærasta hennar sagði hún: „Þeir verða að vera nógu gamlir til að klæða sig sjálfir. En yngra fólk er yfirleitt ævintýragjarnara, opnara og skemmtilegra en eldra fólk. Hefurðu hitt karlmenn á mínum aldri? Karlmenn á mínum aldri eru giftir eða fráskildir, fýldir, feitir eða sköllóttir.“

Lífið

Serðir Monster syngur um kreppuna

„Það eru sirka tvær vikur í hana," segir Sverrir Stormsker um nýjustu plötuna sína, Tekið stærst upp í sig. Platan er lokahluti trílógíu, sem hófst árið 1995 með plötunni Tekið stórt upp í sig. Ári síðar kom Tekið stærra upp í sig og nú er sem sé síðasti hlutinn að koma út. „Ég gæti svo sem gert Tekið langstærst upp í sig, en þá væri ég að blóðmjólka hugmyndina," segir Sverrir, eða Serðir Monster eins og hann kallar sig á þessum plötum. „Þetta átti að vera groddaleg plata, vel klámvæn eins og hinar, en þá kom þessi skemmtilega kreppa sem mér fannst ég verða að taka fyrir," segir hann. „En er þetta samt ekki sami hluturinn, þannig séð, kreppa og klám? Það er verið að taka okkur í (blíbb) í báðum tilfellum."

Lífið